Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Umsátrið um Katar

Þrot og öngstræti stríðs­ins gegn hryðju­verk­um eða kveikj­an að alls­herj­ar óöld? Guð­rún Mar­grét Guð­munds­dótt­ir mann­fræð­ing­ur bjó lengi í Mið-Aust­ur­lönd­um og skrif­ar um ástæð­ur þess að ríki í Mið-Aust­ur­lönd­um lok­uðu á Kat­ar og af­leið­ing­arn­ar sem það gæti haft í för með sér.

Umsátrið um Katar

 

Eflaust hafa margir orðið ruglaðir í ríminu við að reyna að skilja atburðarásina sem átt hefur sér stað við Persaflóa í síðastliðinni viku; harkalegri aðför gegn Katar, smáríkis við Arabíuflóa, undir forustu Sádi-Arabíu í samstarfi við Sameinuðu arabísku furstadæmin, Bahrain og Egyptaland, (hér eftir Saudi-Arabíu og félagar) sem endað hefur í hreinu og kláru umsátri.

Að þeirra sögn var farið í refsiaðgerðirnar til að vernda þjóðaröryggi landanna fjögurra og verjast hættunni sem stafar af hryðjuverkum og öfgahyggju. Eins til að mótmæla stuðningi Katar við hryðjuverkahópa á borð við Bræðralag múslíma í Egyptalandi og Haman á Gazaströndinni og ýmissa öfgahópa sem berjast í Sýrlandi og Írak, jafnvel tengda Daish (íslamska ríkinu) og Al Kaida. Katar er einnig sakað um að viðhalda stjórnmála- og viðskiptasamningum við Íran og við Ísrael. Fljótlega var dregið í land með þá ásökun, líklega eftir að forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir velþóknun sinni með aðgerðirnar og sagði þær mikilvæg skref í baráttunni gegn hryðjuverkum. Aljezeera-fréttaveitan var einnig nefnd í þessu samhengi og sökuð um að ýta undir óróleika í Mið-Austurlöndum og vera málpípa ýmissa öfgahópa. Þessi aðför gegn Katar á sér engin fordæmi á svæðinu þótt oft hafi komið til minni háttar ryskinga í gegnum tíðina og staðan því í hæsta máta óvenjuleg. 

Voldug vopnabúr og kalt stríð 

Umræddri aðgerð var hrint í framkvæmd eldsnemma morguns þann 5. júní síðastliðinn. Hún var greinlega skipulögð í þaula og vel samhæfð. Þennan morgun vöknuðu grandalausir íbúar Katar við þau tíðindi að Sádi-Arabía hefði eitt af öðru lýst yfir stjórnmálaslitum, viðskipta- og loftferðabanni og lokun landamæra Katar og þar með lokað á 85% innflutningsleiða inn til landsins. Jafnframt var Katar rekið úr rúmlega tveggja ára hernaðarsamstarfi gegn Jemen. Öllu flugi til Katar var aflýst um óákveðinn tíma, skipum skrásettum í Katar neitað að leggja að höfn og lokað á útsendingar Aljezeera-fréttaveitunnar umdeildu. Að auki var katörskum ríkisborgurum, sem búsettir eru í löndunum fjórum, gert að hypja sig úr landi og að sama skapi kallað eftir ríkisborgurum þeirra sem búsettir eru í Katar. Katar, á hinn bóginn, sýndi stillingu og brást við af yfirvegun, gaf strax út að enginn yrði rekinn úr landi, fordæmdi aðgerðirnar gegn fullveldi ríkisins og vísaði öllum ásökunum á bug. 

Fjölmörg lönd hafa nú lýst stuðningi við aðgerðirnar gegn Katar, þar á meðal hið stríðshrjáða Jemen, (þ.e. ríkisstjórn landsins sem er að mestu valdalaus) og ríkisstjórn Austurhluta Líbýu sem er ein rjúkandi rúst (ein þriggja starfandi ríkisstjórna). Hin svokölluðu GCC lönd (Gulf Cooperation Council), Oman og Kúveit kusu að vera hlutlaus og hefur Kúveit nú þegar reynt að miðla málum. Tveimur dögum síðar barst Katar svo kærkominn en óvæntur liðsauki frá Tyrklandi.

Það er óhugnanlegt til þess að hugsa að nú ríki kalt stríð við Arabíuflóann, á svæði þar sem ríkustu auðlindir heims finnast í jörðu og eru undir stjórn vellauðugra konungsfjölskyldna, sem hafa til umráða voldugustu vopnabúr heims og eru reiðubúnar að verja hagsmuni sína út í rauðan dauðann. Full ástæða er til að fylgjast með framvindunni á þessu eldfima svæði því þar gæti leynst neisti af allsherjar ófriðarbáli um ókomna tíð.

Hagsmunir samofnir Bandaríkjunum  

Sú staðreynd að yfirvöld í Saudi-Arabíu séu nú í broddi fylkingar í stríðinu gegn hryðjuverkum á alþjóðavísu, kemur eflaust mörgum afar spánskt fyrir sjónir og ætti að kveikja á viðvörunarbjöllum. Mætti ætla að hinir fjársterku Sádi-Arabar, sem eiga heiðurinn að því að dreifa Wahabisma um veröldina um árabil; afturhaldssamri útgáfu íslam sem flestir öfgahópar súnníta aðhyllast (ISIS og Al Kaida þar á meðal). Líklega er óþarfi að minna á það sem allir vita að 15 af 19 hryðjuverkamannanna sem réðust á Bandaríkin 11. september 2001 eru Sádar og enn ríkir leynd yfir hinum svokölluðu 28 síðum sem gefa tilefni til að ætla að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi á einhvern hátt tekið þátt í árásunum fyrrnefndu. Gagnrýni Sáda gagnvart Katörum, þótt réttmæt sé að mörgu leyti, kemur því úr hörðustu átt, svo vægt sé til orða tekið.

Talið er líklegt að heimsókn Bandaríkjaforseta fyrir tveimur vikum hafi blásið Sádi-Aröbum móð í brjóst hvort sem forsetinn hafi beinlínis lagt blessun sína á aðgerðirnar eða ekki. Hann byrjaði á að tvíta og hrósa sjálfum sér fyrir aðgerðirnar sem að hans mati gæti verið upphaf endisins en dró svo í land, honum hefur líklega verið bent á þá staðreynd að Katar hýsir stærstu bandarísku herstöð heims og hagsmunir þeirra á svæðinu því samofnir Katar. Hann lýsti margsinnis yfir aðdáun sinni á Sádi-Arabíu og hrósaði fyrir framlag þeirra í hryðjuverkastríðinu og minnti á forustuhlutverk þeirra í baráttunni gegn vánni. Sádi-Arabía væri leiðandi afl í því að ráða niðurlögum þessa sameiginlega óvinar. Íran væri stærsta vandamál svæðisins og nú skyldi sjónum beint að því.

Afleiðingar hefndaraðgerða 

Efalaust má rekja þá hringavitleysu sem hér hefur verið rædd beint til hins hroðalega hryðjuverkastríðs og afleiðingar þess. Stríð sem Vesturlönd fóru fyrir, með Bandaríkin í broddi fylkingar, með illskilgreindan óvin byggt á upplognum sökum til að hefna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin þann 11. september 2001 og svo sölsa undir sig auðlindir svæðisins. Í meira en einn og hálfan áratug hefur stríðið leikið íbúa hins íslamska heims grátt og geisar nú opinberlega í sjö löndum undir gunnfána hryðjuverkastríðsins. Milljónir hafa látist og misst heimili sín og orustuvöllurinn dreifir sér sífellt betur um heiminn. Nýlega hafa angar stríðsins teygt sig yfir til Vesturlanda, einkum til Evrópu, með tilviljunarkenndum og skelfilegum hætti.

Halda má fram að þessi óvenjulega staða marki upphaf nýs kafla í stríðinu gegn hryðjuverkum. Skapa þarf strategíu til að mæta nýjum áskorunum hryðjuverkastríðsins sem fer nú fram víða um heim og virðist belgjast út í allar áttir, en opinberlega má telja sjö stríð sem í gangi eru nú. Heimurinn er mun hættulegri en hann var þegar George W. Bush lýsti upphafi þess yfir í lok árs 2001 og tilkynnti um fyrirhugaða innrás í Afganistan. Nú sé mikilvægt að skerpa á því hverjir séu aðalóvinirnir og hvert beina skuli spjótum í hinum nýjum kafla. Þeir sem eru hallir undir samsæriskenningar gætu jafnvel trúað að valdaöfl heimsins séu í óðaönn að kokka upp nýjan en þó tormeltan sannleika, eða jafnvel gera tilraun til sögufölsunar. Sem, ef miðað við gang heimsmála í nútímanum, þarf ekki að vera svo galið.

Refsing fyrir að sýna ekki samstöðu  

Líklega má rekja raunverulegar ástæður að baki aðgerðanna gegn Katar sem enduðu í umsátri til tveggja þátta og eflaust fleiri. Í fyrsta lagi vegna þess að Katar var ekki tilbúið að taka þátt í að einangra Íran, erkióvin Trump ríkisstjórnarinnar, Ísrael og Sádi-Arabíu. Enda deila löndin tvö flennistórum gaslindum í sjónum í norðuhluta Katar og austurhluta Íran. Katar hefur lengi haldið úti sjálfstæðri utanríkisstefnu, eins og sést á ofangreindri gagnrýni á því fyrir að styðja Bræðralagið og Hamas, en Katar áréttir að Bræðralag múslíma sé stjórnmálaafl byggt á íslömskum gildum og að Hamas sé hópur sem berst gegn hernámi Ísraels. Hópar sem Katarar styðja í Sýrlandi og í Írak eru sams konar hópar og þeir sem Sádi-Arabar, Sameinuðu furstadæmin og Bahrain styðja, en þetta snýst um skilgreiningu á því hverjir teljast uppreisnarmenn og hryðjuverkamenn. Allt sama tóbakið ef svo má að orði komast. Í öðru lagi eru aðgerðirnar líklega refsing fyrir að styðja eða að minnsta kosti sýna fólkinu á götunni í Mið-Austurlöndum smá samstöðu. Arabíska vorið ógnar tilveru einræðisríkjanna landanna fjögurra og upprisa almennings eitur í beinum þeirra. Nú má fórna Katar, nú eða vonast til að stjórnarbylting eigi sér stað svo að hreinar línur skapist í hinum nýja kafla stríðsins gegn hryðjuverkum.

 

Heimildir: 

http://therealnews.com/t2/story:19270:Trump%2C-Israel-Back-Saudi-Power-Play-Against-Qatar

http://www.aljazeera.com/indepth/features/2017/06/timeline-qatar-gcc-disputes-170605110356982.html

https://www.theguardian.com/world/2017/jun/05/saudi-arabia-and-bahrain-break-diplomatic-ties-with-qatar-over-terrorism

http://thefreethoughtproject.com/trump-promised-money-country-beheading-blind-man/

http://www.aljazeera.com/news/2017/06/rights-group-concerned-gulf-citizens-fallout-170608113637179.html

http://www.aljazeera.com/indepth/features/2017/06/saudi-led-blockade-qatar-breaking-families-170609131754141.html

https://www.theatlantic.com/international/archive/2017/06/trump-qatar-saudi-arabia-terrorism-corker/529479/

http://www.truthdig.com/report/item/leaked_emails_show_how_washington_post_whitewashes_saudi_arabis_20170612#.WT90OBAss70.facebook

http://www.aljazeera.com/news/2017/06/saudi-led-bloc-issues-terror-list-170608221049889.html 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
6
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
9
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
Skrifstofa Alþingis mun framkvæma greiningu á niðurstöðu dómsins
10
Fréttir

Skrif­stofa Al­þing­is mun fram­kvæma grein­ingu á nið­ur­stöðu dóms­ins

Skrif­stofa Al­þing­is mun fram­kvæma grein­ingu á úr­skurði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Nið­ur­staða dóms­ins var að ís­lenska rík­ið hef­ið brot­ið mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu í al­þing­is­kosn­ing­un­um 2021. „Við hljót­um að þurfa að líta í eig­in barm og velta því fyr­ir okk­ur hvernig það hefði ver­ið hægt að koma í veg fyr­ir þau brot sem voru fram­in,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
6
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
9
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu