Viðtal

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Tryggvi Ólafsson fer á hverjum sunnudegi í messu með systur sinni, Gabríelu Jónu. Þau fara alltaf í nýja kirkju og ætla einnig að heimsækja önnur trúfélög. Eftir messu ræða þau svo saman um trú, líf og dauða yfir kakó og kaffi. Samveran veitir þeim gleði og af ólíkum ástæðum sækja þau styrk í trúna.

Tólf ár á milli systkina Þrátt fyrir aldursmuninn eiga systkinin margt sameiginlegt. Eins og það að taka trúarbrögðin mátulega alvarlega. Þau rifja það upp þegar amma þeirra giftist konu sinni í Dómkirkjunni en Tryggvi segir að fólk hafi eflaust ekki verið komið út úr skápnum á þeim tíma sem Biblían var skrifuð og því ekkert rætt um réttindi þeirra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síðasta hálfa árið hafa systkinin Gabríela Jóna og Tryggvi Ólafsbörn sótt messur í yfir tuttugu kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Gabríela, sem er 24 ára, leitaði fyrst í trúna fyrir um ári síðan þegar hún var á þriðja spori í 12 spora prógramminu þar sem treysta þarf á æðri mátt. Ekki leið á löngu þar til hún var farin að draga bróður sinn með í messur, því tilhugsunin um hvað gerist eftir dauðann var að valda hinum tólf ára gamla Tryggva hugarangri. Á hverjum sunnudegi sækja systkinin messu í nýrri kirkju og ræða síðan saman um trú, líf og dauða yfir kaffi og kakó að messu lokinni. Af mismunandi ástæðum hafa bæði systkinin fundið styrk í trúnni og vikulegar samverustundir hafa mótað einstakt samband á milli systkinanna.

Ræða forritun og trú

Systkinin eru góðir vinir og þrátt fyrir tólf ára aldursmun eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Í framtíðinni vill Tryggvi verða tölvuleikjaframleiðandi og ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Fréttir

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Fréttir

Kærðir lögreglumenn sem fótbrutu mann verða áfram við störf

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Pistill

„Samfélagið má aldrei taka afstöðu gegn börnum“

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017