Fréttir

Tinna Alavis vill ekki tjá sig opinberlega um auglýsingar í barnaafmæli

Lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis auglýsir barnaföt og fylgihluti með myndum af dóttur sinni á bloggsíðu sinni Alavis.is. Dóttur sinnar vegna segist hún ekki vilja tjá sig opinberlega um umtalað barnaafmæli sem kostað var af níu fyrirtækjum.

Tinna Alavis Heldur úti lífsstílsbloggi þar sem hún kynnir vörur gegn greiðslu.

Lífsstílsbloggarinn Tinna Alavis vill ekki tjá sig um auglýsingar í umfjöllun hennar um barnaafmæli dóttur hennar, sem hún birti á bloggsvæði sínu. Ástæðan er að hún vill ekki að athygli færist á afmæli dóttur hennar.

Viðskiptablaðið fjallaði um að níu fyrirtæki hefðu styrkt barnaafmæli sem Tinna hélt á dögunum, en fyrirtækin greiða Tinnu fyrir að birta myndir af vörum þeirra í umfjöllunum á bloggi og samfélagsmiðlum. 

Í samtali við blaðamann Stundarinnar segir Tinna ekki vilja tjá sig um færsluna í opinberum fjölmiðlum þar sem umfjöllunin varðar dóttur hennar. 

„Vegna þess að þetta er afmæli dóttur okkar og við vildum ekki setja þetta inn á svona opinberan miðil, svona stóran,“ segir Tinna við fyrirspurn blaðamanns og bætir við: „Þannig að við vorum að hugsa um að hafa þetta bara á blogginu.“ 

Í færslu sem Tinna birti í gær um barnaafmæli dóttur sinnar eru myndir úr afmælinu, af gestum, veitingum og skreytingum og níu fyrirtæki nefnd á nafn sem komu að veislunni.  

„Síðustu þrjú árin hef ég haldið úti síðunni Alavis.is þar sem ég fjalla um mitt daglega líf & áhugamál,“ skrifar Tinna meðal annars í lýsingu á vefsíðunni. Þar kemur ekki fram að flestar færslur enda með smáu letri þar sem tekið er fram að færslurnar séu kostaðar.

Tinna fjallar gjarnan um barnavörur á bloggi sínu og á samfélagsmiðlum þar sem dóttir hennar er aðalviðfangsefni myndanna. Í seinustu viku fjallaði hún til dæmis um barnaföt frá Polarn O. Pyret. Í færslunni eru myndir af dóttur hennar, heima hjá sér, klædda kjól frá fyrirtækinu, og skrifar Tinna meðal annars:

„Ég tók nokkrar myndir af Ísabellu minni í dag í nýja kjólnum sínum frá Polarn O.Pyret. Hún var ótrúlega sátt með lífið & tilveruna eins & sést á myndunum. Þessi litla dama verður 3. ára í næsta mánuði & bíður spennt eftir afmælinu sínu. Ísabella elskar að fá ný föt & ég er ekki frá því að henni finnist það skemmtilegra en að fá nýtt dót!“ 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu