Thorsil og United Silicon deila um hver mengi meira: Miklu stærri verksmiðja í pípunum
Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lyktarmengun“ í matsskýrslu verksmiðju Thorsil en samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram verður hún töluvert stærri og hærri en verksmiðja United Silicon. Fjölmargir eigendur Thorsil tengjast Sjálfstæðisflokknum beint eða óbeint.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
4
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
5
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
6
Fréttir
3
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
7
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 19. ágúst.
Stór og mikil verksmiðjaÞessa mynd má sjá í matsskýrslu Thorsil og gefur hún hugmynd um stærð og umfang verksmiðjunnar en þess ber að geta að inn á myndina vantar verksmiðja United Silicon.
Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lyktarmengun“ í matsskýrslu Thorsil sem nú liggur inni hjá Umhverfisstofnun en samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram verður verksmiðjan töluvert stærri og hærri en verksmiðja United Silicon, sem fjölmargir íbúar Reykjanesbæjar hafa kvartað undan eftir gangsetningu hennar á dögunum. Margir eigendur Thorsil tengjast Sjálfstæðisflokknum beint eða óbeint.
Einkenni sjónrænna áhrifa frá nýrri kísilverksmiðju Thorsil sem áætlað er að reisa í Helguvík eru allt frá „nokkuð neikvæðum“ yfir í „verulega neikvæð“ samkvæmt upplýsingum sem fram koma í matsskýrslu sem nú liggur inni hjá Umhverfisstofnun. Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lyktarmengun“ en líkt og Stundin hefur greint frá var sama uppi á teningnum í matsskýrslu United Silicon.
„Stofnunin telur mikilvægt að draga úr losun slíkra efna.“
Mikinn reyk og stæka brunalykt hefur lagt frá verksmiðju United Silicon og hefur það meðal annars valdið óþægindum í öndunarfærum einhverra íbúa sem hafa kvartað undan því á samfélagsmiðlum þar sem mál kísilverksmiðjunnar hafa verið rædd undanfarna daga. Brunalyktin er eitthvað sem eftirlitsaðilar gerðu ekki ráð fyrir en efni og efnasambönd sem hafa myndast í verksmiðjunni undanfarna daga og hafa borist út og yfir byggð í Reykjanesbæ gætu innihaldið PAH efni og B(a)P, sem myndast við ófullkominn bruna á lífrænum efnum. Nánari lýsingu á umræddum efnum má finna hér neðar.
Gagnrýni UmhverfisstofnunarSvo virðist sem að forsvarsmenn Thorsil viti ekki nákvæmlega hversu mikið af hættulegum og krabbameinsvaldandi efnum verksmiðjan kemur til með að losa líkt og sést hér í gagnrýni Umhverfisstofnunar og svari Thorsil. Til vinstri er gagnrýni Umhverfisstofnunar og til hægri er svar Thorsil við gagnrýninni.
Mynd: Notandi
Engar upplýsingar um losun krabbameinsvaldandi efna
Ekki er gert ráð fyrir þessu í matsskýrslu Thorsil sem nú reynir að fá starfsleyfi fyrir verksmiðjuna í Helguvík. Í skýrslunni er þó talað um PAH-efni og B(a)P en þar gagnrýnir Umhverfisstofnun Thorsil fyrir að taka ekki saman hversu mikið magn af þessum efnum sé áætlað að verksmiðjan losi og spyr einnig hvort gerðar verði einhverjar ráðstafanir til þess að varna því að PAH berist út í umhverfið en PAH-efni geta „valdið krabbameini og ýmsum öðrum neikvæðum áhrifum berist þau í lífverur,“ eins og
Umhverfisstofnun segir í mati sínu og ítrekar: „Stofnunin telur mikilvægt að draga úr losun slíkra efna.“ Það vekur athygli að forsvarsmenn Thorsil viðurkenna að þeir hafi ekki upplýsingar um magn eða hlutfall B(a)P af PAH sem mun koma frá verksmiðjunni. Svo virðist sem að stuðst sé við ágiskanir því í matsskýrslunni er aðeins talað um að losun efnanna „...gæti verið“ svona eða hinsegin mikil.
„Þá kemur verksmiðja Thorsil til með að vera í heildina mun stærri en verksmiðja United Silicon“
Þá vekur stærð verksmiðju Thorsil einnig athygli en sumir íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað undan því að verksmiðja United Silicon hafi eyðilagt ásýnd Bergsins í Reykjanesbæ. Bergið hefur hingað til leikið stórt hlutverk í stærstu fjölskylduhátíð bæjarfélagsins, Ljósanótt, en á hápunkti hátíðarinnar eru ljós tendruð sem staðsett eru eftir öllu Berginu. Kísilver United Silicon er hinsvegar lítið ef það er borið saman við kísilver Thorsil. Þannig er kísilver United Silicon 38 metra hátt en samkvæmt teikningum Thorsil verður sjálf kísilverið 45 metrar á meðan skorsteinar verksmiðjunnar koma til með að vera í 53 metra hæð. Þá kemur verksmiðja Thorsil til með að vera í heildina mun stærri en verksmiðja United Silicon, eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum. Myndirnar eru hluti af matsskýrslu Thorsil og eiga að sýna stærð þess frá nokkrum sjónarhornum, meðal annars frá Garðsskagavegi. Þar sést í Kölku, endurvinnslustöðina í Helguvík, sem virðist lítil þar sem hún stendur fyrir framan verksmiðjuna.
SamanburðarmyndÞessa samanburðarmynd má finna í matsskýrslu Thorsil.
Mynd: Notandi
Samanburðarmyndir hafa ekki staðist
Þegar litið er á þessar myndir er þó tvennt sem hafa ber í huga. Í fyrsta lagi vantar verksmiðju United Silicon inn á þessar samanburðarmyndir og í öðru lagi birtust svipaðar samanburðarmyndir í matsskýrslu United Silicon, en líkt og Stundin hefur bent á þá var mikið ósamræmi í þeim upplýsingum sem birtust í matsskýrslunni annars vegar og raunveruleikans hins vegar. Stærð verksmiðjunnar var eitt af því sem ekki stóðst. Hún reyndist miklu stærri en gert var ráð fyrir.
Annað athyglisvert sem fram kemur í matsskýrslunni er gagnrýni frá United Silicon sem skilaði inn umsögn um umhverfismatsskýrslu Thorsil og sagði meðal annars að útblástur Thorsil myndi dreifast víðar en þeir vildu viðurkenna. Í umsögn United Silicon segir að niðurstöður loftdreifiútreikninga í frummatsskýrslu Thorsil fyrir áætlaðan útblástur mengunarefnanna brennisteinsoxíðs og köfnunarefnisoxíðs frá skorsteinum fyrirugaðrar verksmiðju geti „tæplega staðist.“ Þá segist United Silicon hafa látið kanna niðurstöðurnar, bæði frá hefðbundinni loftfræði og borið saman við þeirra eigið loftlíkan, sem enginn kannast reyndar við að hafa búið til.
„Hluti eigenda kísilverksmiðjunnar er nátengdur Sjálfstæðisflokknum.“
Nálægt íbúðarbyggðÁhyggjur íbúa snúa meðal annars að því hversu nálægt verksmiðjurnar eru íbúabyggð.
„Niðurstaða þessa samanburðar sýnir augljóslega að loftdreifingarútreikningar í frummatsskýrslu Thorsils eru ekki framkvæmdir á viðurkenndan hátt og niðurstöður þeirra því rangar. Rannsakanir þessar sýna beint, að mengunarefni frá fyrirhuguðum útblæstri Thorsils mun dreifast víðar en skilgreint er í frummatsskýrslu Thorsil, ef notaðir eru jafn háir skorsteinar og fyrirhugað er að gera samkvæmt frummatsskýrslu Thorsils. Niðurstöður dreifingarútreikninga á fyrirhuguðum útblæstri Thorsil bera vitni um að mengunarefni dreifast um 1.800 metrum lengra en sýnt er í frummatsskýrslu Thorsil og munu hafa bein áhrif á íbúðahverfi í norðurhluta Reykjanesbæjar, verði af byggingu hennar,“ segir í umsögn United Silicon um væntanlega verksmiðju Thorsil.
Thorsil gagnrýnir loftdreifilíkan United Silicon
Þessu hafna talsmenn Thorsil og segja í raun hið andstæða; loftdreifilíkan sem United Silicon studdist við væri einfalt og í raun of einfalt miðað við flókið og óstöðugt veðurfar á þessu svæði. Thorsil sé að nota viðbótarlíkön og fyrirtækið hafi fengið „reyndustu aðila á Íslandi, Verkfræðistofuna Vatnaskil, til þess að vinna loftdreifireikninga fyrir verkefnið í Helguvík.“
„Alls er um að ræða 770 milljóna króna ívilnanir á sköttum og opinberum gjöldum á þrettán ára tilmabili.“
Blaðamaður Stundarinnar hafði samband við upplýsingafulltrúa bæjarfélagsins til þess að fá staðfest hvort athugasemdir eða spurningar hefðu borist frá bæjarfélaginu og þá hverjar þær voru vegna gerðar matsskýrslunnar. Svör við því höfðu ekki borist áður en fréttin var birt. Íbúar hafa að undanförnu verið hvattir til þess að senda inn athugasemdir vegna þess leyfis inni á vef Umhverfisstofnunar. Inni í hóp íbúa Reykjanesbæjar á Facebook eru þeir hvattir til þess að skila inn athugasemdum en sú sem setti inn færsluna hvetur fólk sérstaklega „...vegna þess hvernig þetta er orðið í dag en það er ógeðsleg lykt hér daglega vegna United Silicon.“
Í fyrra skrifuðu rúmlega 25 prósent íbúa undir undirskriftasöfnun þar sem krafist var íbúakosninga vegna breytinga á deiliskipulagi í Helguvík. Hópur íbúa sem barðist gegn frekari stóriðju efndi til söfnunarinnar en fjöldi undirskrifta náði 25 prósenta lágmarki sem Reykjanesbær gerir kröfu um vegna íbúakosninga. Ráðamenn í Reykjanesbæ, meðal annars Gunnar Þórarinsson sem nú situr í meirihluta fyrir hönd Frjáls afls en var áður m.a. forseti bæjarstjórnar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, gaf það út að niðurstaða íbúakosninganna yrði ekki bindandi og myndi því ekki hafa nein áhrif. Þær yfirlýsingar eru taldar hafa haft úrslitaáhrif hvað áhuga íbúa á þátttöku í kosningunni varðaði. Aðeins fleiri en 900 íbúar tóku þátt en af þeim var tæplega helmingur á móti frekari stóriðju í Helguvík. En eins og áður segir hafði íbúakosningin engin áhrif.
Mengunin mikilKísilmálmverksmiðja United Silicon hefur átt í erfiðleikum með að hita upp fyrsta ofninn af fjórum sem ráðgert er að gangsetja. Afleiðingarnar hafa valdið íbúum áhyggjum en mikinn reyk og stæka brunalykt hefur lagt frá verksmiðjunni frá því hún var opnuð.
Stórfelldar ólöglegar skattaívilnanir
Stundin hefur áður fjallað um málefni Thorsil og þá sérstaklega hverjir standa að baki félaginu og þeim framkvæmdum sem nú valda íbúum í Reykjanesbæ miklum áhyggjum.
Stundin hefur áður fjallað um málefni Thorsil og þá sérstaklega hverjir standa að baki félaginu og þeim framkvæmdum sem nú valda íbúum í Reykjanesbæ miklum áhyggjum. Hluti eigenda kísilverksmiðjunnar er nátengdur Sjálfstæðisflokknum. Fyrirtækið fékk stórfelldar skattaívilnanir vegna verkefnisins, líkt og fjallað hefur verið um. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, stefndi íslenska ríkinu síðasta haust vegna þess sem stofnunin taldi ólögmæta ríkisaðstoð. Um var að ræða ívilnunarsamninga sem íslenska ríkið gerði við fjögur fyrirtæki fyrir utan Thorsil en þau voru Becromal, Verne, Íslenska kísilfélagið og GMR endurvinnsluna. Ríkisaðstoðin var sögð fela í sér ólögmæta ríkisaðstoð sem gangi gegn EES-samningnum. Íslenska ríkinu var gert að endurheimta umrædda ólögmætu ríkisaðstoð en það hefur ríkið enn ekki gert og því hefur ESA stefnt íslenska ríkinu. Málið hefur ekki verið til lykta leitt.
Alls er um að ræða 770 milljóna króna ívilnanir á sköttum og opinberum gjöldum á þrettán ára tilmabili. Heildarfjárfestingin í kísilverksmiðjunni nemur um 28 milljörðum króna. Í fjölmiðlum hefur komið fram að Thorsil hafi gert samninga um sölu á kísilmálmi til tíu ára fyrir samtals um 150 milljarða króna. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun Stundarinner er því um að ræða verksmiðju þar sem verulegir fjárhagslegir hagsmunir eru undir.
Úr umfjöllun Stundarinnar um eigendur Thorsil frá 11. júní 2015:
Sterk tengsl Thorsil við Sjálfstæðisflokkinn
Meðal eigenda verksmiðju Thorsil sem tengjast Sjálfstæðisflokknum beint eða óbeint eru: Einar Sveinsson, föðurbróðir og fyrrverandi viðskiptafélagi Bjarna Benediktssonar, Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, Hákon Björnsson, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og Guðmundur Ásgeirsson, viðskiptafélagi Einars og Bjarna í gegnum olíufélagið N1 og tengd félög.
Þá má nefna einnig Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og félag í eigu Ágústs Valfells og fjölskyldu.
Klárað fyrir þinglokFrumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur um fjárfestingarsamning við Thorsil, fyrirtæki sem að hluta til er í eigu Eyþórs Arnalds, var samþykkt á Alþingi. Þau sjást hér saman á landsfundi Sjálfstæðisflokksins ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanni flokksins og núverandi þingmanni Viðreisnar.
Mynd: Pressphotos / Geirix
Tengslin við N1
Mest hefur verið rætt um eignarhald félagsins P 126 ehf. í Thorsil. en það á Einar Sveinsson í gegnum eignarhaldsfélag í Lúxemborg. Guðmundur Ásgeirsson, sem yfirleitt er kenndur við skipafélagið Nesskip, á félagið Hlér ehf. sem á hlut í verksmiðju Thorsil í gegnum annað félag.
Guðmundur kom meðal annars að viðskiptafléttunni sem gerði Einari Sveinssyni og fjölskyldu kleift að kaupa rútufyrirtækin Kynnisferðir og Reykjavík Excursions út úr olíufélaginu N1 áður en kröfuhafar félagsins tóku það félag yfir. Einar og Benedikt Sveinssynir voru ráðandi hluthafar í N1. Guðmundur Ásgeirsson og Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri N1, komu að þeirri fléttu en Jón Gunnsteinn er varamaður í stjórn Hlér og einn helsti stjórnandi Kynnisferða og Reykjavík Excursions.
Meðal hluthafa Kynnisferða og Reykjavík Excursions eru Einar Sveinsson, þrjú börn hans, og eins Jón Benediktsson, bróðir Bjarna Benediktssonar. Ef Bjarni væri ekki formaður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og ráðherra væri hann líklega sjálfur hluthafi í félaginu líkt og bróðir hans og frændur. Með þessu er átt við að önnur börn þeirra Einars og Benedikts eru hluthafar í rútufyrirtækjunum í ljósi uppruna síns og væri Bjarni það líklega einnig ef hann væri ekki þingmaður og ráðherra.
Eignarhald hluta verksmiðjunnar á huldu
Hluthafar kísilverksmiðjunnar eru eignarhaldsfélögin Northsil ehf. með 68.4 prósenta hlut og eignarhaldsfélagið Strokkur Silicon ehf. sem er í eigu Strokks Energy sem á 31,6 prósenta hlut.
Eigendur Northsil ehf. liggja fyrir en þar er John Fenger langstærstur með tæplega 74 prósenta hlut samkvæmt ársreikningi ársins 2013. Hákon Björnsson framkvæmdastjóri er næst stærsti hluthafinn í Northsil en þar á eftir koma eignarhaldsfélög Þorsteins Más Baldvinssonar og Einars Sveinssonar.
Eigendur 33 prósenta hlutafjár í Strokki Silicon eru hins vegar ókunnir. Þetta þýðir að ekki liggur fyrir hver á meira en 10 prósent af hlutafénu í Thorsil. Stærsti eigandi Strokks Energy er fyrirtæki sem heitir Masada ehf. en það á 58 prósent í fyrirtækinu. Eigandi þess er Hörður Jónsson. Þá á fyrir tækið PMG Venture Holdings LP sem skráð er á lágskattasvæðinu Delaware í Bandaríkjunum. Ekki er hægt að sjá hver á þetta fyrirtæki.
Eignarhaldsfélag Eyþórs Arnalds á svo 9 prósenta hlut í Strokk Energy en hann er jafnframkvæmt framkvæmdastjóri félagsins. Eyþór sinnti fjárfestingarverkefnum í gegnum ýmis félög, meðal annars Strokk Energy, á meðan hann var oddviti sjálfstæðismanna í Árborg um átta ára skeiða á árunum 2006 til 2014.
Strokkur var eigandi 40 prósenta hlutfjár í aflþynnuverksmiðju Becromal í Eyjafirði en seldi þann hlut árið 2013. Félagið hagnaðist um nærri 570 milljónir króna á því ári.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
4
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
5
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
6
Fréttir
3
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
7
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Mest deilt
1
ÚttektEin í heiminum
2
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
Stöðug glíma við samfélag sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki getur leitt til alvarlegra veikinda. Þetta segja viðmælendur Stundarinnar sem öll voru fullorðin þegar þau voru greind einhverf. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir þau tilheyra hópi sem fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu sem sé lögbrot. Sænsk rannsókn leiddi í ljós að einhverfir lifi að meðaltali 16 árum skemur en fólk sem ekki er einhverft. „Staðan er háalvarleg,“ segir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í einhverfu.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
4
Fréttir
7
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Formaður Reiðhjólabænda segir öryggi hjólreiðafólks hætt komið, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Löglegt sé til dæmis að taka fram úr reiðhjóli á blindhæð og vanþekking sé meðal ökumanna um þær umferðarreglur sem gilda. Samstillt átak þurfi til að stöðva fjölgun slysa óvarinna vegfarenda.
5
ViðtalEin í heiminum
6
„Við erum huldufólkið í kerfinu“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að einhverft fólk sé frá blautu barnsbeini gaslýst daglega því að stöðugt sé efast um upplifun þess. Það leiði af sér flóknar andlegar og líkamlegar áskoranir en stuðningur við fullorðið einhverft fólk sé nánast enginn. „Við erum huldufólkið í kerfinu,“ segir Guðlaug sem glímir nú við einhverfukulnun í annað sinn á nokkrum árum.
6
ViðtalEin í heiminum
2
Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik
Páll Ármann Pálsson var greindur einhverfur þegar hann var á fertugsaldri og segir að sorgin yfir því að hafa verið einhverfur hálfa ævina án þess að vita það sé djúp. Líf hans hafi verið þyrnum stráð. Hann ætlar að eiga góðan ,,seinni hálfleik" þótt það taki á að búa í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki.
7
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
2
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
3
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
4
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
5
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
6
Fréttir
1
Þrettán ræðumenn lýst nasískum skoðunum - Sigmundur Davíð svarar ekki um þátttöku sína
Meirihluti þeirra sem deila sviði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á ráðstefnu í Svíþjóð hafa starfað með hægriöfgasamtökum, sumir í flokki sem vill senda milljón innflytjendur úr landi. Forsætisráðherrann fyrrverandi svarar ekki spurningum.
7
Fréttir
3
Fyrirtækjum fjölgar en tekjur ríkisins lækka
Innan við þriðjungur fyrirtækja greiðir tekjuskatt, helmingur greiðir ekki laun og litlu færri greiða hvorki tryggingagjald né tekjuskatt. Á sama tíma og hlutafélögum fjölgar skila þau minni tekjum í ríkissjóð. Þetta er niðurstaða meistararannsóknar Sigurðar Jenssonar, sem starfað hefur við skatteftirlit í áraraðir. Vísbendingar eru um að hlutafélagaformið sé ofnotað, að menn séu að koma fyrir eignum sem alla jafna ættu að vera á þeirra persónulegu skattframtölum, í því skyni að spara sér skattgreiðslur.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
4
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
5
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
6
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
7
Fréttir
10
Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason veltir fyrir sér hvort þolinmæði starfsfólks Morgunblaðsins fyrir ritstjórnarpistlum sem afneita loftslagsbreytingum sé takmarkalaus.
Nýtt á Stundinni
Karlmennskan#100
Páll Óskar Hjálmtýsson
Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.
Fréttir
1
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
Flækjusagan#39
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
FréttirHvalveiðar
2
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
ReynslaDagbók flóttakonu
Tania Korolenko
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko er ein þeirra hundruða Úkraínumanna sem fengið hafa skjól á Íslandi vegna innrásar Rússa. Hún hefur haldið dagbók um komu sína hingað til lands og lífið í nýju landi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fá að fylgjast með.
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir