Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingforseti og formenn stjórnarflokkanna ekki með í áskorun til pólska þingsins

Syst­ur­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í íhalds­sam­tök­un­um AECR stend­ur fyr­ir laga­setn­ingu um al­gjört bann við fóst­ur­eyð­ing­um í Póllandi. Fjöldi þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur ekki skrif­að und­ir op­ið bréf til Pól­verja þar sem laga­breyt­ing­un­um er mót­mælt.

Þingforseti og formenn stjórnarflokkanna ekki með í áskorun til pólska þingsins

Meira en helmingur Alþingismanna hafði samþykkt að leggja nafn sitt við mótmælabréf til pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um skilyrðislaust bann við fóstureyðingum þar í landi þegar Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, afhenti sendiherra Póllands yfirlýsinguna um hádegisleytið í dag. 

Aðspurð hvernig standi á því að aðeins 34 þingmenn séu á listanum segir Ásta Guðrún að öllum þingmönnum hafi verið boðið að vera með. Hins vegar hafi ekki borist svör frá öllum. 

Í bréfi þingmannanna er pólska þingið hvatt til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna auk þess sem lýst er þungum áhyggjum af fyrirhugaðri lagasetningu gegn fóstureyðingum í Póllandi. 

Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa skrifað undir yfirlýsinguna en Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er eini ráðherrann sem lagt hefur nafn sitt við bréfið. Forseti Alþingis hefur ekki skrifað undir. 

Sá stjórnmálaflokkur í Póllandi sem stendur fyrir hinni umdeildu lagasetningu um afnám allra undanþága frá banni við fóstureyðingum er íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti. Um er að ræða systurflokk Sjálfstæðisflokksins í svokölluðum Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR). 

Á meðal þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur lag sitt við í samtökunum eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki og andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks. Þá er Réttlætis- og framfaraflokkurinn frá Tyrklandi aðili að samtökunum, flokkur Erdogans sem orðið hefur uppvís að grófum alræðistilburðum undanfarin ár, ekki síst eftir að gerð var misheppnuð valdaránstilraun þar í landi. 

Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Norðurlöndum sem tilheyrir samtökunum að færeyska Fólkaflokknum undanskildum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn varaformaður stjórnar AECR í fyrra og situr þar meðal annars ásamt fulltrúa Laga og réttlætis, Önnu Fotyga. Aðeins þrír óbreyttir þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum hafa skrifað undir áskorunina til pólska þingsins, en 11 þingmenn flokksins höfðu ekki tilkynnt um þátttöku sína þegar bréfið var afhent. Í þeim hópi er Guðlaugur Þór Þórðarson.

Samtökin AECR urðu til eftir að Breski íhaldsflokkurinn klauf sig úr EPP, samtökum hófsamra og borgaralegra hægriflokka vegna ágreinings um Evrópumál en Sjálfstæðisflokkurinn gekk í AECR árið 2011. Núverandi forseti samtakanna er Jan Zahradil, tékkneskur stjórnmálamaður sem til að mynda hefur barist gegn aðgerðum til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þingflokkur AECR á Evrópuþinginu nefnist Evrópskir íhalds- og umbótasinnar (ECR). Í kjölfar síðustu kosninga til Evrópuþingsins gengu fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður hét Sannir Finnar, til liðs við þingflokkinn, en báðir flokkarnir eru þekktir fyrir þjóðernisofstæki og útlendingahatur. 

Fram kom í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í fyrra að stefna AECR félli vel að grunnstefnu flokksins. „Þar vegur auðvitað þungt áhersla samtakanna á frelsi einstaklingsins sem og gagnrýni þeirra á aukna miðstýringu innan Evrópusambandsins og þróun þess í átt að sambandsríki.“ 

Þeir sitjandi þingmenn sem ekki hafa skrifað undir áskorunina til pólska þingsins koma nær allir úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum: 

Ásmundur Friðriksson
Brynjar Níelsson
Einar K. Guðfinnsson
Eygló Harðardóttir
Frosti Sigurjónsson
Bjarni Benediktsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Illugi Gunnarsson 
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Willum Þór Þórsson
Vilhjálmur Bjarnason
Vigdís Hauksdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Sigríður Á. Andersen
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Jón Gunnarsson
Höskuldur Þórhallsson
Haraldur Einarsson
Haraldur Benediktsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Kristján Þór Júlíusson
Þórunn Egilsdóttir
Þorsteinn Sæmundsson

 

Uppfært kl. 21:20

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, skrifar í athugasemd fyrir neðan fréttina:

„Ég var of sein að skrifa undir þessa áskorun þar sem ég var veðurteppt fyrir vestan en að sjálfsögðu styð ég mannréttindi pólskra kvenna og mótmæli harðlega ofbeldi stjórnvalda gegn sjálfsákvörðunarrétti þeirra!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Nauðung getur haft skelfilegar afleiðingar: „Þetta bara má ekki“
9
Fréttir

Nauð­ung get­ur haft skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar: „Þetta bara má ekki“

Formað­ur ÖBÍ rétt­inda­sam­taka seg­ir beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk vera íþyngj­andi úr­ræði sem að­eins skuli beita þeg­ar allt ann­að hef­ur ver­ið reynt til þraut­ar. Bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri hef­ur kall­að eft­ir gögn­um vegna máls Sveins Bjarna­son­ar sem um ára­bil var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár