Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið gríðarlegur síðustu ár sem er orðin stærsta atvinnugrein vinnumarkaðarins með 12% vinnuafls. Störfum í ferðaþjónustu heldur áfram að fjölga sem eru í flestum tilfellum ófaglærð láglaunastörf við þjónustu eða þrif. Á sama tíma sækja fleiri Íslendingar framhalds- og háskólamenntun og hefur nýjum störfum því í miklum mæli verið mætt með erlendu vinnuafli. Sérfræðingur í málefnum innflytjenda segir algengt að erlendir starfsmenn séu á of lágum launum og fjöldi þeirra vinni í svartri starfsemi, algjörlega réttindalaus. Allt frá hruni hefur ferðaþjónustan verið drifkraftur hagvaxtar hér á landi. Á síðasta ári mældist methagvöxtur, 7,2%, og hefur aðeins verið hærri árið 2007 og 2004. Meðallaun á Íslandi eru orðin ein þau hæstu í heiminum og hefur kaupmáttur launa aldrei verið hærri. Uppgangur ferðaþjónustunnar heldur áfram að knýja áfram hagvöxt hér á landi og verða störf í atvinnugreininni sífellt fleiri. Áætlað er að einn af hverjum fjórum sem starfa í ferðaþjónustu séu erlendir ríkisborgarar og gert er ráð fyrir að hlutfallið muni aukast á næstu misserum.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir