Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Það venst, að drepa fólk

Á dimmu og drunga­legu mið­viku­dags­kvöldi seint í októ­ber komu þær Jón­ína Leós­dótt­ir, Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir, Sól­veig Páls­dótt­ir og Yrsa Sig­urð­ar­dótt­ir sam­an í Breið­holti, til að deila með sér og full­um sal áheyr­enda glæp­sam­leg­um at­vinnu­leynd­ar­mál­um.

Hið mánaðarlega bókakaffi í Gerðubergi var með óvenjulegu sniði þetta októberkvöld, því skáldkonurnar sáu sjálfar um að spyrja hver aðra spjörunum úr og gefa þannig áheyrendum ferska innsýn í hvernig hugur og hjarta glæparithöfunda starfar. Samræðurnar voru hluti af glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem fer fram í Norræna húsinu 17.–20. nóvember en þar koma saman fimmtíu höfundar, íslenskir og erlendir, og sökkva sér í umræður um glæpasögur.

Samanlagt hafa þær Yrsa, Lilja, Sólveig og Jónína sent frá sér um tuttugu glæpasögur. Varla þarf að taka fram hver hefur skrifað flestar þeirra. Yrsa er óumdeild glæpadrottning Íslands en hennar ellefta glæpasaga, Aflausn, er væntanleg fyrir jólin. Lilja sendi nýverið frá sér sína fjórðu glæpasögu, Netið, sem er sjálfstætt framhald Gildrunnar sem kom út haustið 2015. Sólveig hefur skrifað þrjár glæpasögur og vinnur nú að þeirri fjórðu. Nýgræðingurinn í glæpahópnum, þó hún sé langt frá því að vera að hefja rithöfundarferilinn, er svo Jónína Leósdóttir, sem vinnur að sinni annarri glæpasögu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár