Það sem Ísland gæti lært af finnska skólakerfinu

Árum saman hefur menntakerfi Finnlands verið annálað fyrir framsækni og árangur, sem meðal annars birtist í góðum niðurstöðum PISA-rannsóknanna. Hvað hafa Íslendingar gert sem gerir það að verkum að okkar árangur er ekki eins góður, og hvað hafa Finnar gert rétt sem við getum tekið upp hér á landi?

Frammistaða íslenskra nemenda í PISA-könnuninni hefur aldrei verið verri og er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hefur hrakað mikið á síðastliðnum áratug, læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá fyrstu könnun og lesskilningur er einnig undir meðaltali OECD-ríkja. Í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða, meðal annars með því að athuga hvað hægt sé að læra af reynslu annarra landa, svo sem nágranna okkar á Norðurlöndum. Þá hefur Kennarasamband Íslands lýst yfir áhyggjum af niðurstöðum könnunarinnar og kallar á eftir aðgerðum sem fela ekki í sér skyndilausnir, heldur lausnir til langs tíma og felast í að bæta starfsaðstæður kennara og námsaðstæður nemenda.

Ef litið er til annarra Norðurlanda stendur Finnland upp úr. Síðan niðurstöður fyrstu PISA-rannsóknanna voru birtar árið 2001 hafa Finnar ávallt verið í efstu sætum í þeim greinum sem þar eru skoðaðar; stærðfræði, frammistöðu í lestri og náttúrufræði. Íslendingar hafa yfirleitt verið í meðaltali þegar kemur að PISA, en hafa þó dalað umtalsvert síðustu ár. Þegar leitað er að ástæðu þessara niðurstaðna kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.

Uppbygging skólakerfis landanna er talsvert ólík. Mikil valddreifing er í finnska menntakerfinu á móti mikilli miðstýringu hins íslenska. Sveitarfélög, skólastjórnendur og kennarar hafa umtalsvert meira frelsi í starfi í Finnlandi en hér á landi hvað varðar áherslur, úrlausnir, námsefni og kennsluaðferðir. Einnig er mikil virðing borin fyrir kennararstéttinni í Finnlandi og árlega sækja bestu nemendur landsins um að komast í kennaranám, þar sem færri komast að en vilja.

Finnskir skólar virðast þjóna nemendum sínum vel, óháð fjölskyldumynstri, efnahagslegum bakgrunni eða getu. 

Eins og áður segir hafa Finnar borið af í námsárangri undanfarna áratugi, sérstaklega í grunnskólum. Þessi góði árangur er einnig áberandi jafn á milli skóla. Finnskir skólar virðast þjóna nemendum sínum vel, óháð fjölskyldumynstri, efnahagslegum bakgrunni eða getu. Þær hægfara breytingar sem átt hafa sér stað á finnska skólakerfinu hafa skilað sér í árangri á heimsmælikvarða og hefur vakið forvitni heimsbyggðarinnar á því hvað það er sem Finnar eru að gera rétt.

Tilraunir til að afrita árangurinn

Fyrir árið 2000 voru Finnar sjaldnast ofarlega á listum yfir lönd með bestu menntakerfin. Finnland hefur að vísu ávallt komið vel út í mælingum á læsi en í þeim fimm mælingum sem til eru á milli 1962 og 1999, sem tóku saman frammistöðu í stærðfræði og vísindum, komust Finnar aldrei yfir meðaltalið. Ávinningur Finna í þessum efnum hefur gerst smám saman á síðustu fjórum áratugum. Hin góða staða nú er vegna stöðugrar, hægrar framþróunar en ekki afleiðing áberandi róttækra umbóta sem einn flokkur eða stjórnmálamaður stóð fyrir. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

Guðmundur

Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

·
Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“

·
Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
The Immortal Life of Henrietta Lacks eftir Rebecca Skloot

The Immortal Life of Henrietta Lacks eftir Rebecca Skloot

·
„Námurnar tökum við allavega“

Illugi Jökulsson

„Námurnar tökum við allavega“

·
Vefbannið mikla í Kasmír

Vefbannið mikla í Kasmír

·
Ekki treysta Alþingi

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·