Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Úttekt

Það sem Ísland gæti lært af finnska skólakerfinu

Árum saman hefur menntakerfi Finnlands verið annálað fyrir framsækni og árangur, sem meðal annars birtist í góðum niðurstöðum PISA-rannsóknanna. Hvað hafa Íslendingar gert sem gerir það að verkum að okkar árangur er ekki eins góður, og hvað hafa Finnar gert rétt sem við getum tekið upp hér á landi?

Frammistaða íslenskra nemenda í PISA-könnuninni hefur aldrei verið verri og er áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hefur hrakað mikið á síðastliðnum áratug, læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá fyrstu könnun og lesskilningur er einnig undir meðaltali OECD-ríkja. Í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða, meðal annars með því að athuga hvað hægt sé að læra af reynslu annarra landa, svo sem nágranna okkar á Norðurlöndum. Þá hefur Kennarasamband Íslands lýst yfir áhyggjum af niðurstöðum könnunarinnar og kallar á eftir aðgerðum sem fela ekki í sér skyndilausnir, heldur lausnir til langs tíma og felast í að bæta starfsaðstæður kennara og námsaðstæður nemenda.

Ef litið er til annarra Norðurlanda stendur Finnland upp úr. Síðan niðurstöður fyrstu PISA-rannsóknanna voru birtar árið 2001 hafa Finnar ávallt verið í efstu sætum í þeim greinum sem þar eru skoðaðar; stærðfræði, frammistöðu í lestri og náttúrufræði. Íslendingar hafa yfirleitt verið í meðaltali þegar kemur að PISA, en hafa þó dalað umtalsvert síðustu ár. Þegar leitað er að ástæðu þessara niðurstaðna kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.

Uppbygging skólakerfis landanna er talsvert ólík. Mikil valddreifing er í finnska menntakerfinu á móti mikilli miðstýringu hins íslenska. Sveitarfélög, skólastjórnendur og kennarar hafa umtalsvert meira frelsi í starfi í Finnlandi en hér á landi hvað varðar áherslur, úrlausnir, námsefni og kennsluaðferðir. Einnig er mikil virðing borin fyrir kennararstéttinni í Finnlandi og árlega sækja bestu nemendur landsins um að komast í kennaranám, þar sem færri komast að en vilja.

Finnskir skólar virðast þjóna nemendum sínum vel, óháð fjölskyldumynstri, efnahagslegum bakgrunni eða getu. 

Eins og áður segir hafa Finnar borið af í námsárangri undanfarna áratugi, sérstaklega í grunnskólum. Þessi góði árangur er einnig áberandi jafn á milli skóla. Finnskir skólar virðast þjóna nemendum sínum vel, óháð fjölskyldumynstri, efnahagslegum bakgrunni eða getu. Þær hægfara breytingar sem átt hafa sér stað á finnska skólakerfinu hafa skilað sér í árangri á heimsmælikvarða og hefur vakið forvitni heimsbyggðarinnar á því hvað það er sem Finnar eru að gera rétt.

Tilraunir til að afrita árangurinn

Fyrir árið 2000 voru Finnar sjaldnast ofarlega á listum yfir lönd með bestu menntakerfin. Finnland hefur að vísu ávallt komið vel út í mælingum á læsi en í þeim fimm mælingum sem til eru á milli 1962 og 1999, sem tóku saman frammistöðu í stærðfræði og vísindum, komust Finnar aldrei yfir meðaltalið. Ávinningur Finna í þessum efnum hefur gerst smám saman á síðustu fjórum áratugum. Hin góða staða nú er vegna stöðugrar, hægrar framþróunar en ekki afleiðing áberandi róttækra umbóta sem einn flokkur eða stjórnmálamaður stóð fyrir. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Listi

Frásagnir 137 íslenskra stjórnmálakvenna af misrétti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu

Fréttir

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins stangast á við þungar ásakanir Geirs og ummæli hans um „smáatriði“

Leiðari

Hér kemur sáttin

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Listi

Frásagnir 137 íslenskra stjórnmálakvenna af misrétti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni