Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kemst ítrekað undan drónaárásum: Takið mig af „dauðalistanum“

Pak­ist­ani sem starf­að hef­ur með frið­ar­sam­tök­um í heima­land­inu biðl­ar til banda­rískra og breskra yf­ir­valda um að taka hann af „dauðalist­an­um“. Seg­ist þeg­ar hafa kom­ist und­an fjór­um dróna­árás­um. Sak­laus­ir borg­ar­ar og börn eru oft­ar en ekki á með­al fórn­ar­lamba slíkra árása. Fyrr­ver­andi drón­a­stýri­menn gagn­rýna dróna­hern­að­inn og segja hann vatn á myllu öfga­manna.

Bretum brá eflaust mörgum hverjum í brún þegar þeir hlustuðu á morgunþátt Rásar 4 í breska ríkisútvarpinu, BBC, í upphafi síðustu viku. Þar mátti heyra viðtal við mann sem biðlaði til breskra og bandarískra yfirvalda að myrða sig ekki. Sagðist maðurinn vera á „dauðalista“ Bandaríkjanna og að hann hefði naumlega komist undan fjórum drónaárásum á síðustu árum. Malik Jalal, sem starfar fyrir friðarsamtök í pakistanska héraðinu Waziristan við landamæri Afganistan, benti á að fjöldi saklausra borgara hefði látið lífið í þessum árásum. Þá sagðist hann vera kominn til Bretlands í þeim tilgangi að láta í sér heyra, að verða tekinn af dauðalistanum, og síðast en ekki síst til að stöðva mannskæðar drónaárásir Bandaríkjanna í heimahéraðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Drónahernaður Bandaríkjanna

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár