Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Stríðsyfirlýsing“ Orkustofnunar

Lands­svæði sem færð voru í vernd­ar­flokk í öðr­um áfanga ramm­a­áætl­un­ar skal frið­lýsa sam­kvæmt lög­um. Um­hverf­is­stofn­un hóf frið­lýs­ing­ar­ferli en þar var öll­um sem unnu að því sagt upp eft­ir að ný rík­is­stjórn tók við völd­um og fjár­fram­lög voru skert. Nú hef­ur Orku­stofn­un sent inn til­lög­ur að virkj­un­ar­kost­um á svæð­um sem á að vernda og ætti með réttu að vera bú­ið að frið­lýsa gagn­vart virkj­un­um. Öll svæð­in sem voru í vernd­ar­flokki eru kom­in aft­ur á list­ann yf­ir mögu­lega virkj­un­ar­kosti, nema eitt, Geys­ir.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að tillögur Orkustofnunar um að verkefnastjórn rammaáætlunar fjalli aftur um svæði sem síðast voru sett í verndarflokk jafngildi stríðsyfirlýsingu. 

Alls var fjallað um 67 virkjunarkosti í 2. áfanga rammaáætlunar. Niðurstaðan varð sú að 16 virkjunarkostir voru færðir í nýtingarflokk, 31 í biðflokk og 20 í verndarflokk. Samkvæmt lögum um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, sem færð voru í verndarflokk, skulu stjórnvöld hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða í samræmi við lög um náttúruvernd. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk að annast og undirbúa friðlýsingar, en því hefur ekki enn verið lokið nú þegar þriðji áfangi rammaáætlunar er að hefjast.

Kostir innan þjóðgarða 

Nú hefur verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar fengið endanlegan lista yfir þá 80 virkjunarkosti sem Orkustofnun leggur til að hún taki til umfjöllunar. Á þessum lista eru virkjunarkostir á 18 af þeim 20 svæðum sem færð voru í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Aðeins Geysir, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár