Stríðið um þróunaraðstoðina

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra vill láta loka Þróunarsamvinnustofnun, þrátt fyrir að stofnunin fái góðar einkunnir fyrir störf sín. Með breytingunni verður öll þróunaraðstoð færð beint undir pólitíska stjórn í ráðuneytinu.

ritstjorn@stundin.is

Embættismenn gerðu á sínum tíma uppreisn gegn Davíð Oddssyni utanríkisráðherra og neituðu að fara eftir reglugerð sem færði öll verkefni ráðuneytisins um þróunaraðstoð undir Þróunar­samvinnustofnun. Aðrir ráðherrar sögðu nei við sömu beiðni. Nú hafa embættismennirnir sann­fært Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og stofnunin er komin á dauðalista. Ef fer sem horfir og Alþingi samþykkir mun þróunaraðstoð fara alfarið undir deild í utanríkisráðuneytinu og lúta þar með pólitískri stjórn. 

Áralöng átök

Átök hafa árum saman staðið um tilvist Þróunarsamvinnustofnunar en embættismenn utanríkisráðu­neytisins hafa viljað leggja hana niður og yfirtaka verkefnin. Í dag eru þróunarverkefnin á tveimur stöðum. Þróunarsamvinnustofnun sér um hluta þeirra en ráðuneytið annast önnur. Átökin hafa tekið á sig ýmsar myndir og staðið í tíð að minnsta kosti sex ráðherra. Hápunktinum var náð þegar embættismennirnir fóru þess á leit við Davíð Oddsson, þáverandi utanríkisráðherra, að hann legði niður Þróunarsamvinnustofnun og færði verkefni hennar beint undir ráðuneytið. Þetta mál var rakið ítarlega í Heimsljósi, vefriti Þróunarsamvinnustofnunar. Eftir að hafa skoðað málið vandlega kvað ráðherrann upp um að það væri góð lausn að sameina þróunarverkefnin undir einn hatt. En embættismennirnir supu hveljur þegar hann sagðist ætla að færa þau undir Þróunar­samvinnustofnun og létta þeim af ráðuneytinu. Var af þessu tilefni 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kveikur – hvað svo?

Guðmundur Hörður

Kveikur – hvað svo?

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Samherji í gráum skugga

Indriði Þorláksson

Samherji í gráum skugga

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Öðrum til viðvörunar

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Öðrum til viðvörunar

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Kínversk veggspjöld valda deilum í HÍ

Kínversk veggspjöld valda deilum í HÍ