Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stormasamir dagar hjá fjölskyldufyrirtækinu

Stærsta og áhrifa­mesta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins hef­ur log­að í deil­um und­an­farn­ar vik­ur og reynd­ir blaða­menn horf­ið af svið­inu. Starfs­menn hafa um ára­bil hrist haus­inn yf­ir áhersl­un­um sem birt­ast í um­fjöll­un um hrun­mál­in og sér­stak­an sak­sókn­ara. En fram­ganga að­al­rit­stjór­ans gagn­vart yf­ir­manni ljós­mynda­deild­ar var korn­ið sem fyllti mæl­inn.

Slæmur starfsandi, mikið vinnuálag og lítil starfsánægja einkennir vinnuumhverfið á 365 miðlum, stærsta og áhrifamesta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Þetta er álit þeirra blaða- og fréttamanna sem Stundin hefur rætt við og í samræmi við niðurstöður vinnustaðagreiningar sem Capacent Gallup framkvæmdi að ósk fyrirtækisins og kynnti starfsmönnum fyrr á árinu. 

Nýlega sögðu tvær reyndar blaðakonur hjá Fréttablaðinu upp störfum, annars vegar Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, og hins vegar Viktoría Hermannsdóttir, sem ritstýrt hefur helgarblaðinu ásamt Ólöfu Skaftadóttur, sem er dóttir Kristínar Þorsteinsdóttur aðalritstjóra.

Á starfsmannafundi sem haldinn var 10. ágúst síðastliðinn voru stjórnendur 365 miðla hvattir til naflaskoðunar í ljósi þess að hæfir blaðamenn á borð við Fanneyju og Viktoríu gætu ekki hugsað sér að starfa lengur hjá fyrirtækinu. Orð Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda fyrirtækisins, um að fjármálastjóri fyrirtækisins ætlaði að halda partí vöktu litla lukku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár