Ágæt spekt hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum frá því að ríkisstjórnin tók við í janúar í kjölfar nokkuð strembinnar stjórnarkreppu, sem varð að loknu harla óvanalegu þingkjöri. Hvort það sé svikalogn verður að koma í ljós þegar hausta fer á ný. Staða stjórnarnarinnar er samt óvanalega veik á Alþingi og hún átti á nýliðnu þingi í stöðugum brösum með að koma málum sínum í gegn, ekki aðeins sökum þess hve tæpt meirihlutinn stendur í hausum talið, heldur ekki síður vegna óhemju ólíkra sjónarmiða innan stjórnarliðsins þar sem nokkuð stöðugar skærur virðast ríkja á milli manna – í eldhúsdagsumræðum um daginn töluðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar stundum líkt og fyrir öndverðri stjórnarstefnu.
Blóm í haga
Þessi aðþrenging stjórnarinnar á þingi hefur þó ekki að öðru leyti valdið henni teljanlegum kranka – ef það orð má nota – úti í samfélaginu. Stjórnin nýtur þess nefnilega hversu ósamstiga stjórnarandstaðan er, sem engan veginn er í …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir