Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sam­þykkt með 32 at­kvæð­um gegn 31 í nótt. Þings­álykt­un­in geng­ur í ýms­um grund­vall­ar­at­rið­um í ber­högg við grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál og hef­ur sætt harðri gagn­rýni, með­al ann­ars frá stjórn­end­um spít­ala og mennta­stofn­ana. Eng­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á mál­inu við með­ferð þess á þingi þrátt fyr­ir að hátt í 200 um­sagn­ir hafi borist.

Stjórnarliðar lögðust gegn tillögum um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Allir þingmenn og varaþingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu atkvæði gegn breytingartillögum um aukningu fjárframlaga til heilbrigðis- og menntamála við afgreiðslu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar á Alþingi í nótt. 

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í fjárlaganefnd, þær Oddný Harðardóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lögðu fram ítarlegar tillögur um breytingar á útgjalda- og tekjurömmum áætlunarinnar með það fyrir augum að liðka fyrir frekari uppbyggingu innviða og aukinni samneyslu á kjörtímabilinu. Hver einasti liður breytingartillaganna var felldur en áætlunin samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31. 

Eins og Stundin fjallaði um í apríl hefur Fjármálaráð, sérfræðingahópur skipaður af fjármálaráðherra sjálfum, gefið fjármálaáætluninni falleinkunn og bent á að hún gangi í ýmsum grundvallaratriðum í berhögg við grunngildi laga um opinber fjármál. Fjármálaráð hefur fundið að því að áætlunin sé ógagnsæ og framsetningin óskýr og varað við slökun í aðhaldi ríkisfjármála, enda kunni slíkt að leiða til þess að Seðlabankinn þurfi að hækka vexti í framtíðinni. Rektor Háskóla Íslandsog stjórnendur Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri hafa einnig gert alvarlegar athugasemdir við ályktunina auk þess sem lögreglustjórar þriggja lögregluumdæma segjast þurfa að segja upp fjölda lögreglumanna verði áætluninni fylgt eftir. 

Í breytingartillögu Oddnýjar Harðardóttur var meðal annars lagt til að aflað yrði aukinna tekna með sköttum á tekjur og hagnað, eignarsköttum og sköttum á vörur og þjónustu. Að sama skapi lagði hún til að útgjöld yrðu aukin, til dæmis að framlög til háskólastigsins yrðu hækkuð um samtals 15 milljarða frá því sem mælt er fyrir um í upphaflegri fjármálaáætlun og framlög til sjúkrahúsþjónustu aukin um samtals 56 milljarða.

Breytingartillaga Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur var almennari. Þar var lagt til að ný málefnasvið og nýir tekju- og útgjaldarammar myndu bætast við áætlunina þar sem gert yrði ráð fyrir tugmilljarða aukningu án þess að aukningin til hvers einasta málefnasviðs væri tilgreind. Báðar tillögurnar voru felldar. 

Frá því að fjármálaáætlunin var lögð fram á Alþingi þann 31. mars síðastliðinn hafa borist um 160 umsagnir þar sem má finna ábendingar, tillögur að breytingum og gagnrýni. Ekkert af þessu varð þess valdandi að gerðar yrðu breytingar á fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Fjármálaáætlunin var samþykkt óbreytt með 32 atkvæðum gegn 31 í nótt.

Eftirtaldir þingmenn greiddu atkvæði með fjármálaáætluninni og gegn öllum tillögum um aukna tekjuöflun og aukin útgjöld hins opinbera:

Albert Guðmundsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Benedikt Jóhannesson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Bjarni Halldór Janusson, Björt Ólafsdóttir, Brynjar Níelsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Sverrisdóttir, Jón Gunnarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Jónína E. Arnardóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Óttarr Proppé, Pawel Bartoszek, Páll Magnússon, Sigríður Á. Andersen, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Teitur Björn Einarsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Vilhjálmur Bjarnason, Þorsteinn Víglundsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
3
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
5
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
7
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.
Minnast þeirra sem létust úr fíknisjúkdómnum: „Hann var á biðlistanum“
10
Fréttir

Minn­ast þeirra sem lét­ust úr fíkni­sjúk­dómn­um: „Hann var á bið­list­an­um“

Minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hafa lát­ist úr fíkni­sjúk­dómn­um verð­ur hald­in í Dóm­kirkj­unni í dag. „Leið þessa fólks var grýtt, vörð­uð þján­ingu og óham­ingju, og eitt­hvað af þessu fólki hef­ur lík­lega dá­ið vegna úr­ræða­leys­is,“ seg­ir formað­ur Sam­taka að­stand­enda og fíkni­sjúkra sem standa að at­höfn­inni. Frændi henn­ar lést þeg­ar hann var á bið­lista eft­ir með­ferð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár