Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Stærstu hneykslismál ríkisstjórnarinnar

Tveir ráð­herr­ar hafa hrökklast úr embætti vegna hneykslis­mála á kjör­tíma­bil­inu.

Tveir ráð­herr­ar hafa hrökklast úr embætti vegna hneykslis­mála á kjör­tíma­bil­inu.

Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hafa tveir ráðherrar hrökklast úr ríkisstjórn vegna hneykslismála og þriðji ráðherrann ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum í kjölfar fréttaflutnings af þjónkun hans við fyrirtæki sem hann reyndist fjárhagslega tengdur. 

Ótal dæmi eru um hagsmunaárekstra og samkrull viðskipta og stjórnmálalífs á undanförnum þremur árum. Málin hafa hins vegar reynst ríkisstjórninni miserfið. Hér verður stiklað á stóru yfir fjögur stærstu hneykslismálin.

Borgun, Bjarni og ríkisaðstoð við Engeyinga

Í nóvember árið 2014 seldi Landsbankinn – banki sem er nær alfarið í eigu ríkissjóðs og heyrir þannig með óbeinum hætti undir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra – eignarhlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun hf í lokuðu söluferli, án auglýsingar og langt undir markaðsvirði. Einn af kaupendunum var Einar Sveinsson, föðurbróðir ráðherra. 

Viðskiptin vöktu mikla tortryggni, en nokkrum vikum eftir söluna voru 800 milljónir króna greiddar út í arð til hluthafa Borgunar. Alls hefur félag Einars, sem Benedikt Einarsson sonur hans er stjórnarmaður í, fengið um 86 milljónir króna í arð vegna hlutarins í Borgun frá því að salan fór fram. Bæði banka­stjóri og banka­ráð Landsbank­ans hafa viðurkennt að eðlilegra hefði verið að selja eignarhlut bankans í Borgun í opnu söluferli.

Þótt ekkert bendi til þess að Bjarni Benediktsson hafi sjálfur átt aðkomu að sölu Borgunar hefur málið reynst honum vandræðalegt í ljósi fjölskyldutengslanna við einn kaupandann. Þá ber að líta til þess að Borgunarmálið er ekki einangrað tilvik heldur hafa þrjú önnur fyrirtæki sem nánir ættingjar Bjarna eiga hlut í, Thorsil, Matorka og Kynnisferðir, fengið fyrirgreiðslu eða ívilnanir af einhverju tagi frá íslenska ríkinu í stuttri fjármálaráðherratíð Bjarna Benediktssonar. 

Af málum þeirra þriggja fyrirtækja sem nefnd eru hér að ofan vakti fyrirgreiðsla til Matorku mesta athygli. Í byrjun ársins 2015 undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjárfestingarsamning við Matorku ehf. um styrk upp á 450 milljónir króna í formi skattaívilnunar vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar í Grindavík. Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna, er helsti eigandi Matorku en Benedikt Einarsson hefur setið í stjórn félagsins.

Ríkisaðstoðin olli titringi innan Sjálfstæðisflokksins. Þá gagnrýndu Sam­tök fisk­eld­is­fyr­ir­tækja hana harðlega og sögðu samninginn fordæmalausan. Ragnheiður Elín kvaðst, í samtali við RÚV, ekki geta svarað því hvort samningurinn ætti sér fordæmi. „Hver sá sem enn er haldinn þeirri ranghugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé markaðssinnaður flokkur ætti að horfa á Ragnheiði Elínu reyna að verja ríkisstyrki til fyrirtækis í eigu frændfólks Bjarna Ben vegna fjárfestingar sem þau segja að muni annars ekki standa undir sér þótt aðrir standi í svipuðum rekstri,“ skrifaði Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. 

Í fyrra lagði Bjarni fram frumvarp um að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður og að hann myndi sjálfur öðlast ákvörðunarvald yfir sölu á eignarhlutum íslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þegar ljóst var að frumvarpið yrði ekki að lögum skipti Bjarni um stjórn í Bankasýslunni og skipaði þar menn með bein tengsl við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.  

Illugi og hagsmunaáreksturinn við Orku Energy

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, lenti í kröppum dansi í fyrra eftir að í ljós kom að í árslok 2013 hafði hann selt Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy sem hann vann fyrir á árunum 2011 og 2012, íbúð sína og fengið að leigja hana af honum. Þrátt fyrir þessi hagsmunatengsl gekk Illugi erinda Orku Energy í mars 2015 og undirritaði samstarfssamning við kínverska ríkið þar sem Orka Energy fékk stöðu „framkvæmdaraðila“ fyrir hönd íslenska ríkisins.

Samningurinn var fordæmalaus samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar enda eru það yfirleitt aðeins ríkisfyrirtæki eða ríkisstofnanir sem fá slíka stöðu í samningum á milli einstakra ríkja. Stundin var leiðandi í umfjöllun um málið og greindi frá fleiri fjárhagslegum tengslum Illuga við Orku Energy. Ráðherrann hunsaði hins vegar fyrirspurnir fjölmiðla mánuðum saman. Enn er ótal spurningum um Orku Energy-málið ósvarað, en Illugi ákvað í sumar að segja skilið við stjórnmálin. Þrátt fyrir hagsmunaárekstra Illuga og tregðu hans til að upplýsa almenning um málavöxtu bauðst honum heiðurssæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. 

Lekamál Hönnu Birnu

Lekamálið má rekja til þess þegar vitnað var í óformlegt minnisblað innanríkisráðuneytisins með viðkvæmum persónuupplýsingum um tvo hælisleitendur í fjölmiðlum þann 20. nóvember 2013. DV fjallaði strax um trúnaðarbrestinn og benti á mótsagnir í málsvörn ráðuneytisins.

Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, var spurð um málið á Alþingi sagði hún að skjalið væri ekki frá ráðuneytinu komið og gaf jafnframt í skyn að Rauði krossinn kynni að hafa lekið upplýsingum um hælisleitendurna. Síðar greindi DV frá því að sams konar skjal væri á málaskrá í innanríkisráðuneytinu, hefði ekki ratað til annarra stofnana, og að einungis örfáir aðilar hefðu haft aðgang að skjalinu á þeim tíma sem því var lekið, meðal annars Hanna Birna sjálf og báðir aðstoðarmenn hennar. 

Þegar ríkissaksóknari mælti fyrir um lögreglurannsókn á trúnaðarbroti innanríkisráðuneytisins var komin upp fordæmalaus staða þar sem lögreglu var gert að rannsaka ráðuneyti æðsta yfirmanns löggæslu í landinu.

Eftir að grunurinn beindist að aðstoðarmönnum Hönnu Birnu tók hún að skipta sér af störfum lögreglu og beita Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra þrýstingi, allt þar til hann sagði starfi sínu lausu. DV greindi frá afskiptum ráðherra af lögreglurannsókninni þann 29. júlí 2014 sem varð til þess að umboðsmaður Alþingis hóf athugun á málinu og fékk helstu atriði frásagnarinnar staðfest hjá Stefáni sjálfum.

Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður ráðherra, var ákærður vegna lekans og dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á þagnarskyldu þann 12. nóvember 2014. Um viku seinna, akkúrat ári eftir að lekamálið hófst, sagði Hanna Birna af sér ráðherraembætti. Í ársbyrjun 2015 komst svo umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að Hanna Birna hefði brotið lög og misbeitt valdi sínu með framgöngunni gagnvart lögreglustjóranum. 

Í fyrra var útbúin eins konar uppgjörsskýrsla í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um atburðarás lekamálsins og misvísandi upplýsingagjöf ráðherra til Alþingis. Hanna Birna hafnaði beiðni formanns nefndarinnar um að koma og svara spurningum nefndarmanna og meirihluti nefndarinnar neitaði að leggja nafn sitt við skýrsluna.

Á meðan lekamálið stóð sem hæst tóku stjórnarliðar einarða afstöðu með Hönnu Birnu. Margir þeirra komu henni ítrekað til varnar, fóru rangt með staðreyndir, gerðu lítið úr alvarleika málsins og gagnrýndu umboðsmann Alþingis og fjölmiðla. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð gengu raunar svo langt að skipta upp ráðuneyti dóms- og innanríkismála að beiðni Hönnu Birnu.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Hönnu Birnu boðið heiðurssæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Hún hafnaði boðinu. 

Þrír ráðherrar í Panamaskjölunum

Uppljóstranir á grundvelli Panama-skjalanna um aflandsfélög ráðherra eru ástæða þess að gengið er til kosninga í haust en ekki næsta vor.

Uppi varð fótur og fit þegar greint var frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ætti aflandsfélag á Bresku Jómfrúaeyjunum að nafni Wintris sem lýst hafði um hálfs milljarðs króna kröfum í föllnu bankana. Kastljós og Reykjavik Media greindu svo frá því í lok apríl að Sigmundur Davíð hefði sjálfur átt fimmtíu prósenta hlut í félaginu og selt eignarhlut sinn til Önnu Sigurlaugar á 1 dollara. Sigmundur reyndi að ljúga sig út úr málinu í sjónvarpsviðtali sem varð heimsfrægt á örfáum klukkustundum. 

Síðar kom í ljós að nöfn tveggja annarra ráðherra í ríkisstjórn Íslands var að finna í Panama-skjölunum vegna tengsla við aflandsfélög. Slíkt félag, Dooley Securities, hafði verið stofnað fyrir Ólöfu Nordal, núverandi innanríkisráðherra, og eiginmann hennar árið 2006 og þeim fengin prókúra til að gera skuldbindandi samninga fyrir hönd þess. Hefur Ólöf greint frá því að þau hjónin hafi aldrei notfært sér félagið.

Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, átti hins vegar þriðjungshlut í aflandsfélaginu Falson & Co á Seychelles-eyjum fyrir hrun og geymdi þar 40 milljónir króna vegna íbúðafjárfestinga erlendis. Bjarni gaf skattayfirvöldum þær upplýsingar að félagið skráð í Lúxemborg og sagði síðar í viðtali að hann hefði ekki vitað betur. 

Falson & Co var aldrei skráð í hagsmunaskrá Alþingis og lá í þagnargildi á þeim tíma sem Bjarni átti aðkomu að máli er varðaði kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum um aflandsfélög Íslendinga. Í þessum gögnum var meðal annars að finna upplýsingar um Bjarna sjálfan, viðskiptafélaga hans og föður, Benedikt Sveinsson.

Eins og Stundin hefur fjallað ítarlega um setti ráðuneyti Bjarna kaupum á gögnunum skilyrði sem skattrannsóknarstjóra reyndist erfitt að uppfylla. Fyrir vikið var ekki hægt að hafa eins hraðar hendur og þingmenn og margir innan stjórnsýslunnar hefðu viljað. Bjarni gaf engu að síður ranglega í skyn í fjölmiðlum að það væri skattrannsóknarstjóri sem drægi lappirnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Fann frelsi og hamingju við að ganga á fjöll
ViðtalHamingjan

Fann frelsi og ham­ingju við að ganga á fjöll

Hanna Gréta Páls­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um stað­ið á kross­göt­um í líf­inu og ekki ver­ið á þeim stað sem hún hefði vilj­að vera á. Hún breytti um lífs­stíl fyr­ir um ára­tug og fór að ganga á fjöll. Þá fór hún að upp­lifa ham­ingj­una en það er jú sagt að göng­ur séu góð­ar fyr­ir lík­ama og sál. „Eft­ir 17 tíma göngu var ég ósigrandi, full af sjálfs­trausti og ham­ingju­söm,“ seg­ir hún um eina göng­una.
Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.