Staðir sem þú verður að sjá áður en þú deyrð

Ís­land er land fjöl­breyti­leika og feg­urð­ar. Stund­in leit­aði til þekktra ferða­langa og nátt­úru­unn­enda sem nefna staði sem eru þess fylli­lega virði að sjá og upp­lifa.

Ís­land er land fjöl­breyti­leika og feg­urð­ar. Stund­in leit­aði til þekktra ferða­langa og nátt­úru­unn­enda sem nefna staði sem eru þess fylli­lega virði að sjá og upp­lifa.

Lakagígar
Lakagígar „Lakagígar eru stórkostlegt náttúruundur. Sögusvið náttúruhamfara sem nærri þurrkuðu íslenska þjóð út og langvinn áhrif þeirra breyttu gangi sögunnar á heimsvísu. Holl áminning um kraft og eyðingarmátt náttúrunnar.“ - Páll Ásgeir Ásgeirsson

Hesteyri
Hesteyri „Hornstrandir og Jökulfirðir eru staðir sem færa mann aftur í tímann. Sumarið kemur á spretthlaupi eftir að snjóa leysir og blómin og gróðurinn sprettur upp jafnharðan og snjóskaflarnir hverfa. Sumarið er stutt en algerlega einstakt. Það er erfitt að benda á einn stað, en Hesteyri hefur eitthvað sem erfitt er að lýsa. Þetta er dásamlegur staður og nauðsynlegt að lesa um fólkið sem bjó þar og hvernig lífið var allt þar til búsetu var hætt til að skynja allar hliðar á staðnum.“- Einar Skúlason

Hrolleifsborg
Hrolleifsborg „Hrolleifsborg í Drangajökli er eitt af tignarlegustu bæjarfjöllum landsins. Í baksýn er Reykjarfjörður, bestur áfangastaða á Hornströndum. Þegar maður morrar þar í sjóðheitri laug og horfir til Hrolleifsborgar eftir að hafa staðið á toppi hennar upplifir maður djúpa vellíðan sem erfitt er að kalla fram með öðrum hætti.“ - Páll Ásgeir Ásgeirsson

Krossneslaugin
Krossneslaugin „Það er magnað að vera á Vestfjörðum og fara þar um og staðirnir eru í tugatali sem eru ógleymanlegir. Rauðisandur og Látrabjarg, Arnarfjörðurinn allur eða Ísafjarðardjúpið. Þetta er allt saman stórkostlegt. Svo má ekki gleyma Ströndunum og má til dæmis nefna tilfinninguna að liggja í Krossneslauginni í Árneshreppi á Ströndum og horfa út yfir hafflötinn. Það er eins og að maður renni saman við sjóinn og þetta verður hver maður að upplifa að minnsta kosti einu sinni.“ - Einar Skúlason

Látrabjarg
Látrabjarg „Það ættu allir að fara að Látrabjargi í það minnsta einu sinni á ævinni. Þetta er stærsta sjávarbjarg Íslands og Evrópu og það er hrikalegt að ganga með því, horfa yfir hafið og sjá fuglana í björgunum. Algerlega ógleymanleg upplifun. Svo er líka auðvelt að komast þangað með alla fjölskylduna og nýta tækifærið í leiðinni til að koma við á Rauðasandi, Hænuvík og fleiri fallegum stöðum á sunnanverðum Vestfjörðum.“ - Lára Ómarsdóttir

Herðubreið
Herðubreið „Í þrígang hef ég reynt við drottninguna. Og þrisvar hefur hún hafnað mér. Hið fyrsta sinni huldi hún sig slæðum þoku og hríms og gaf þar með engin færi á sér. Annað sinnið gerði slíkar rigningar um hana alla að tæpt var uppgöngu sakir leysinga. Þriðja skiptið var langsamlega líklegast og hvorki veður né vindar virtust getað hindrað þá helgu för ... nema náttúrlega eldgos og aflokun svæðis af sjálfum Almannavörnum ríkisins sem hlýða ber hiklaust.“ - Sigmundur Ernir Rúnarsson

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Aukin skjánotkun leiðir ekki til verri félagsfærni barna
Þekking

Auk­in skjánotk­un leið­ir ekki til verri fé­lags­færni barna

Lang­tím­a­rann­sókn sýndi að nem­end­ur sem hófu leik­skóla­göngu ár­ið 2010 reynd­ust með betri fé­lags­færni en þeir sem byrj­uðu á leik­skóla 1998.
39. spurningaþrautin: Forseti Kína og fjórar konur
Þrautir10 af öllu tagi

39. spurn­inga­þraut­in: For­seti Kína og fjór­ar kon­ur

Nú er allt eins og venju­lega. Tvær auka­spurn­ing­ar. Hvaða kall­ast sú katt­ar­teg­und sem er á efri mynd­inni? Og á hvaða hljóð­færi er karl­inn hér að neð­an að spila?  En hinar tíu að­al­spurn­ing­ar eru svona: 1.   Hvað heit­ir for­seti Kína? Eft­ir­nafn­ið - það er að segja fyrra nafn­ið í til­felli Kín­verja - dug­ar. 2.   Ár­ið 2010 var til­kynnt í Reykja­vík að...
Fjölmennt á samstöðufundi: „Hvert líf skiptir máli, hvernig á litinn sem það er“
Fréttir

Fjöl­mennt á sam­stöðufundi: „Hvert líf skipt­ir máli, hvernig á lit­inn sem það er“

Mik­ill fjöldi fólks var sam­an­kom­inn á Aust­ur­velli til þess að syrgja Geor­ge Floyd sem lét líf­ið af völd­um lög­reglu­of­beld­is.
Hvetur stjórnvöld til að gagnrýna Bandaríkin
Fréttir

Hvet­ur stjórn­völd til að gagn­rýna Banda­rík­in

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að stjórn­völd gagn­rýni kyn­þáttam­is­rétti í Banda­ríkj­un­um og að­gerð­ir Don­ald Trump for­seta. Mót­mæli hafa stað­ið yf­ir í land­inu und­an­farna daga og hef­ur lög­regl­an beitt mót­mæl­end­ur of­beldi.
Helgi Hrafn sagðist finna fyrir rasisma: „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Fréttir

Helgi Hrafn sagð­ist finna fyr­ir ras­isma: „Sumt fólk held­ur að ég sé múslimi“

Þing­mað­ur Pírata mætti miklu mót­læti á Twitter í um­ræð­um um kyn­þátta­for­dóma á Ís­landi. Hann baðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um um upp­lif­un svartr­ar ís­lenskr­ar konu, sem lýsti of­beldi og for­dóm­um sem hún hef­ur orð­ið fyr­ir vegna húðlitar síns.
Skordýr sem rækta sér mat
Fréttir

Skor­dýr sem rækta sér mat

Mað­ur­inn er ekki eina dýra­teg­und­in sem hef­ur tek­ið upp á land­bún­aði.
38. spurningaþrautin: Tennisleikarinn Federer, og hver er Dick Grayson?
Þrautir10 af öllu tagi

38. spurn­inga­þraut­in: Tenn­is­leik­ar­inn Fed­erer, og hver er Dick Gray­son?

Byrj­um á vís­bend­inga­spurn­ing­un­um. Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? En hvað nefn­ist unga kon­an hér að neð­an? At­hug­ið að ég er bú­inn að skipta út einni af spurn­ing­un­um 10 hér að neð­an, hún var óþarf­lega flók­in. 1.   Tenn­is­leik­ari einn heit­ir Roger Fed­erer og ein­hver sá allra sig­ur­sæl­asti í heimi. Frá hvaða landi kem­ur pilt­ur­inn? 2.  Dick nokk­ur Gray­son er eða...
Gagnrýnir frumvarp Katrínar: „Ekkert eftirlit með ráðherrum“
Fréttir

Gagn­rýn­ir frum­varp Katrín­ar: „Ekk­ert eft­ir­lit með ráð­herr­um“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, seg­ir að ekk­ert eft­ir­lit verði með hags­muna­skrán­ingu ráð­herra. „Við vit­um öll að sum­ir for­sæt­is­ráð­herr­ar eru lík­legri til þess að leyna hags­mun­um sín­um en aðr­ir,“ seg­ir hún.
Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn
Fréttir

Berg­þór spyr hvort segja eigi börn­um að þau séu lík­leg­ir kyn­ferð­is­brota­menn

Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, var­ar við fræðslu um kyn­ferð­is­legt of­beldi á lægri skóla­stig­um. Börn eigi að fá að vera börn. „Þarf að gefa í skyn við leik­skóla­börn að þau séu lík­leg til að verða fyr­ir of­beldi og beita aðra of­beldi?“ spyr hann.
Lilja braut jafnréttislög
Fréttir

Lilja braut jafn­rétt­is­lög

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, réð flokks­bróð­ur sinn Pál Magnús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra um­fram konu. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála seg­ir „ým­issa ann­marka hafa gætt við mat“ á hæfni kon­unn­ar. Lög­mað­ur henn­ar seg­ir eng­ar aðr­ar ástæð­ur en kyn­ferði hafi leg­ið til grund­vall­ar ráðn­ing­unni.
Andlát við Laxá: „Hann lést við uppáhaldsiðju sína“
Fréttir

And­lát við Laxá: „Hann lést við upp­á­halds­iðju sína“

Mað­ur­inn hét Árni Björn Jónas­son. Eft­ir­lif­andi kona hans seg­ir hann hafa lát­ist við eft­ir­læt­is­iðju sína, urriða­veiði í Laxá í Að­al­dal.
Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“
Fréttir

Bæj­ar­stjóri Ölfuss: „Hér á Ís­landi glím­um við við of­beldi al­menn­ings gagn­vart lög­reglu“

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfus seg­ir al­menn­ing á Ís­landi beita lög­reglu of­beldi á með­an of­beldi lög­reglu er mót­mælt í Banda­ríkj­un­um. „Gjör­sam­lega ósam­bæri­legt,“ seg­ir Ill­ugi Jök­uls­son rit­höf­und­ur.