Fréttir

Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af „eftirlitsiðnaðinum“ og spyr hvort ráðherra hafi látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurnir til fimm ráðuneyta þar sem því er meðal annars velt upp hvort komið hafi til álita að útvista starfsemi eftirlitsstofnana hins opinbera.

„Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg?“ spyr Óli. 

Þingmaðurinn er einn þeirra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum sem talað hefur hvað harðast fyrir einkavæðingu, meðal annars í heilbrigðiskerfinu. Þá hefur hann beitt sér gegn því að hið opinbera verji miklum fjármunum til eftirlitsstofnana. Í umræðum um neytendamál á Alþingi þann 16. október 2013 sagðist Óli Björn hafa miklar áhyggjur af „eftirlitsiðnaðinum sem er orðinn alveg gríðarlega stór iðnaður“. Hann sagði brýnt að ná fram auknu hagræði og sveigjanleika í eftirlitskerfinu og hvatti Össur Skarphéðinsson, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar, til að ræða við „forráðamenn fyrirtækja um þann kostnað sem þau verða fyrir við að sinna opinberu eftirliti sem verður stöðugt meira og meira og dýrara og dýrara“.

„Ég hef nefnilega áhyggjur af því sem gerst
hefur hér á síðustu árum þegar kemur að eftirlitsiðnaðinum sem er orðinn alveg
gríðarlega stór iðnaður.“

„Við eigum að gera okkur grein fyrir því að fjöldi eftirlitsstofnana hefur ekkert með það að gera hvort hagsmunir neytenda séu tryggðir. Fjöldi eftirlitsstofnana hefur ekkert með það að gera að tryggja hér eðlilega og sanngjarna samkeppni,“ sagði Óli Björn. 

Í fyrirspurnum sínum til ráðuneyta í dag spyr Óli Björn hvaða stofnanir sinna eftirliti á þeirra vegum. Þá er spurt um kostnað og möguleikann á útvistun:

Hver hafa verið árleg framlög ríkissjóðs til hverrar stofnunar árin 2010–2016? 

Hverjar hafa verið árlegar sértekjur hverrar stofnunar árin 2010–2016? 

Hver var heildarfjöldi starfsmanna hverrar stofnunar í lok árs 2010 og árslok 2016? 

Hefur eftirliti eða einstökum verkefnum eftirlitsstofnana verið útvistað? Ef svo er, hverju hefur verið útvistað? 

Hefur ráðherra látið kanna kosti þess og galla að útvista starfsemi einstakra eftirlits­stofnana að hluta eða öllu leyti? Telur ráðherra að slík útvistun geti verið skynsamleg? 

Hugtakið útvistun er þýðing á enska orðinu „outsourcing“ og lýsir því þegar stofnun felur utanaðkomandi aðilum, svo sem einkafyrirtækjum, að sinna tiltekinni þjónustu fyrir sig eða verkefnum gegn greiðslu. Í útvistunarstefnu ríkisins, sem samþykkt var í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2006, er útvistun lýst sem þjónustu „sem ríkið kaupir af utanaðkomandi aðilum, þ.e. einstaklingum, fyrirtækjum, sjálfseignarstofnunum, félagasamtökum eða sveitarfélögum, hvort sem um er að ræða þjónustu sem keypt er vegna verkefna sem ríkið sinnir sjálft eða þjónustu sem verktaka er falið að veita almenningi og fyrirtækjum“. Markmið stefnunnar var „gott samstarf við einkaaðila um úrlausn opinberra verkefna þar sem ríkið er ávallt upplýstur kaupandi“. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Aðsent

Góðærið gengur aftur

Pistill

Hversu sannreynd eru meðferðarúrræði hefðbundinna lækninga?

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Pistill

Túristi í eigin landi

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Flækjusagan

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar