Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Einkarekinn spítali með óljóst eignarhald nálgist hundruð milljarða sem renna í heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Rík­is­stjórn­in inn­leið­ir auk­inn einka­rekst­ur í heilsu­gæslu og er­lend­ir að­il­ar hafa feng­ið lóð fyr­ir risa­sjúkra­hús í Mos­fells­bæ. Kári Stef­áns­son var­ar við hætt­unni af fyr­ir­hug­uð­um einka­rekn­um spít­ala og tel­ur að­stand­end­ur hans vilja hagn­ast á út­gjöld­um Ís­lend­inga til heil­brigð­is­mála.

Einkarekinn spítali með óljóst eignarhald nálgist hundruð milljarða sem renna í heilbrigðisþjónustu á Íslandi
Dr. Pedro Brugada Heimsfrægur hjartalæknir kom til landsins í vor til að starfa að einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Mynd: Cardiostars TV

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, varar við áformum um rekstur 30 þúsund fermetra einkasjúkrahúss í eigu erlendra aðila, sem bæjarráð Mosfellsbæjar hefur veitt lóð. Hann segir það vera ásetning aðstandenda fyrirhugaðs „útlendingaspítala“ að ná hagnaði úr þeim 150 til 200 milljörðum króna sem renna til heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ári hverju.

Kári StefánssonForstjóri Íslenskrar erfðagreiningar varar við „útlendingaspítala“.

„Svona spítali er eingöngu hugsaður til þess að taka bita úr því fé sem innfæddir ætla sér að setja í læknisfræði. Þetta er í sjálfu sér ekkert vitlaus hugmynd fyrir þá, ef þeir komast upp með þetta, en hræðilegt fyrir fólkið í landinu. Því þó svo að það kosti 40 milljarða að reisa svona hús, þá er budgetið í heilbrigðisþjónustu hjá okkur slíkt að ef þeir komast upp með þetta þá er þetta gróðavænlegt. Þeir ætla að vera á undan ríkinu að reisa spítalann. Þeir eru að flýta sér.“

Torgreinanlegt eignarhald

Lára Hanna Einarsdóttir bendir á að eignarhald móðurfélags hins væntanlega sjúkrahúss sé torséð í pistli sínum á Stundinni undir fyrirsögninni Er einkasjúkrahúsið blekking? Ljóst er þó að annar helsti aðstandandi fyrirhugaðs sjúkrahúss hefur boðað samstarf sitt við Klíníkina í Ármúla, einkarekna heilbrigðisþjónustu sem er meðal annars leidd af Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ og áhrifakonu í Sjálfstæðisflokknum. 

Greint var frá því í Morgunblaðinu í maí að dr. Pedro Brugada, einn aðstandenda risasjúkrahússins, hefði átt fund með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og átt við hann „gagnlegt“ samtal

Ásdís Halla sagði í samtali við Morgunblaðið í umfjöllun um komu dr. Brugada til Íslands að eftir opnun Klíníkurinnar hafi „íslenskir sérfræðingar, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar sem nú starfa erlendis, haft samband og lýst yfir áhuga á að starfa hér á landi“. „Þannig að þetta getur haft margvísleg áhrif íslensku samfélagi til góðs,“ sagði hún. 

Samkvæmt henni beindust störf Brugada fyrir Klíníkina að heilbrigðisþjónustu við útlendinga. Þó kom fram, að ef íslensk heilbrigðisyfirvöld meti það sem svo að þau vilji að íslenskir sjúklingar fái aðgang að þjónustunni eða einhverjum þáttum hennar, „yrði án efa orðið við því“. Hins vegar hafi engar viðræður átt sér stað við yfirvöld. 

Hugmynd dr. Brugada er að erlendir sjúklingar fái meðhöndlun. „Í flestum tilfellum greiða sjúkratryggingar eða aðrar tryggingar fyrir meðferðina,“ sagði hann við Morgunblaðið. Hann sagðist upphaflega hafa ætlað að starfrækja eigin læknastöð hér á landi, en síðan hugsað til samstarfs við Klíníkina. „Eftir að við fréttum af Klíníkinni og skoðuðum þá aðstöðu sem þar er fannst okkur áhugavert að kanna samstarfsgrundvöll.“

Varðandi hvers vegna hann valdi Ísland sagði Brugada að loftið væri gott og nálægðin við Evrópu og Bandaríkin gerði auðvelt að komast hingað til lands, en hann vísaði ekki til rekstrarskilyrða einkarekinnar heilbrigðisþjónustu: „Það er auðvelt að komast hingað - Ísland er viðkomustaður á leiðinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Svo er það loftið, kyrrðin, vatnið, rólegheitin og einstök náttúrufegurð. Ég efast um að það sé hægt að finna heilsusamlegra umhverfi en hér.“

Læknisfræðitúrismi gengur ekki

„Læknisfræðitúrismi hefur aldrei gengið,“ segir Kári Stefánsson. „Eina stofnunin í heiminum sem hefur grætt á læknisfræðitúrisma er Mayo Clinic í Bandaríkjunum og það byggir á ótrúlegum competence í læknisfræði. En þar sem menn hafa reynt þetta annars staðar hefur það aldrei gengið.“

„Þar sem menn hafa reynt þetta annars staðar hefur það aldrei gengið“

Á sama tíma hefur Landspítalinn varað við flótta heilbrigðisstarfsfólks úr landi. 

Kári Stefánsson stofnaði til undirskriftarsöfnunar til að auka heilbrigðisútgjöld á Íslandi, en þau hafa minnkað að raungildi undanfarin ár. Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru tæplega 9% hér á landi, en eru 11% í Svíþjóð og 10,4% í Danmörku. Tæplega 87 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að leggja 11% þjóðarframleiðslu Íslands í heilbrigðismál.

HeilbrigðisráðherraKristsján Þór Júlíusson hefur boðið út rekstur á þremur heilsugæslustöðvum sem verða einkareknar en ekki ríkisreknar, eins og aðrar heilsugæslustöðvar.

Aukinn einkarekstur innleiddur

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur undanfarið innleitt aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Þannig var rekstur þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva nýlega boðinn út. Einkarekna alhliða heilsugæslan verður starfrækt í Álfheimum, Bíldshöfða og á Urriðahvarfi. Læknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson varaði við því í samtali við Stundina að öryggi sjúklinga væri stefnt í hættu með fyrirkomulaginu, þar sem fjárframlög ríkisins á hvern sjúkling séu of lág samkvæmt tillögunum. „Sparnarkröfurnar frá ráðuneytinu eru það miklar að það má eiginlega ekki við því að sjúklingar verði veikir. Þetta gengur í heimi þar sem enginn er veikur en þetta gengur ekki þegar fólk er veikt. Ein blóðrannsókn hjá barni sem kemur í rannsókn vegna ofnæmisvandamáls getur kostað 30 þúsund. Þá er allt fjármagn uppétið fyrir þetta barn,“ sagði hann.

Þrjú einkarekin heilbrigðisfyrirtæki eru á lista yfir arðbærustu fyrirtæki landsins og hafa félög fjármögnuð af Sjúkratryggingum Íslands greitt hundruð milljóna í arð.

Eigandi KlíníkurinnarÁsdís Halla Bragadóttir.

 Tengsl við Klíníkina

Ásdís Halla hefur sagt að Albanía, eitt fátækasta ríki Evrópu, standi Íslandi mun framar í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri,“ sagði hún á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl 2014. 

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýninn á gagnrýnina á fyrirhugað sjúkrahús í pistli á heimasíðu sinni. Ásdís Halla, einn eigenda Klíníkurinnar, er fyrrverandi aðstoðarmaður Björns.

„Það er gleðiefni að ekkert hefur verið rætt um málið við stjórnmálamenn“

Björn Bjarnason, sem er kjarnameðlimur í Sjálfstæðisflokknum, styður framtakið í Mosfellsbæ. „Fullnægi þeir sem að sjúkrahúsinu standa lögbundnum skilyrðum ber viðkomandi yfirvöldum að veita þeim starfsleyfi hvað sem einstökum þingmönnum finnst. Fyrsta skrefið var að tryggja land undir nauðsynleg mannvirki. Næsta skref er að skapa starfsumgjörðina að öðru leyti. Það er gleðiefni að ekkert hefur verið rætt um málið við stjórnmálamenn eða embættismenn. Þeir hafa þá ekki gert sig vanhæfa við formlega afgreiðslu málsins. Þar ber þeim að fara að lögum og reglum hvað sem skoðunum þeirra líður.“

Kári Stefánsson leggur hins vegar til í grein sinni í Fréttablaðinu að dr. Brugada fái mannúðlega meðhöndlun eins og ísbjörn sem ógnar mönnum - verði fluttur á Grænlandsjökul. „Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul.“

Umfjöllun um Dr. BrugadaKoma Dr. Pedros Brugada til landsins var kynnt í Morgunblaðinu 7. maí síðastliðinn. Þar kom fram að hann væri í samstarfi við Klíníkina, í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, og opið væri fyrir því að taka íslenska sjúklinga til viðbótar við erlenda, ef yfirvöld vildu það.

 Ráðherra kvaðst ekki hafa vitað

Með heilbrigðisráðherra
Með heilbrigðisráðherra Dr. Pedro Brugada hitti Kristján Þór Júlíusson, sem kannaðist þó ekki við að hafa heyrt hugmyndir um risastórt einkarekið sjúkrahús sem Brugada og félagar hafa fengið lóð fyrir í Mosfellsbæ.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við RÚV ekki hafa heyrt af áformunum fyrr en daginn sem þau voru kynnt, en engu að síður hafði Pedro Brugada birt mynd af sér með Kristjáni í maí síðastliðnum. „Stjórnmálamennirnir eru svo opnir. Þetta er eins og að fara í heimsókn til fjölskyldumeðlims,“ skrifaði Brugada um reynslu sína af Kristjáni Þór og Eygló Harðardóttur velferðarráðherra.

„Þetta er eins og að fara í heimsókn til fjölskyldumeðlims“

Annar aðstandenda spítalans, Henri Middeldorp, segir þá ætla að koma með verðmæti inn í landið. Hann segir, eins og Brugada, að gert sé ráð fyrir því að sjúkratryggingar borgi fyrir aðgerðir sjúklinganna, en þeir verði hins vegar ekki íslenskir. Þá vísar hann til samkomulags við heilbrigðisyfirvöld, sem hefur, miðað við orð Kristjáns Þórs, verið gert án vitundar ráðherra, í öðru samhengi en við spítalann í Mosfellsbæ eða er hreinlega ekki fótur fyrir. „Við höfum gert samkomulag við íslensk heilbrigðisyfirvöld um að við sækjumst ekki eftir íslenskum sjúklingum nema þeir borgi sjálfir fyrir sínar aðgerðir í stað þess að íslenska heilbrigðiskerfið greiði fyrir þá.“

Middeldorp, sem á íslenska eiginkonu, segist sjálfur eiga helmingshlut í hollenska félaginu Burbanks Holding B.V. sem á 98% í félaginu MCPB ehf. sem heldur utan um nýja sjúkrahúsið. Hinn helmingur eignarhaldsins er á huldu en er skráður á Burbanks Trust and Investments, sem hefur tengsl við Burbanks Capital, sem einbeitir sér að fjárfestingu í heilsugæslu, vatni og sjálfbærri orku. Nánar er fjallað um tengsl nýja sjúkrahússins hér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
1
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Þakklát fyrir tækifæri til að búa á Íslandi
2
Fólkið í borginni

Þakk­lát fyr­ir tæki­færi til að búa á Ís­landi

Noemi Ehrat flutti frá Zürich í Sviss til Reykja­vík­ur til að stunda ís­lensku­nám við Há­skóla Ís­lands. Hún seg­ir líf­ið hér vera ró­legra en í heima­land­inu, en borg­in iði af menn­ing­ar­lífi og bjóði upp á ým­iss tæki­færi til að vera skap­andi.
Öskrað gegn óréttlæti
3
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Stórveldaátök í stað hryðjuverkastríðs
4
Úttekt

Stór­velda­átök í stað hryðju­verka­stríðs

Hvort sín­um meg­in við víg­lín­una standa her­ir grá­ir fyr­ir járn­um. Rúss­ar öðr­um meg­in, Úkraínu­menn studd­ir af Vest­ur­veld­un­um hinum meg­in. Hvernig mun þetta enda?
Þegar Freud fékk bréf um Lísu prinsessu
5
Flækjusagan

Þeg­ar Fr­eud fékk bréf um Lísu prins­essu

Laust fyr­ir 1930 fékk sál­grein­and­inn frægi Sig­mund Fr­eud bréf þar sem hann var beð­inn að gefa ráð til að með­höndla Lísu prins­essu af Batten­berg eða Mount­batten því hún liti svo á að hún væri orð­in skila­boða­skjóða fyr­ir Guð al­mátt­ug­an. Hvað hafði gerst?!
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
6
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...
384. spurningaþraut: Hér reynir verulega á þekkingu fólks á utanríkisráðherrum!
7
Þrautir10 af öllu tagi

384. spurn­inga­þraut: Hér reyn­ir veru­lega á þekk­ingu fólks á ut­an­rík­is­ráð­herr­um!

Gær frá þraut­in í. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni að of­an má sjá eina fræga film­stjörnu fyrri tíma. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Fjár­hættu­spil­ið póker hef­ur stund­um ver­ið rak­ið langt aft­ur í tím­ann, en raun­in mun þó vera sú að það hafi í raun­inni þró­ast í nú­tíma­mynd sinni í einu til­teknu ríki á 19. öld. Hvaða ríki er það?...

Mest deilt

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
1
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Öskrað gegn óréttlæti
2
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Símon Vestarr
3
Blogg

Símon Vestarr

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...
„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
4
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Auk­in um­svif einka­geir­ans er eina leið­in út úr krepp­unni“

Hall­dór Benjam­in Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að eina leið­in út úr efna­hags­lægð­inni sem fylg­ir heims­far­aldr­in­um sé einkafram­tak­ið. Nú þurfi að sporna gegn auknu at­vinnu­leysi.
382. spurningaþraut: „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar“
5
Þrautir10 af öllu tagi

382. spurn­inga­þraut: „Jaffa app­el­sín­ur eru sæt­ar og safa­rík­ar“

Hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing. Hver mál­aði mál­verk­ið sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét mað­ur­inn sem varð for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands 10. maí 1940? 2.  Wil­helm Steinitz hét Aust­ur­rík­is­mað­ur einn sem varð ár­ið 1886 fyrsti op­in­beri heims­meist­ar­inn á til­teknu sviði og hélt titl­in­um þar til 1894 þeg­ar hann glat­aði hon­um til Þjóð­verj­ans Em­anu­els Laskers....
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
6
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...
„Okkur vantar atvinnustefnu“
7
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Okk­ur vant­ar at­vinnu­stefnu“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hend­urn­ar á okk­ur, hvort sem það sé síld­in, loðn­an eða túrist­inn. Nú þurfi að ein­blína á fjöl­breytt­ari tæki­færi, bæði í ný­sköp­un, land­bún­aði, græn­um störf­um og fleira.

Mest lesið í vikunni

Hættur að borða í mótmælaskyni við grímuskyldu
1
Fréttir

Hætt­ur að borða í mót­mæla­skyni við grímu­skyldu

Þrátt fyr­ir að Zor­an Kokatovic hafi lækn­is­vott­orð um að hann geti ekki bor­ið and­lits­grímu var hon­um mein­að að sinna vinnu sinni grímu­laus. Þá fær hann ekki af­greiðslu í mat­vöru­versl­un­um án þess að bera grímu. Hef­ur hann því hætt að borða í mót­mæla­skyni.
Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
2
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn
3
Fréttir

Lög­mað­ur Sölva biðst „ein­læg­lega“ af­sök­un­ar á við­tali og seg­ir sig frá vörn

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lög­mað­ur hef­ur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggva­son­ar. „Orð mín hafa sært ein­stak­linga,“ seg­ir hún.
Þingmaður Vinstri grænna játar að hafa „komið illa fram við konur“ og dregur framboð til baka
4
Fréttir

Þing­mað­ur Vinstri grænna ját­ar að hafa „kom­ið illa fram við kon­ur“ og dreg­ur fram­boð til baka

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, dreg­ur fram­boð sitt til baka eft­ir að leit­að var til fagráðs flokks­ins með kvart­an­ir und­an hegð­un hans. Hann við­ur­kenn­ir að kom­ið illa fram við kon­ur.
Skýrslu Kristjáns Þórs var ekki lekið úr forsætisráðuneytinu
5
Fréttir

Skýrslu Kristjáns Þórs var ekki lek­ið úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu

Fjall­að er um skýrslu um ís­lenska kvóta­kerf­ið sem Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lét vinna í Morg­un­blað­inu í dag. Í henni er ís­lenska kvóta­kerf­ið sagt betra en önn­ur. Rit­stjóri Kjarn­ans furð­ar sig á því af hverju Morg­un­blað­ið fékk skýrsl­una en ekki aðr­ir fjöl­miðl­ar.
Forsætisráðherra sammála utanríkisráðherra Noregs: „Orðspor  Samherja er laskað“
6
FréttirSamherjaskjölin

For­sæt­is­ráð­herra sam­mála ut­an­rík­is­ráð­herra Nor­egs: „Orð­spor Sam­herja er lask­að“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að það sé sann­ar­lega rétt að orð­spor Sam­herja sé lask­að út af Namib­íu­mál­inu. Hún seg­ir að rann­sókn máls­ins sé í form­leg­um far­vegi og að bíða þurfi nið­ur­stöðu.
Sýnin breyttist eftir slysið
7
ViðtalHamingjan

Sýn­in breytt­ist eft­ir slys­ið

Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir mik­il­vægt að líða vel í eig­in skinni, líða vel inni í sér og vera sátt við það hver hún og hvernig hún er.

Mest lesið í mánuðinum

Tilkynnt til barnaverndar eftir að hún byrjaði á OnlyFans
1
ViðtalKynlífsvinna á Íslandi

Til­kynnt til barna­vernd­ar eft­ir að hún byrj­aði á On­lyF­ans

Birta Blanco, tveggja barna móð­ir, seg­ist ekki mæla með vændi eft­ir að hafa stund­að það sjálf, en seg­ir að sér líði vel á On­lyF­ans. Hún seg­ir sig og fleiri mæð­ur á síð­unni hafa ver­ið til­kynnt­ar til barn­an­vernd­ar­nefnd­ar.
Lýsir reynslu sinni af vændi: „Þegar búið er að borga kemur þessi sadisti upp í þeim“
2
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Lýs­ir reynslu sinni af vændi: „Þeg­ar bú­ið er að borga kem­ur þessi sa­disti upp í þeim“

Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir tel­ur að síð­ur eins og On­lyF­ans þrýsti á mörk kvenna um hvað þær eru til­bún­ar að gera í kyn­lífi. Hún starf­aði sjálf við vændi í Dan­mörku, en veit­ir nú kon­um sem stunda vændi á Ís­landi ráð­gjöf.
„Ég á kærasta, en ég vinn samt með öðrum“
3
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

„Ég á kær­asta, en ég vinn samt með öðr­um“

„Þau hafa sýnt mér mik­inn stuðn­ing og mamma og pabbi eru bæði mikl­ir femín­ist­ar og finnst þetta flott sem ég er að gera,“ seg­ir Edda Lovísa Björg­vins­dótt­ir sem fram­leið­ir efni á On­lyF­ans. Marg­ir nálg­ist klám án end­ur­gjalds á öðr­um síð­um á net­inu og á þeim verstu sé mynd­um af ís­lensk­um stúlk­um á barns­aldri dreift.
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
4
Pistill

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Með fullri virð­ingu fyr­ir Freyju Har­alds­dótt­ur

Það eru ekki skerð­ing­arn­ar sem slík­ar sem hamla þátt­töku fólks með slík­ar held­ur um­hverf­ið.
Strandveiðipar kærir barnaverndartilkynningu
5
Fréttir

Strand­veiðip­ar kær­ir barna­vernd­ar­til­kynn­ingu

Par sem var til­kynnt fyr­ir brot á barna­vernd­ar­lög­um, án þess að mál­ið næði lengra, hef­ur kært kenn­ara og sál­fræð­ing fyr­ir að til­kynna þau til barna­vernd­ar án þess að hafa at­hug­að mál­ið.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
6
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“
7
Fréttir

Formað­ur Efl­ing­ar seg­ir for­seta­hjón­in þátt­tak­end­ur í „tryll­ings­legu gróða­braski“

Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­seta­hjón leigja út nýkeypta íbúð sína á 265 þús­und krón­ur á mán­uði. Með­al­leigu­verð sam­bæri­legra íbúða er 217 þús­und krón­ur. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, spyr hvort for­seta­hjón­in séu föst inni í for­rétt­inda­búbblu. For­seta­hjón­in fengu ut­an­að­kom­andi ráð­gjöf um mark­aðs­verð.

Nýtt á Stundinni

385. spurningaþraut: Hverjir voru eiginmaður og elskhugi Guinevere drottningar?
Þrautir10 af öllu tagi

385. spurn­inga­þraut: Hverj­ir voru eig­in­mað­ur og elsk­hugi Guinev­ere drottn­ing­ar?

Þraut­in frá í gær. Var­stú bú­in/n að prófa hana? * Fyrri auka­spurn­ing: Hverj­ir prýða mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Reg­in­ald Kenn­eth Dwig­ht, hvað kall­ar hann sig aft­ur? 2.  Ár hvaða dýrs er nú í gangi sam­kvæmt kín­verskri stjörnu­speki? 3.  Hvað hét grín­flokk­ur­inn sem bauð fram í al­þing­is­kosn­ing­un­um 1971? 4.  Jor­d­an Peter­son heit­ir um­deild­ur sál­fræð­ing­ur sem hef­ur, að söfn, lagt...
„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Auk­in um­svif einka­geir­ans er eina leið­in út úr krepp­unni“

Hall­dór Benjam­in Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að eina leið­in út úr efna­hags­lægð­inni sem fylg­ir heims­far­aldr­in­um sé einkafram­tak­ið. Nú þurfi að sporna gegn auknu at­vinnu­leysi.
„Stærra bótakerfi tekur ekki á vandanum“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Stærra bóta­kerfi tek­ur ekki á vand­an­um“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, seg­ir stærra bóta­kerfi ekki leysa neinn vanda held­ur þurfi að fjölga störf­um til að stoppa í fjár­lagagat­ið.
Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
„Okkur vantar atvinnustefnu“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Okk­ur vant­ar at­vinnu­stefnu“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hend­urn­ar á okk­ur, hvort sem það sé síld­in, loðn­an eða túrist­inn. Nú þurfi að ein­blína á fjöl­breytt­ari tæki­færi, bæði í ný­sköp­un, land­bún­aði, græn­um störf­um og fleira.
384. spurningaþraut: Hér reynir verulega á þekkingu fólks á utanríkisráðherrum!
Þrautir10 af öllu tagi

384. spurn­inga­þraut: Hér reyn­ir veru­lega á þekk­ingu fólks á ut­an­rík­is­ráð­herr­um!

Gær frá þraut­in í. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni að of­an má sjá eina fræga film­stjörnu fyrri tíma. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Fjár­hættu­spil­ið póker hef­ur stund­um ver­ið rak­ið langt aft­ur í tím­ann, en raun­in mun þó vera sú að það hafi í raun­inni þró­ast í nú­tíma­mynd sinni í einu til­teknu ríki á 19. öld. Hvaða ríki er það?...
Ölli Krókur, Skvetta og einn á hjóli
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ölli Krók­ur, Skvetta og einn á hjóli

Öskrað gegn óréttlæti
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Siðprúðasti her í heimi slátrar börnum
Símon Vestarr
Blogg

Símon Vestarr

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...
Þegar Freud fékk bréf um Lísu prinsessu
Flækjusagan

Þeg­ar Fr­eud fékk bréf um Lísu prins­essu

Laust fyr­ir 1930 fékk sál­grein­and­inn frægi Sig­mund Fr­eud bréf þar sem hann var beð­inn að gefa ráð til að með­höndla Lísu prins­essu af Batten­berg eða Mount­batten því hún liti svo á að hún væri orð­in skila­boða­skjóða fyr­ir Guð al­mátt­ug­an. Hvað hafði gerst?!
Þakklát fyrir tækifæri til að búa á Íslandi
Fólkið í borginni

Þakk­lát fyr­ir tæki­færi til að búa á Ís­landi

Noemi Ehrat flutti frá Zürich í Sviss til Reykja­vík­ur til að stunda ís­lensku­nám við Há­skóla Ís­lands. Hún seg­ir líf­ið hér vera ró­legra en í heima­land­inu, en borg­in iði af menn­ing­ar­lífi og bjóði upp á ým­iss tæki­færi til að vera skap­andi.