Mest lesið

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi

Skipstjóri Polar Nanoq, Julian Nolsø, segist stefna til Íslands. Talið er að um 22 séu í áhöfn togarans sem hefur oft komið til Íslands. Grímur Grímsson rannsóknarlögreglumaður segir lögreglu vilja ná tali af fólki sem sést á myndbandi. Síðasta ljósmyndin sem sýnir Birnu fyrir hvarfið sýnir hana kaupa mat á veitingastað við Ingólfstorg um klukkan fimm um nóttina.

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi
Birna Brjánsdóttir Sést hér á síðustu ljósmyndinni fyrir hvarfið.  
ritstjorn@stundin.is

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er á leið til Íslands. Þetta staðfesti skipstjóri togarans í samtali við Stundina nú fyrir skömmu. Skipstjórinn heitir Julian Nolsø og kemur frá Færeyjum. Lögreglan vill ræða við þá sem sjást á myndbandi. Ljósmynd sem Stundin kom á framfæri við lögregluna fyrr í dag sýnir að Birna var stödd á veitingastaðnum Ali Baba við Ingólfstorg áður en hún hvarf.

Danska varðskipið HDMS Triton siglir nú til móts við Julian Nolsø og áhöfn hans en samkvæmt þeim upplýsingum sem Stundin hefur undir höndum kemur það til með að taka Polar Nanoq um það bil einn og hálfan sólarhring að sigla aftur til Íslands miðað við síðustu upplýsingar um staðsetningu þeirra í gegnum gervihnetti.

Julian Nolsø skipstjóri staðfesti í samtali við Stundina að skipið væri á leið hingað til lands, en hann gat ekki tilgreint hvenær það kæmi. „Ég veit ekki hvenær við komum aftur til Íslands,“ segir hann.

Skipstjóri Polar NanoqAð sögn skipstjórans er skipinu nú siglt í átt til Íslands.

Vilja ræða við fólk á myndbandi

Grímur Grímsson rannsóknarlögreglumaður segir að enginn hafi réttarstöðu grunaðs manns og enginn hafi verið handtekinn. Jafnframt segir hann engan hafa verið yfirheyrðan. Hann vill ekki að svo stöddu gefa upplýsingar um aðgerðir sem tengjast togaranum Polar Nanoq. 

„Þetta er mál sem fær mikið á fólk,“ segir Grímur. „Við höfum ákveðið að svara með þeim hætti að við getum ekki tjáð okkur um hvað við erum að gera núna og við höfum sagt að rannsóknin sé á viðkvæmu stigi. En það er hægt að lesa í það að það er eitthvað að gerast og við erum að reyna að afla einhverra upplýsinga og gagna. Ég verð þó að segja það að það hefur enginn verið handtekinn og enginn verið yfirheyrður og enginn hefur réttarstöðu grunaðs manns.“ 

Lögreglan vill ræða við þá sem sjást á myndbandinu sem gefið var út af síðustu mínútunum áður en Birna hvarf í miðborg Reykjavíkur. Enginn hefur hins vegar gefið sig fram sem sást á myndbandinu.

Færeyingar og Grænlendingar í áhöfn

Rauða Kia Rio-bifreiðin sem lögreglan hefur leitað að og sú staðreynd að skór Birnu fundust við Hafnarfjarðarhöfn er ástæða þess að íslensk lögregluyfirvöld vilja ná tali af meðlimum úr áhöfn togarans. Bifreiðin var leigð hjá Bílaleigu Akureyrar af nokkrum úr áhöfninni. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir það voru sem leigðu bifreiðina en talið er að tuttugu og þrír skipverjar séu í áhöfn togarans sem nú siglir til Íslands. Þar af eru átta til níu Færeyingar og um það bil fimmtán Grænlendingar.

„Honum líður ekki vel yfir þessu og segist hafa átt hræðilegan dag“

Flestir þeirra Færeyinga sem eru um borð hafa komið hingað til lands margoft. Samkvæmt aðstandanda færeyska skipstjórans Julian Nolsø hefur málið komið honum algjörlega í opna skjöldu.

Hafa áður tekið bílaleigubíl í Reykjavík

„Honum líður ekki vel yfir þessu og segist hafa átt hræðilegan dag. Þetta er allt svo ótrúlegt. Strákarnir um borð vita um hvað málið snýst og hin áhöfnin sem er í landi er líka að fylgjast náið með málinu,“ sagði aðstandandi sem Stundin ræddi við í dag.

Togarinn Polar Nanoq á heimahöfn í Uummannaq á Norðvestur-Grænlandi, 1.300 manna bæ sem liggur 590 kílómetrum norður af norður-heimskautsbaug. Nafn skipsins merkir Ísbjörninn á íslensku.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta ekki í fyrsta skiptið sem grænlenskir skipverjar í áhöfn Polar Nanoq taka bílaleigubíl í Reykjavík en togarinn hefur komið reglulega til Íslands í tvo áratugi. Togarinn landar alltaf í Hafnarfjarðarhöfn. Áhöfnin var þó ekki að landa um helgina.

Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar var skipið nýkomið frá Danmörku þar sem það kláraði kvótann sinn. Lagt var af stað til Íslands til þess að kaupa pakkningar fyrir aflann og til þess að taka um borð grænlenska áhöfn sem kom með flugi frá Grænlandi.

Vegna slæms veðurs í Grænlandi seinkaði hluta áhafnarinnar, þar sem ekki var flogið á tilsettum tíma og því varð togarinn að bíða í Hafnarfjarðarhöfn.

Áætlað var að leggja á haf út mun fyrr. Togarinn var á leið til grálúðuveiða þegar áhöfnin fékk skipun um að stöðva för sína og snúa aftur til Íslands.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun skipstjórinn hafa verið mjög samvinnuþýður og strax farið eftir fyrirmælum danskra og íslenskra yfirvalda.

Hvar mun togarinn leggjast að höfn?

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er mjög líklegt að höfn á suðvesturhorni landsins verði sú sem skipið kemur til með að leggjast að.

Þar hafa tvær Reykjaneshafnir verið nefndar en það er höfnin í Keflavík og höfnin í Helguvík. Auðvelt er að takmarka og loka aðgengi að þessum svæðum og því telja heimildarmenn Stundarinnar það líklegt að þær verði fyrir valinu.

Engar upplýsingar er að fá hjá lögreglunni, Landhelgisgæslunni eða Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttum annarra miðla hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út og henni flogið í átt að togaranum og varðskipinu. Um borð eru íslenskir lögreglumenn, bæði sérsveitarmenn og rannsóknarlögreglumenn sem koma til með að yfirheyra áhöfnin og fylgja togaranum til Íslands.

Keypti mat á Ali baba

Birna BrjánsdóttirSíðasta ljósmyndin sem tekin var af Birnu Brjánsdóttur áður en hún hvarf.

Birna er talin hafa farið upp í bíl nálægt Laugavegi. Samkvæmt nýjum upplýsingum sem Stundin kom til lögreglunnar fyrr í dag keypti Birna mat á veitingastaðnum Ali Baba við Ingólfstorg seint um nóttina. Samkvæmt lögreglu er konan á myndinni Birna Brjánsdóttir. Hún sést síðar ganga með mat upp Laugaveginn á myndbandi sem lögreglan birti almenningi í gær.

Enginn þeirra aðila sem sáust á myndbandinu hafa gefið sig fram við lögreglu, að sögn Gríms Grímssonar, sem þó vill ná af þeim tali. Hann ítrekaði rétt fyrir miðnætti að enginn væri með réttarstöðu grunaðs manns, að Birna hefði ekki fundist og enginn hafi verið handtekinn. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
5

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest deilt

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
2

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Sómakennd Samherja
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
5

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
6

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Mest deilt

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
2

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Sómakennd Samherja
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
4

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja
5

Eyþór fjár­magnaður af Kýpur­félagi sem er mið­punktur mútu­greiðslna Samherja

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið
6

Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur - Stundin og Kveikur fjalla um málið

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
3

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
6

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
3

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu
6

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Nýtt á Stundinni

Kveikur – hvað svo?

Guðmundur Hörður

Kveikur – hvað svo?

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Kristján Þór enn með mál útgerða sem tengjast Þorsteini Má

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Þorsteinn Már neitar því ekki að Samherji hafi greitt mútur

Samherji í gráum skugga

Indriði Þorláksson

Samherji í gráum skugga

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Namibískur blaðamaður: „Ein stærsta frétt síðustu tuttugu ára í Namibíu“

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Hér þarf engar mútur

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Öðrum til viðvörunar

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Öðrum til viðvörunar

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Tengja mútugreiðslur Samherja við töpuð störf í Namibíu

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Þorsteinn Már víkur tímabundið

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa

Ísland eigi ekki að flytja spillingu til annarra landa