Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Skapar af ótta við dauðann

Ragn­ar Braga­son ólst upp í litlu þorpi úti á landi, þar sem hann upp­lifði sig ut­an­veltu og öðru­vísi, eins og hann ætti ekki heima þar. Ímynd­un­ar­afl­ið var nán­ast tak­marka­laust og um tíma lædd­ist hann út á nótt­unni þar sem hann beið þess að verða sótt­ur af sínu fólki. Þeg­ar þorp­ið varð síð­an fyr­ir áfalli vann hann úr því með því að skrifa kvik­mynda­hand­rit um dreng sem gat bjarg­að því. Sorg­ar­við­brögð­in urðu einnig inn­blástur­inn að per­sónu­leg­ustu sögu hans til þessa, Málm­haus, sem fjall­ar í raun um hann sjálf­an.

Ragn­ar Braga­son ólst upp í litlu þorpi úti á landi, þar sem hann upp­lifði sig ut­an­veltu og öðru­vísi, eins og hann ætti ekki heima þar. Ímynd­un­ar­afl­ið var nán­ast tak­marka­laust og um tíma lædd­ist hann út á nótt­unni þar sem hann beið þess að verða sótt­ur af sínu fólki. Þeg­ar þorp­ið varð síð­an fyr­ir áfalli vann hann úr því með því að skrifa kvik­mynda­hand­rit um dreng sem gat bjarg­að því. Sorg­ar­við­brögð­in urðu einnig inn­blástur­inn að per­sónu­leg­ustu sögu hans til þessa, Málm­haus, sem fjall­ar í raun um hann sjálf­an.

Þorpið mótaði hann og þar er hans heima. Þar var hann sem ungur drengur með takmarkalaust ímyndunarafl, drifkraft og frelsi til þess sem honum sýndist. „Þegar ég hugsa til baka þá var ég pínu tæpur sem barn. Ég var algjörlega „obsessed“ á því átta ára gamall að ég væri misplaseraður. Að ég væri ekki sá sem fólk héldi að ég væri. Ég skoðaði sjálfan mig og sá hvar útlimirnir mættu líkamanum og fann línur á mér. Ég var alveg með það á hreinu að ég væri samsettur. Að ég hefði ekki fæðst af móður minni heldur verið settur saman og komið fyrir þarna. Nótt eftir nótt klifraði ég út um svefnherbergisgluggann og beið eftir því að verða sóttur. Ég var sannfærður um að það kæmi utan okkar vitundar, frá geimnum. Ég var þarna,“ segir hann þar sem við hittumst á Kaffi Slipp.

Heimili hans var undirlagt af menntskælinugm að læra undir próf og ekki hægt að hittast þar. Kröfurnar voru einfaldar en skýrar, gott kaffi, sómasamlegt næði og ágætt útsýni.

Sem barn Tveggja ára snáði með bangsa sem hann reitti allt loðið af þar til hann varð smám saman sköllóttur. Hann reitti bangsann og tróð rónni upp í nefið á sér.

Hann heldur áfram: „Kannski af því að mér fannst ég ekki passa inn í. Kannski af því að þegar ég áttaði mig á því að við erum einstök og dauðleg þá fannst mér ég eitthvað skakkt settur saman, bæði gagnvart fjölskyldunni og öllu mínu umhverfi. Það var eitthvað öðruvísi við mig en aðra. Þá meina ég ekki að ég hafi verið sérstakari heldur öðruvísi og kannski var ég það að einhverju leyti. Fjölskyldan mín samanstendur af bændum og sjómönnum. Þetta eru stórar ættir en þar var ekki mikið af listamönnum. Þegar ég byrjaði að gera kvikmyndir var ég sá eini sem hafði farið þennan veg. Ég átti engar fyrirmyndir og hafði engan sem ég gat litið upp til.

„Nótt eftir nótt klifraði ég út um svefnherbergisgluggann og beið eftir því að verða sóttur.“

Ég held að flestir gangi í gegnum það á einhverjum tímapunkti að finnast þeir ekki passa inn og mér hefur svo oft liðið eins og ég sé utanveltu og passi hvergi inn. Ég er alltaf að díla við eitthvað sem er mjög djúpstætt í mér og var sérstaklega ríkjandi þegar ég var barn. Það er skárra núna þegar ég er að vinna með svo mörgu skrítnu fólki. Þá finn ég minna fyrir því.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Útlendingastofnun kom í veg fyrir veitingu ríkisborgarréttar
Fréttir

Út­lend­inga­stofn­un kom í veg fyr­ir veit­ingu rík­is­borg­ar­rétt­ar

Út­lend­inga­stofn­un braut ár­um sam­an á er­lendri konu með því að stað­festa ekki að hún mætti dvelj­ast á Ís­landi án sér­staks dval­ar­leyf­is. Kon­an fékk af þeim sök­um ekki rík­is­borg­ara­rétt fyrr en rúm­um tveim­ur ár­um eft­ir að hún átti rétt þar á. Stofn­un­in sótti þá fjár­hags­upp­lýs­ing­ar maka kon­unn­ar úr kerf­um Rík­is­skatts­stjóra án þess að hann veitti heim­ild fyr­ir því eða væri upp­lýst­ur um það.
185. spurningaþraut: Pestó og postular, Guilietta Masina og Ardern
Þrautir10 af öllu tagi

185. spurn­inga­þraut: Pestó og postul­ar, Guilietta Masina og Ardern

Hér er gær­dags­ins þraut. * Auka­spurn­ing­ar: Á mynd­inni hér að of­an má sjá frægt augna­blik á ólymp­íu­leik­un­um í Mexí­kó 1968 þeg­ar banda­rísku íþrótta­menn­irn­ir Tommie Smith og John Car­los lyftu hnef­um við verð­launa­af­hend­ingu til stuðn­ings bar­áttu­hreyf­ingu svartra í Banda­ríkj­un­um. Þeir voru að taka við gull- og brons-verð­laun­um. En í hvaða ólymp­íu­grein höfðu þeir Smith og Car­los unn­ið til verð­launa sinna? *...
Samherji skiptir um endurskoðanda yfir Namibíufélaginu eftir þrettán ár hjá KPMG
FréttirSamherjaskjölin

Sam­herji skipt­ir um end­ur­skoð­anda yf­ir Namib­íu­fé­lag­inu eft­ir þrett­án ár hjá KP­MG

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Sam­herji Hold­ing ehf. hef­ur skipt um end­ur­skoð­anda á Ís­landi. Fé­lag­ið held­ur ut­an um fé­lög sem eiga rekst­ur Sam­herja í Namib­íu auk þess að vera stærsti hlut­hafi Eim­skipa­fé­lags­ins. Nýi end­ur­skoð­anda Sam­herja er sagð­ur vera með þrjá starfs­menn, þar af er einn lög­gilt­ur end­ur­skoð­andi.
Umhverfisstofnun skoðar umhverfisfyrirtæki ársins
Fréttir

Um­hverf­is­stofn­un skoð­ar um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins

Um­hverf­is­stofn­un mun taka dreif­ingu Terra á plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík til skoð­un­ar. Land­græðslu­stjóri seg­ir að Land­græðsl­an beri hluta af ábyrgð í mál­inu en það megi hins veg­ar ekki verða til þess að stoppa notk­un á moltu.
Leifur í morgunroða
Mynd dagsins

Leif­ur í morg­un­roða

Leif­ur í morg­un­roða, en það er göm­ul þjóð­trú að morg­un­roð­inn væti en kvöldröð­inn bæti, en þurrk­ur er tal­inn til bóta. En stytt­an af þess­um Dala­manni sem var fædd­ur um 980, var gef­in okk­ur af Banda­ríkja­mönn­um í til­efni Al­þing­is­há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir 90 ár­um. Höf­und­ur stytt­un­ar er Al­ex­and­er Stir­ling Calder, sem vann sam­keppni um að end­ur­skapa Leif ár­ið 1929, til að gefa okk­ur ári síð­ar.
SFS munu ekki beita Hraðfrystihúsið Gunnvöru viðurlögum
Fréttir

SFS munu ekki beita Hrað­frysti­hús­ið Gunn­vöru við­ur­lög­um

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi von­ast til að fram­ganga stjórn­enda hjá Hrað­frysti­hús­inu Gunn­vöru valdi því ekki að sam­fé­lags­stefna í sjáv­ar­út­vegi bíði hnekki af. Fyr­ir­tæki verði hins veg­ar að haga sér með for­svar­an­leg­um hætti gagn­vart starfs­fólki.
Lögreglan í Namibíu gefur ekki upp hvort til standi að yfirheyra stjórnendur Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Lög­regl­an í Namib­íu gef­ur ekki upp hvort til standi að yf­ir­heyra stjórn­end­ur Sam­herja

Rann­sókn­in á Sam­herja­mál­inu í Namib­íu er á loka­stigi og er lengra kom­in en rann­sókn­in á Ís­landi. Yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, Paul­us Noa, seg­ir að namib­íska lög­regl­an hafi feng­ið upp­lýs­ing­ar frá Ís­landi og kann að vera að átt sé við yf­ir­heyrsl­urn­ar yf­ir starfs­mönn­um Sam­herja.
184. spurningaþraut: Kartöfluætur, spákona, hið ljósa man? og margt fleira
Þrautir10 af öllu tagi

184. spurn­inga­þraut: Kart­öfluæt­ur, spá­kona, hið ljósa man? og margt fleira

Spurn­inga­þraut­in í gær? Hún er hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Þessi mynd hér að of­an var tek­in 1913. Bar­áttu­mað­ur gekk út á veð­hlaupa­braut til stuðn­ings mál­stað sín­um en varð fyr­ir hesti og dó sam­stund­is. Enn er ekki vit­að hvort bar­áttu­mað­ur­inn hafði hugs­að sér að fórna þannig líf­inu, eða hvort um fífldirfsku var að ræða. En hver var mál­stað­ur bar­áttu­manns­ins? * 1. ...
Heimilismenn á Ásbrú segja aðstæður þar óviðunandi
FréttirFlóttamenn

Heim­il­is­menn á Ás­brú segja að­stæð­ur þar óvið­un­andi

Flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur sem dvelja á Ás­brú fá ekki að yf­ir­gefa her­bergi sín nema að vera með grímu. Vand­inn er hins­veg­ar sá að þeir sem þar dvelja fá að­eins eina einnota grímu á mann.
Aðeins 2 flug
Mynd dagsins

Að­eins 2 flug

Að­eins 2 flug fóru í dag frá Kefla­vík­ur­flug­velli. Icelanda­ir flaug snemma í morg­un til Kaup­manna­hafn­ar, en seinna flug­ið var und­ir há­degi til Lund­úna, með Brit­ish Airways. Flug­ferð­um til og frá land­inu á eft­ir að fækka enn meir, því bæði ea­syJet og Brit­ish Airways hætta að fljúga hing­að nú um mán­aða­mót­in. Í síð­asta mán­uði flugu 28.317 um Kefla­vík, sam­an­bor­ið við 646.415 far­þega í sama mán­uði í fyrra.
Umhverfisfyrirtæki ársins dreifði plastmengaðri moltu í Krýsuvík: „Öllum geta orðið á mistök“
Fréttir

Um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins dreifði plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík: „Öll­um geta orð­ið á mis­tök“

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins út­nefndu Terra „um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins“. Terra dreifði mörg­um tonn­um af plast­meng­aðri moltu í Krýsu­vík í sum­ar. Van­kunn­átta á eig­in ferl­um var ástæða þess. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir Terra hafa gef­ið sér grein­ar­góð­ar skýr­ing­ar.
Forseti Namibíu þakkaði forsætisráðherra Noregs fyrir aðstoðina við rannsókn Samherjamálsins
FréttirSamherjaskjölin

For­seti Namib­íu þakk­aði for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs fyr­ir að­stoð­ina við rann­sókn Sam­herja­máls­ins

Hage Geingob þakk­aði Ernu Sol­berg fyr­ir að Nor­eg­ur hafi hjálp­að Namib­íu að rann­saka spill­ing­ar­mál Sam­herja í Namib­íu. Ís­land og Nor­eg­ur hafa veitt Namib­íu að­stoð en lönd eins og Angóla, Dubaí og Kýp­ur hafa ekki ver­ið eins vilj­ug til þess.