Sjúklegt ástand spítalans

Dæmi eru um að sjúklingar séu hafðir í einangrun á salernum, í sturtuklefum og geymslum sökum plássleysis á Landspítalanum. 31 sjúklingur lá á göngum Landspítalans og 32 biðu eftir innlögn á bráðamóttökunni þegar blaðamann bar að garði. Starfsfólk er að bugast undan álagi og mistökum fjölgar. Stefna í heilbrigðismálum hefur ekki gert ráð fyrir öldrun samfélagsins og aldrað fólk dagar uppi á spítalanum. Blaðamaður varði hálfum degi á Landspítalanum og ræddi við starfsfólk og sjúklinga sem mæta þessum aðstæðum.

ritstjorn@stundin.is

„Þetta var niðurlægjandi og henni leið eins og hún væri fyrir,“ segir Ásdís, barnabarn konu sem á síðasta ári var í nær viku höfð í einangrun í sturtuklefa á Landspítalanum sökum plássleysis. Nokkrum dögum eftir að hún var útskrifuð af spítalanum lést hún af völdum illkynja krabbameins. Af tillitssemi við aðra aðstandendur konunnar birtum við ekki nafn hennar og notum einungis eiginnafn Ásdísar. 

Amma Ásdísar greindist með krabbamein síðasta sumar og lést um fimm vikum eftir greiningu. „Fyrst lá hún á stofu með manni sem síðar fékk niðurgang. Þau voru bæði sett í einangrun, þó svo að hún hafi aldrei veikst. Þegar ekki var laus einangrunarstofa var hún sett inni í þetta sturtuherbergi, sem er í raun aðstaða fyrir hjúkrunarfræðinga til að baða rúmliggjandi sjúklinga. Þarna lá hún ein og var orðin hálfmállaus af kvölum. Þetta voru eins og nasistabúðir,“ segir Ásdís. 

Klefanum lýsir Ásdís með eftirfarandi hætti: „Þetta var pínulítið herbergi, en hægt var að koma fyrir sjúkrarúmi og hjúkrunarfræðingarnir gátu athafnað sig í kringum það. Fyrir glugganum var plastfilma og því ekki hægt að sjá út. Það fór mjög illa í ömmu. Þetta voru síðustu dagarnir í lífi hennar og við vorum gjörsamlega máttvana gagnvart þessu ástandi. Við getum hins vegar huggað okkur við það að hún fékk að vera heima og fá heimahjúkrun síðustu vikuna í hennar lífi.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Sorrý með mig

Sorrý með mig

·
Hvert millifæri ég??

Hvert millifæri ég??

·
Páskalamb Hrefnu Sætran

Páskalamb Hrefnu Sætran

·
Fjárorðræða

Stefán Snævarr

Fjárorðræða

·
Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

Illugi Jökulsson

Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

·
Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

·
Að eyðileggja málstað

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Að eyðileggja málstað

·
Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum

·
Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ísland aftur á miðaldir - allt vegna 3ja orkupakkans

·
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs innleiddi reglur úr þriðja orkupakkanum áður en EES-nefndin samþykkti þær

·
Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

Samherji flutti 2,4 milljarða frá lágskattasvæðinu Kýpur í gegnum fjárfestingarleiðina

·
Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Veðurfarsgremja og váfréttir af ferðamönnum

·