Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Sjálfboðaliði segir Sólheimum stjórnað eins og konungsríki

Rúmeninn Stefan George Kudor, sem starfaði sem sjálfboðaliði á Sólheimum árið 2014, tekur undir frásagnir sjálfboðaliða sem störfuðu á staðnum árið 2015, sem lúta að slæmri stjórn og skipulagningu á starfi sjálfboðaliða. Hann segist hafa horft upp á Sólheima missa fjölda hæfileikaríks starfsfólks af þessum sökum. „Hann kom fram við okkur eins og þræla,“ segir hann um framkvæmdastjóra Sólheima.

Stefan George Kudor Heillaðist af hugmyndinni að Sólheimum en varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hann sá hvernig staðnum var stjórnað. Mynd: Úr einkasafni

Stefan George Kudor var 25 ára þegar hann réði sig til starfa á Sólheimum, eftir að hafa skoðað heimasíðu Sólheima í Grímsnesi gaumgæfilega og heillast af lýsingum á lífi og starfi þar. Hann segist hins vegar fljótt hafa komist að því að eitthvað væri að á Sólheimum. Saga Stefans er í takti við sögu Maylis Galibert, franskrar konu sem starfaði á Sólheimum árið 2015, og gerði í kjölfarið skýrslu byggða á vitnisburði ellefu sjálfboðaliða. Kjarninn í gagnrýninni er að sjálfboðaliðar hafi búið við samskiptaleysi af hálfu stjórnenda og útilokun frá þátttöku í samfélaginu. Þeir hafi upplifað sig sem ódýrt vinnuafl og réttur þeirra sem sjálfboðaliðar á styrkjum frá Evrópusambandinu hafi ekki verið virtur. 

Vinna og ekki spyrja spurninga

Í dag koma sjálfboðaliðar á Sólheima þangað til dvalar á eigin vegum, með því að sækja beint um í gegnum heimasíðu. Stefan kom hins vegar til landsins á svokölluðum EVS-styrk frá Evrópusambandinu ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins