Fréttir

Spurðu frekar en að taka áhættuna á að nauðga

„Það er í lagi að sofa hjá manneskju, nema þegar hún vill það ekki,“ segir Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum, sem hefur sett saman lista til að hjálpa fólki að átta sig á því hvar mörk í kynferðislegum samskiptum fólks liggja. Hún hefur trú á því að hægt sé að sporna við kynferðislegu ofbeldi og telur lausnina felast í fræðslu og opinskáu samtali. Á endanum beri fólk ábyrgð á því að skaða ekki aðra.

Anna Bentína Hermansen Segir grundvallaratriði í samskiptum vera félagslegt læsi sem byggja á því að virða mörk einstaklingsins sem þú átt í samskiptum við.

Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi á Stígamótum, fjallar um ábyrgð í nauðgunarmálum í pistli sem hún birti á Facebook síðu sinni í dag. Hún segir umræðuna sem hefur skapast um byrlanir og viðbrögð við þeim skiljanlega og mikilvæga, en bendir þó á nauðsyn þess að beina athyglinni að þeim sem fremja glæpina. Hún hefur sett fram lista til þess að hjálpa fólki að átta sig á því hvernig hægt er að virða mörk í nánum samskiptum, þar sem grundvallarreglan er sú að öllum athöfnum fylgi sú ábyrgð að skaða ekki aðra. „Þú hefur frelsi til að gera það sem þú vilt svo framarlega sem þú skaðar ekki aðra,“ skrifar hún meðal annars.

„Þú hefur frelsi til að gera það sem þú vilt svo framarlega sem þú skaðar ekki aðra“

Hún hefur trú á því að hægt sé að sporna við kynferðisofbeldi með betri samskiptum og fræðslu, en á endanum beri fólk ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu