Fjárfestirinn Haukur Harðarson, stjórnarformaður fyrirtækisins Arctic Green Energy, sem áður hét Orka Energy, átti tvö félög í skattaskjólum í gegnum lögmannsstofuna Mossack Fonseca. Haukur notaði annað þeirra svo seint sem árið 2014 þegar hann var orðinn viðskiptavinur sænska Nordea-bankans í Lúxemborg eftir hrun Landsbanka Íslands árið 2008. Félög Hauks voru bæði í skattaskjólinu Tortólu og hétu Panduranga Ltd. og Vega Holding Associates. Haukur átti svo annað félag í skattaskjólinu Cayman-eyjum, Indrapura Limited, sem hann notaði meðal annars til að halda utan um hlutabréf í öðru félaginu á Tortólu. Annað félagið, Vega, var stofnað árið 2004 í gegnum Landsbankann í Lúxemborg en hitt, Panduranga, var stofnað eftir hrunið árið 2008, nánar tiltekið árið 2009. Síðarnefnda félaginu var svo ekki slitið fyrr en árið 2014.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir