Fréttir

Samningur við Frumherja dæmi um skynsamlega útvistun eftirlitsverkefnis

„Það kann að vera rétt að útvista fleiri slíkum verkefnum,“ segir í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að útvistun einstakra eftirlitsverkefna geti verið skynsamleg, svo sem í tilvikum þar sem hreinum hlutlægum reglum er fylgt og ekki er svigrúm til huglægs mats. Útvistun löggildingar á mælitækjum til fyrirtækisins Frumherja hafi verið dæmi um slíkt.

Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sem spurði alla ráðherra hvort hvort þeir hefðu látið kanna möguleikann á útvistun eftirlitsverkefna til einkaaðila. Í svari ráðuneytisins er vísað sérstaklega til þess að Neytendastofa hafi útvistað þjónustu við löggildingu mælitækja, svo sem voga og eldsneytisdælna, til fyrirtækisins Frumherja.  

„Ráðherra telur að útvistun einstakra eftirlitsverkefna geti verið skynsamleg í ákveðnum tilvikum en það þarf að skoða vel og leggja mat á hvert tilvik fyrir sig. Slík útvistun eftirlitsverkefna getur verið skynsamleg í þeim tilvikum þar sem um hreinar hlutlægar reglur er að ræða þar sem ekki er svigrúm til huglægs mats. Dæmi um útvistun slíkra eftirlitsverkefna er löggilding mælitækja sem er á ábyrgð Neytendastofu,“ segir í svarinu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar

Aðsent

Góðærið gengur aftur

Pistill

Hversu sannreynd eru meðferðarúrræði hefðbundinna lækninga?

Pistill

Allt í klessu á húsnæðismarkaðinum – sumarið 2017

Fréttir

Björt framtíð og Viðreisn þurrkast út

Mest lesið í vikunni

Viðtal

Faðir drengsins: „Kaj er ekki saklaus“

Fréttir

Af hverju verndum við börnin okkar?: 16 ungmenni fórust á tveim mánuðum

Pistill

Túristi í eigin landi

Aðsent

Opið bréf til stjórnar Foldaskóla

Flækjusagan

Þarf að endurskrifa alla sögu mannsins?

Fréttir

Björn Ingi Hrafnsson fyrir dóm vegna skuldar