Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Saga mesta valdaflokks Íslands

Nafn­arn­ir Bjarni Bene­dikts­son og Bjarni Bene­dikts­son gegndu báð­ir for­mennsku í helsta valda­flokki Ís­lands, Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en eru ólík­ar týp­ur. Karl Th. Birg­is­son skrif­ar um sögu flokks­ins.

Að óbreyttu verða einkum þrenn tíðindi í komandi þingkosningum: Píratar þre- eða fjórfalda fylgi sitt, Samfylkingin fær minnsta fylgi frá stofnun og Sjálfstæðisflokkurinn líka.

Einhverjir vilja kannske bæta Viðreisn við þennan lista, en gengi hennar – að óbreyttu – telst ekki til stórra tíðinda í sögulegu ljósi.

Vonandi er einhver að skrá söguna af hinu ævintýralega gengi pírata. Enginn virðist skilja til hlítar afhroð Samfylkingarinnar. En af Sjálfstæðisflokknum er hægt að segja talsverða sögu.

Hún er ekki aðeins um sögulega lítið fylgi, heldur breytinguna á inntaki flokksins og því hvernig forystumenn hans hugsa. Þetta er jú ekki alveg nýr flokkur.

Alls ekki.

Skoðum fylgið fyrst.

 

Hrunið

Síðastliðin fimmtíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn notið að jafnaði 36-38 prósentustiga fylgis á landsvísu. Mest 42,7 (1974), minnst 32,7 (1978, sama ár og hann missti í fyrsta sinn meirihluta sinn í Reykjavíkurborg).

Þetta voru algerir yfirburðir. Á sjöunda áratugnum komst Framsóknarflokkurinn tvisvar upp undir 30 prósentin, en hefur allajafna verið öðru hvorum megin við 20. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu