Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ritstjóri DV líkir rannsóknum á hrunmálum við Geirfinnsmálið

Eggert Skúla­son, rit­stjóri DV, kemst að þeirri nið­ur­stöðu í nýrri bók sinni að rann­saka beri of­sókn­ir á hend­ur þeim sem rann­sak­að­ir voru vegna meintra efna­hags­glæpa.

Ritstjóri DV líkir rannsóknum á hrunmálum við Geirfinnsmálið
Eggert Skúlason Eggert var ráðinn ritstjóri DV í janúar, eftir að hafa skrifað skýrslu um DV sem túlkuð var sem „áfellisdómur“ yfir ritstjórn blaðsins. Mynd: Hringbraut.is

Eggert Skúlason, ritstjóri DV, hvetur til opinberra rannsókna á mannréttindabrotum gegn þeim sem rannsakaðir voru eftir hrun, í niðurstöðukafla nýrrar bókar hans sem gefin er út af bókaforlagi í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.

„Líkt og Geirfinnsmálið“

Bók Eggerts, Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir, fjallar meðal annars um mál Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem var dæmdur fyrir að leka trúnaðarskjölum um lánaviðskipti Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til DV, sem Eggert ritstýrir nú.

Meginþema bókarinnar er að rannsóknir á glæpum tengdum hruninu hafi að hluta verið ofsóknir. Þá eru upplýsingalekar til fjölmiðla gagnrýndir, meðal annars upplýsingaleki sem leiddi til þess að almenningi var greint frá stærstu lánþegum Kaupþings. Ítarlega var fjallað um málið í DV á sínum tíma. Meðal þess sem kom fram var að starfsmenn Kaupþings hefðu fengið allt að hundruð milljóna króna kúlulán til að kaupa hlutabréf í bankanum.

Í niðurlagskafla bókarinnar líkir Eggert stöðu þeirra sem voru rannsakaðir eftir bankahrunið við stöðu sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 

„Sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankanna, muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar- og Geirfinnsmálið.“

„Mér segir svo hugur um að það ástand og sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankanna, muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hér eru einungis örfá dæmi um einstaklinga sem telja sig hafa verið misrétti beitta. Málin eru miklu fleiri. Verða þessi mögulegu réttarbrot gegn mannréttindum einstaklinga rannsökuð? Opinberir aðilar hafa eytt fjármunum í ómerkilegri rannsóknir.“

Hundrað daga einangrun

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu árið 1974 voru fjögur ungmenni handtekin og sett í einangrun í 90 til 105 daga. Þau játuðu aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, en drógu síðar játningar sínar til baka og vísuðu til þess að hafa verið beitt harðræði og þvingunum af lögreglu. Utan játninga þeirra voru engar sannanir fyrir því að þau hefðu komið að hvarfi Geirfinns og lík hans fannst aldrei. Síðar voru þau dæmd sek í Hæstarétti.

Eigendur bókaútgáfunnar úr kjarna Sjálfstæðisflokksins

Eggert starfaði sem almannatengill áður en hann var ráðinn ritstjóri DV. Hann hafði meðal annars áður unnið að kosningabaráttu Björns Inga Hrafnssonar, sem var borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, en það var Björn Ingi sem réð hann ritstjóra DV, eftir yfirtöku á félaginu í vetur.

Almenna bókaútgáfan gefur út bókina. Hún er hluti af BF-útgáfu ehf, sem er í eigu þjóðkunnra sjálfstæðismanna. Öld ehf, sem er í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálafræðiprófessors, á 50% í félaginu, Baldur Guðlaugsson á 25%, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 20% og fara óþekktir hluthafar með 5% hlutafjár.

Einn eigendanna, Baldur Guðlaugsson, var dæmdur fyrir innherjarsvik í aðdraganda bankahrunsins, þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna á sama tíma og hann bjó yfir innherjaupplýsingum um bankana vegna starfs síns. Hann hefur kært málsmeðferðina á sér til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Kaupþingsmenn í stjórn og framkvæmdastjórn

Einn af stjórnarmönnum félagsins er Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London.

Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, er prókúruhafi,  framkvæmdastjóri og forstöðumaður útgáfunnar.

Fjallað er um bók Eggerts í DV í dag, en blaðinu er dreift frítt til allra landsmanna. Þar segir frá því að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi fengið tilboð um að kaupa gögn úr Fjármálaeftirlitinu fyrir 30 milljónir króna. Samkvæmt tilvitnun DV í bók Eggerts „átti innihald skýrslunnar… að sýna fram á ýmis sjónarmið sem styddu við þá skoðun að stjórnendur Kaupþings hefðu ekki gerst sekir um markaðsmisnotkun.“

Stjórnendur Kaupþings voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu svokallaða í febrúarmánuði, þar á meðal Hreiðar Már, og sitja nú í fangelsi á Kvíabryggju. Stærsta málið gegn starfsmönnum Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun er hins vegar enn rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Annar ritstjóri líkti rannsóknum við Geirfinnsmálið

Eggert er ekki eini ritstjóri íslensks dagblaðs sem líkt hefur rannsóknum á meintum efnahagsglæpum í aðdraganda hrunsins við Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður og starfsmaður á samskiptasviði Baugs, skrifaði aðsenda grein í Fréttablaðið 3. janúar 2013 þar sem hún varaði við yfirvofandi réttarmorðum vegna rannsóknanna og gagnrýndi rannsóknir á meintum efnahagsbrotum.

„Það fer um margan góðan blaðamanninn, fyrrverandi og núverandi, sem nú er á miðjum aldri, þegar minnst er á Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þeir vita upp á sig skömmina. Þeir áttu ekki að ganga í lið með refsivaldinu heldur gæta hlutleysis, spyrja spurninga og fá svör en gera minna af því að kinka kolli til yfirvaldsins. Skárra er að fá engan dóm í sakamáli en vondan.“

Árið eftir var Kristín ráðin aðalritstjóri 365. Þar hefur hún haldið áfram að gagnrýna sérstakan saksóknara og Hæstarétt fyrir rannsóknir og dóma í efnahagsbrotamálum, meðal annars á meintum brotum eiginmanns aðaleiganda 365.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
1
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
2
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
9
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
10
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár