Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Vilja að Ísland veiti miklu minni þróunaraðstoð en Alþingi samþykkti

Fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar felur í sér framlengingu á stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að því er varðar framlög Íslendinga til þróunarsamvinnu og gengur gegn þverpólitískri sátt sem náðist á Alþingi árið 2013.

Ísland verður áfram undir meðaltali OECD-ríkja og langt undir meðaltali Norðurlandanna að því er varðar framlög til þróunarsamvinnu sem hlutfall af vergum þjóðartekjum næstu fimm árin samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ætlar að reka sams konar stefnu og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að þessu leyti.

Árið 2013 náðist þverpólitísk sátt um aukin framlög til þróunarsamvinnu á Alþingi. 39 þingmenn úr öllum flokkum samþykktu þingsályktun þar sem mörkuð var sú stefna að árið 2019 rynnu 0,7% af vergum þjóðartekjum Íslendinga til þróunarmála. Þetta eru hátt í þrefalt hærri framlög en núverandi ríkisstjórn vill verja til málaflokksins árið 2019 og allt til ársins 2022.

Framlög Íslendinga til þróunarsamvinnu nema 0,25% af vergum þjóðartekjum á þessu ári og samkvæmt áætluninni munu þau nema 0,26% út áætlunartímabil fjármálaáætlunarinnar. Þetta eru sömu markmið og lagt var upp með í fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar sem samþykkt var í fyrra en jafnframt í takt við tillögur hagræðingarhóps síðustu ríkisstjórnar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, sem nú er utanríkisráðherra og fer með málefni þróunarsamvinnu, átti sæti í á síðasta kjörtímabili. Lagði hópurinn til að framlög til þróunarmála yrðu endurskoðuð og fallið yrði frá áformum um hækkun þeirra. 

 

Rósa Björk Brynjólfsdóttirþingkona Vinstri grænna

„Það er greinilegt að núverandi utanríkisráðherra Íslands er andstæðingur þróunarsamvinnu. Það er ekkert annað en hneykslanlegt en í algjöru samræmi við hugmyndir hans og Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingahópi ríkisstjórnar síðasta kjörtímabils,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna í samtali við Stundina.

„Það er samt enn sorglegra að Viðreisn og Björt framtíð skuli styðja þessar niðurskurðarhugmyndir til verkefna sem eiga að gagnast þeim allra fátækustu í heiminum. Það hlýtur að koma mörgum mjög á óvart.“

Í þingsályktuninni sem samþykkt var árið 2013 var sett fram áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á árunum 2013 til 2016. Vigdís Hauksdóttir var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn málinu og vakti atkvæði hennar mikla hneykslan.

Í áætluninni var lagt upp með að hlutfall þróunarframlaga, sem var 0,26% árið 2013, myndi hækka jafnt og þétt og nema 0,42% árið 2016. Með þessu móti gæti Ísland varið 0,7% af þjóðartekjum til þróunarmála árið 2019 í samræmi við viðmið Sameinuðu þjóðanna um framlög iðnríkja til málaflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar voru á meðal þeirra sem studdu og

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fréttir

Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins