Þessi grein er meira en 6 ára gömul.

Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans

Rektor Karol­inska Institu­tet í Stokk­hólmi, And­ers Ham­sten, hef­ur sagt sér út af Macchi­ar­ini-mál­inu. Ein af ástæð­un­um fyr­ir breyttri sýn hans á Macchi­ar­ini-mál­ið eru gögn með upp­lýs­ing­um frá Ís­landi. Í heim­ild­ar­mynd sem sænska sjón­varp­ið sýndi ný­lega er birt mynd­band af rann­sókn á And­emariam Beyene á Land­spít­al­an­um sem tek­ið var upp fyr­ir heim­ild­ar­mynd El­ín­ar Hirst um stofn­frumu­rann­sókn­ir.

Rektor Karolinska segir af sér út af Macchiarini-málinu: Gögn frá Íslandi lykilatriði í ákvarðanatöku hans
Þegar sagt var aðgerðin hefði heppnast Rektor Karolinska Institutet hefur nú sagt af sér út af Macchiarini-hneykslinu. Málið tengist Íslandi með ýmis konar hætti en myndband af rannsókn á fyrsta plastbarkaþeganum í heiminum, sem tekið var upp á Landspítalanum, er lykilgagn í málinu. Andemariam Beyene sést hér með Paolo Macchiarini og Tómasi Guðbjartssyni á málþingi í Háskóla Íslands frá sumrinu 2012 þegar talað var um að aðgerðin á Andemariam hefði verið vel heppnuð. Mynd: Skjáskot úr Experimenten á SVT

Rektor háskólans Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Anders Hamsten, hefur sagt af sér vegna Macchiarini-málsins svokallaða. Hann greinir frá þessu í grein í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter á morgun, laugardag, en greinin var birt á vefsvæði blaðsins klukkan tólf á miðnætti aðfaranótt laugardagsins.

Afhjúpandi myndband

Í greininni vísar Hamsten til gagna, upplýsinga frá Íslandi sem einni af helstu ástæðunum fyrir því að hann ákveður að segja af sér en þau gögn eru talin renna stoðum undir að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli í rannsóknum sínum á plastbörkum.

Hvaða upplýsingar þetta eru liggur ekki fyrir en hugsanlegt er að um sé að ræða myndband sem tekið var upp á Landspítalanum og eða önnur gögn sem tengjast þeirri rannsókn eða öðrum sem gerðar voru á Andemariam á Íslandi. Hugsanlegt er jafnvel að Landspítalinn hafi látið Karolinska Institutet í té einhverjar upplýsingar úr sjúkrasögu Andemariams Beyene sem þótt hafa mikilvægar en í svari frá Landspítalanum til Stundarinnar hefur komið fram að sjúkrahúsið aðstoði við rannsókn málsins: „Landspítali er nú þegar í samstarfi við rannsóknaraðila málsins erlendis.“

Myndbandið sem um ræðir var tekið upp á Landspítalanum þann 16. ágúst 2011 vegna heimildarmyndar sem núverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, Elín Hirst, gerði um stofnfrumur en hún vann við fjölmiðla um árabil áður en hún settist á þing. Á myndbandinu sést fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum, Andemariam Beyene, Erítreumaður sem búsettur var á Íslandi, í berkjuskoðun á Landspítalanum hjá læknunum Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni. Tveimur mánuðum áður hafði Andemariam Beyene gengist undir aðgerð hjá Paolo Macchiarini á Karolinska-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi en auk ítalans var Tómas Guðbjartsson einn af skurðlæknunum sem framkvæmdi aðgerðina þar sem plastbarki var græddur í hann. Heimildarmynd Elínar Hirst má horfa á hér á Youtube.

Myndbandið af berkjuspegluninni sem notað var að hluta til í heimildarmynd Elínar var sýnt í heimildarmynd í þremur hlutum sem sænski blaðamaðurinn Bosse Lindqist hjá sænska ríkisssjónvarpinu sýndi í Svíþjóð nú fyrir skömmu. Tekið skal fram að miklu meira er sýnt af barkaspegluninni í heimildarmynd Bosse Lindqvist en í heimildarmynd Elínar Hirst enda fjallaði heimildarmynd hennar bara að hluta til um plastbarkaaðgerðina á Andemariam Beyene. Þessi sænska heimildarmynd hefur leitt af sér þá umræðu um Paolo Macchiarini og rannsóknaraðferðir hans og aðgerðir sem aftur hefur leitt til afsagnar rektorsins. Hér er hægt er að horfa á heimildarmyndina á milli landa á vefsvæði sænska ríkissjónvarpsins.

Segir af sér
Segir af sér Anders Hamstein hefur sagt af sér sem rektor Karoinska Institutet og vísar meðal annars til upplýsinga frá Íslandi sem hluta ástæðunnar.

„Á miðvikudaginn fengum við aðra mynd af tíma fyrsta sjúklingsins á Íslandi“

Önnur mynd vegna gagna frá Íslandi „á miðvikudaginn“

Orðrétt segir Hamstein í greininni: „Síðustu daga hefur það orðið ljóst að þær forsendur sem lágu til grundvallar þegar málið var rannsakað voru ófullnægjandi. Á miðvikudaginn fengum við aðra mynd af tíma fyrsta sjúklingsins á Íslandi eftir aðgerðina en hans tilfelli liggur til grundvallar í nokkrum vísindagreinum Macchiarinis. Karolinska Institutet hefur einnig fengið upplýsingar um að alvarlegar gallar séu í grein sem lýsir tilraunum með gervibarka sem gerðar voru á rottum. Þessar upplýsingar eru alveg nýjar fyrir KI [Karolinska Institutet], en það er margt sem bendir til að breyta þurfi niðurstöðu KI frá því síðasta sumar í að ónákvæmni í rannsóknum hafi átt sér stað, sem á hversdagssænsku þýðir augljóst fúsk í rannsóknum.“ Hann segir hafa „metið Paolo Macchiarini með nánast fullkomlega röngum hætti“ og að Karolinska Institutet hefði átt að klippa á tengsl sín við ítalska skurðlækninn fyrir löngu.

Upplýsingarnar leiddu til annarrar niðurstöðu

Þegar umrædd niðurstaða KI um að að Paolo Macchiarinis hefði ekki gerst sekur um misferli lá fyrir í fyrra sagði Tómas Guðbjartsson að niðurstaða skólans væri „áfellisdómur“ yfir rannsókn sem óháði rannsakandinn Bengt Gerdin gerði á rannsóknaraðferðum Macchiarinis og vísindagreinum hans en Gerdin sagði Macchiarini hafa gerst sekan um misferli í rannsóknum sínum. Tómas gagnrýndi meðal annars að ekkert samráð hefði verið haft við hann og íslenska aðila við rannsókn málsins. Tómas hafði sent gögn til Karolinska Institut í fyrra áður en háskólinn komst að sinni niðurstöðu. Þau gögn lágu meðal annars til grundvallar þegar háskólinn komst að annarri niðurstöðu í lok ágúst í fyrra en Gerdin og hélt því fram að Macchiarini hefði ekki gerst sekur um misferli í rannsóknum.

Nú hafa upplýsingar, gögn frá Íslandi hins vegar leitt til þess að rektor Karolinska telur Macchiarini sannarlega hafa gerst sekan um vísindalegt misferli. Þessi niðurstaða gefur tilefni til að ætla að vitneskja Hamstens um rannsóknir Macchiarinis sé það góð að líklegt megi telja að niðurstaðrar annarrar óháðrar rannsóknar á Macchiarini-málinu sem háskólinn lætur gera verði að misferli hafi átt sér stað. Niðurstaðan úr þeirri rannsókn verður kynnt í sumar í fyrsta lagi.

Gögn, upplýsingar um Andemariam Beyene hafa því átt þátt í því annars vegar að leiða til þess í fyrra Macchiarini var ekki talin hafa gerst sekur um vísindalegt misferli en nú leiða gögn frá Íslandi um Andemariam Beyene til þess að rektor Karolinska Institutet kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé sannarlega sekur um misferli. 

„Ekki eins og eðlilegur barki“

Macchiarini og Tómas töluðu með ólíkum hætti um plastbarkann

Í heimildarmynd sænska ríkissjónvarpsins ber blaðamaðurinn Bosse Lindqvist myndbandið af rannsókninni á hálsi Andemariams Beyene saman við orðalag Paolo Macchiarinis í grein um aðgerðina á honum sem birt var í læknatímaritinu Lancet í nóvember 2011. Þar kom fram að öndunarvegur Andemariams hefði verið „næstum því eðlilegur“ fimm mánuðum frá aðgerðinni. Myndbandið frá Íslandi eftir tvo mánuði sýnir hins vegar að öndunarvegurinn var langt frá því að vera „næstum því eðlilegur“ en í heimildarmynd Elínar Hirst segir Tómas Guðbjartsson um stöðuna á hálsi Andemariams að barkinn sé „ekki eins og eðlilegur barki“. Markmiðið var að nota stofnfrumur til að gera barkann að því sem næst eðlilegum barka eins og Tómas útskýrði í myndinni í viðtali við Elínu: „En þegar maður tekur töngina og kroppar í vegginn þá sérðu að það fer að blæða og þegar þú skoðar það í smásjá þá sérðu að það eru þarna öndunarfærafrumur sem eru að þekja gervilíffæri úr plasti.“ Með orðum sínum var Tómas að vísa til berkjurannsóknarinnar sem hann og Óskar Einarsson gerðu í ágúst 2011.  

Tómas notaði því annað orðalag til að lýsa plastbarkanum en Paolo Macchiarini gerði síðar í Lancet-greininni þegar hann lýsti mati sínu á stöðu barkans eftir fimm mánuði. Tómas og Óskar voru hins vegar meðhöfundar greinarinnar sem Macchiarini er aðalhöfundurinn að þar sem barkanum var lýst sem „næstum því eðlilegum“ eftir fimm mánuði. Sem meðhöfundar bera þeir ábyrgð á því sem kemur fram í greininni og er þetta sérstaklega tekið fram í greininni. Ekki liggur hvort og þá hvenær þeir Óskar og Tómas lásu greinina sem birt var í Lancet. 

Nú liggur fyrir að sú stofnfrumuaðferð sem notuð var á Andemariam virkar ekki og hafa að minnsta kosti fimm aðrar manneskjur dáið sem fengu græddan í sig plastbarka með sömu aðferð. Í grein sinni vísar Hamsten einnig til rannsókna á rottum sem ástæðu fyrir afsögn sinni. Þarna er Hamsten að vísa til þess að fyrst ári eftir aðgerðina á Andemariam var plastbarkaaðgerðin prófuð á rottum. Aðferðin virkaði heldur ekki á rottur en Macchiarini skrifaði samt í vísindagrein að rannsóknirnar hefðu sýnt að líkami rottunnar hefði tekið við barkanum líkt og eðlilegu líffæri. Einn af læknunum sem gerði þessa rannsókn á rottunni bað um að nafn hans yrði ekki á greininni um rotturannsóknina þar sem hann vissi að niðurstöður hennar voru falsaðar. 

Miklvægt myndband
Miklvægt myndband Myndbandið af berkjuspegluninni sem tekið var upp vegna heimildarmyndar Elínar Hirst um stofnfrumurannsóknir er miklvægt og afhjúpandi gagn í Macchiarini-málinu.

Niðurstöður úr annarri berkjuspeglun liggja ekki fyrir

Óskar og Tómas gerðu aðra berkjuspeglun á Andemariam í október 2011, rúmum mánuði áður en greinin með þessari lýsingu Paolo Macchiarinis var birt. Niðurstöðurnar úr þessari berkjuspeglun hafa ekki verið gerðar opinberar en því liggur ekki fyrir hvað þeir Óskar og Tómas sáu í rannsókninni þá. Í heimildarmyndinni hja sænska ríkissjónvarpinu kemur hins vegar fram að eftir átta mánuði var sett stoðnet í háls Andemariams Beyene til að hjálpa honum að anda. Paolo Macchiarini vissi um stoðnetið þar sem hann var viðstaddur þegar það var sett í Andemariam en sagði ekki frá því í grein sem hann skrifaði um aðgerðina á Andemariam eftir að þetta var gert og þetta kom heldur ekki fram í umræðu í tengslum við málþing í Háskóla Íslands um sumarið 2012 þar sem barkaaðgerðinni á Andemariam var lýst sem vel heppnaðri. Um svipað leyti og málþingið var haldið lá líka fyrir að stofnfrumumeðferðin virkaði ekki við ígræðslu plastbarka í rottur. 

Landspítalinn hefur hafnað beiðni Stundarinnar um að blaðið fái aðgang að niðurstöðunum úr þeirri berkjuspeglun sem gerð var í október 2011 en hún gæti varpað enn frekara ljósi á hvernig staðan á plastbarkanum var í raun þá og hversu nálægt sannleikanum lýsing Macchiarinis á plastbarkanum í Lancet-greininni var. Þá liggur ekki fyrir hver vitneskja Tómasar var um stöðuna á plastbarka Andemariams; hvenær hann vissi að stofnfrumuþáttur aðgerðinnar hefði mistekist, að plastbarkinn yrði ekki hluti af líkama Andemariams Beyne líkt og markmiðið var og hvenær meðferð Erítreumannsins byrjaði í raun að vera líknandi meðferð . Tómas hefur ekki svarað beiðni Stundarinnar um viðtal. Óskar Einarsson vildi ekki ræða málið við Stundina í vikunni.

Taldi aðgerðina hafa tekist vel

Í viðtali við Fréttablaðið í fyrra sagði Tómas að það væri ennþá hans mat að aðgerðin á Andemariam hefði heppnast vel: „Ég er bara alls ekki sammála því. Ég held að þessi aðgerð hafi tekist vel. Það komu upp vandkvæði og það var viðbúið, því svona aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heiminum. Fólk gleymir því að þegar þessi ákvörðun um aðgerð var tekin þá voru lífshorfur hans mældar í einhverjum vikum. Hann náði þó þremur árum. Síðasta árið var dálítið erfitt. En hann átti mjög gott fyrsta ár, gat klárað sitt háskólanám, Hann gat hugsað um sína fjölskyldu, starfað hjá Isor. Þetta finnst mér hafa gleymst í þessari harkalegu umræðu sem hefur verið núna í sumar.“

Eitt af því deilt er á í heimilarmynd Bosse Lindqvist er það mat að Andemariam Beyene hafi aðeins átt vikur eða mánuði eftir og því hafi aðgerðin var nauðsynleg og réttlætanleg. Um þetta atriði verður örugglega fjallað í rannsókn Karolinska Institutet á Macchiarini-málinu. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
1
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
2
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
4
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
5
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
6
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
7
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.

Mest deilt

Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
1
ÚttektEin í heiminum

Ein­hverf án geð­heil­brigð­is­þjón­ustu: „Háal­var­legt mál“

Stöð­ug glíma við sam­fé­lag sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki get­ur leitt til al­var­legra veik­inda. Þetta segja við­mæl­end­ur Stund­ar­inn­ar sem öll voru full­orð­in þeg­ar þau voru greind ein­hverf. Fram­kvæmda­stjóri Ein­hverf­u­sam­tak­anna seg­ir þau til­heyra hópi sem fái ekki lífs­nauð­syn­lega þjón­ustu sem sé lög­brot. Sænsk rann­sókn leiddi í ljós að ein­hverf­ir lifi að með­al­tali 16 ár­um skem­ur en fólk sem ekki er ein­hverft. „Stað­an er háal­var­leg,“ seg­ir sál­fræð­ing­ur sem hef­ur sér­hæft sig í ein­hverfu.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
3
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
4
Fréttir

Hjól­reiða­fólk „með líf­ið í lúk­un­um“

Formað­ur Reið­hjóla­bænda seg­ir ör­yggi hjól­reiða­fólks hætt kom­ið, bæði á þjóð­veg­um og í þétt­býli. Lög­legt sé til dæm­is að taka fram úr reið­hjóli á blind­hæð og van­þekk­ing sé með­al öku­manna um þær um­ferð­ar­regl­ur sem gilda. Sam­stillt átak þurfi til að stöðva fjölg­un slysa óvar­inna veg­far­enda.
„Við erum huldufólkið í kerfinu“
5
ViðtalEin í heiminum

„Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu“

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að ein­hverft fólk sé frá blautu barns­beini gas­lýst dag­lega því að stöð­ugt sé ef­ast um upp­lif­un þess. Það leiði af sér flókn­ar and­leg­ar og lík­am­leg­ar áskor­an­ir en stuðn­ing­ur við full­orð­ið ein­hverft fólk sé nán­ast eng­inn. „Við er­um huldu­fólk­ið í kerf­inu,“ seg­ir Guð­laug sem glím­ir nú við ein­hverf­ukuln­un í ann­að sinn á nokkr­um ár­um.
Seinhverfur og stefnir á góðan seinni hálfleik
6
ViðtalEin í heiminum

Sein­hverf­ur og stefn­ir á góð­an seinni hálfleik

Páll Ár­mann Páls­son var greind­ur ein­hverf­ur þeg­ar hann var á fer­tugs­aldri og seg­ir að sorg­in yf­ir því að hafa ver­ið ein­hverf­ur hálfa æv­ina án þess að vita það sé djúp. Líf hans hafi ver­ið þyrn­um stráð. Hann ætl­ar að eiga góð­an ,,seinni hálfleik" þótt það taki á að búa í sam­fé­lagi sem ger­ir ekki ráð fyr­ir ein­hverfu fólki.
Sigmundur Davíð hættir við
7
Fréttir

Sig­mund­ur Dav­íð hætt­ir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.

Mest lesið í vikunni

Sigmundur Davíð hættir við
1
Fréttir

Sig­mund­ur Dav­íð hætt­ir við

„Ég neydd­ist til að hætta við þátt­töku mína vegna þingstarfa á Ís­landi,“ seg­ir Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son við Dagens Nyheter um fyr­ir­hug­aða ræðu sína á ráð­stefnu sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­manna.
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
2
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
3
Greining

Ekki bara pest að kjósa Fram­sókn

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er óvænt orð­in heit­asta lumma ís­lenskra stjórn­mála. Ungt fólk, sér­stak­lega ung­ar kon­ur, virð­ast lað­ast að flokkn­um. Spill­ing­arstimp­ill­inn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virð­ist horf­inn. Hvað gerð­ist? Geng­ur vofa bæjarra­dikal­anna ljós­um log­um í flokkn­um?
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
4
ViðtalHamingjan

Úti­vist og hreyf­ing í góð­um hópi eyk­ur lífs­gleði

Harpa Stef­áns­dótt­ir hef­ur þurft að rækta ham­ingj­una á nýj­an hátt síð­ustu ár. Þar hef­ur spil­að stærst­an þátt breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­mynstri. Hún hef­ur auk þess um ára­bil bú­ið í tveim­ur lönd­um og seg­ir að sitt dag­lega líf hafi ein­kennst af að hafa þurft að hafa fyr­ir því að sækja sér fé­lags­skap og skapa ný tengsl fjarri sínu nán­asta fólki. Harpa tal­ar um mik­il­vægi hóp­a­starfs tengt úti­vist og hreyf­ingu en hún tel­ur að hreyf­ing í góð­um hópi stuðli að vellíð­an.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
5
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Hilmar Þór Hilmarsson
6
Pistill

Hilmar Þór Hilmarsson

Kína vakn­að og Banda­rík­in safna liði

„Hags­mun­ir Kína og Rúss­lands munu ekki endi­lega fara sam­an í fram­tíð­inni,“ skrif­ar Hilm­ar Þór Hilm­ars­son.
Þrettán ræðumenn lýst nasískum skoðunum - Sigmundur Davíð svarar ekki um þátttöku sína
7
Fréttir

Þrett­án ræðu­menn lýst nasísk­um skoð­un­um - Sig­mund­ur Dav­íð svar­ar ekki um þátt­töku sína

Meiri­hluti þeirra sem deila sviði með Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni á ráð­stefnu í Sví­þjóð hafa starf­að með hægriöfga­sam­tök­um, sum­ir í flokki sem vill senda millj­ón inn­flytj­end­ur úr landi. For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi svar­ar ekki spurn­ing­um.

Mest lesið í mánuðinum

Helgi Seljan
1
Leiðari

Helgi Seljan

Í landi hinna ótengdu að­ila

Á Ís­landi eru all­ir skyld­ir öll­um, nema Sam­herja.
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
2
ViðtalEin í heiminum

„Rosa­legt álag“ að vera ein­hverf úti í sam­fé­lag­inu

Elísa­bet Guð­rún­ar og Jóns­dótt­ir seg­ir að geð­ræn veik­indi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu af­leið­ing álags sem fylgi því að vera ein­hverf án þess að vita það. Stöð­ugt hafi ver­ið gert lít­ið úr upp­lif­un henn­ar og til­finn­ing­um. Hún hætti því al­far­ið að treysta eig­in dómgreind sem leiddi með­al ann­ars til þess að hún varð út­sett fyr­ir of­beldi.
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
3
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Þetta er göngu­leið­in að nýja eld­gos­inu

Besta göngu­leið til að nálg­ast eld­gos­ið í Mera­döl­um ligg­ur vest­an meg­in hrauns­ins og eft­ir upp­haf­legu gos­göngu­leið­inni. Geng­ið er frá bíla­stæði við Suð­ur­strand­ar­veg. Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn send­ir kort af göngu­leið­inni.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
4
Afhjúpun

Sig­mund­ur Dav­íð á ráð­stefnu með sænsk­um þjóð­ernisöfga­mönn­um

Gyð­inga­hat­ar­ar, nýnas­ist­ar, stuðn­ings­menn við inn­rás Rússa í Úkraínu og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, verða með­al ræðu­manna á ráð­stefnu í Sví­þjóð sem skipu­lögð er af neti hægriöfga­hópa.
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
5
Viðtal

Ís­land með aug­um úkraínskr­ar flótta­konu

Tania Korolen­ko er ein þeirra rúm­lega þús­und ein­stak­linga sem kom­ið hafa til Ís­lands í leit að skjóli und­an sprengjuregni rúss­neska inn­rás­ar­hers­ins eft­ir inn­rás­ina í Úkraínu. Heima starf­rækti hún sum­ar­búð­ir fyr­ir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyr­ir ekki margt löngu út smá­sagna­safn. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína og dvöl á Ís­landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fylgj­ast með kynn­um flótta­konu af landi og þjóð.
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
6
Pistill

Þolandi 1639

Verð­ur þú með ger­anda mín­um um versl­un­ar­manna­helg­ina?

Rétt eins og þú er hann ef­laust að skipu­leggja versl­un­ar­manna­helg­ina sína, því hann er al­veg jafn frjáls og hann var áð­ur en hann var fund­inn sek­ur um eitt sví­virði­leg­asta brot­ið í mann­legu sam­fé­lagi.
Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
7
Fréttir

Spyr hvort starfs­fólk Mogg­ans muni mót­mæla eða beita vinnu­stöðv­un

Rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son velt­ir fyr­ir sér hvort þol­in­mæði starfs­fólks Morg­un­blaðs­ins fyr­ir rit­stjórn­arp­istl­um sem af­neita lofts­lags­breyt­ing­um sé tak­marka­laus.

Nýtt á Stundinni

Páll Óskar Hjálmtýsson
Karlmennskan#100

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son

Braut­ryðj­and­inn, popp­goð­ið, homm­inn og hin ögr­andi þjóð­ar­ger­semi Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son er heið­urs­gest­ur 100. hlað­varps­þátt­ar Karl­mennsk­unn­ar. Við kryfj­um karl­mennsk­una og kven­leik­ann, leik­rit­ið sem kyn­hlut­verk­in og karl­mennsk­an er, skápa­sög­una og kol­röngu við­brögð for­eldra Palla, karlremb­ur, and­spyrn­una og bak­slag í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Dom­in­os og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóð­ar upp á þenn­an þátt.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Fréttir

Tug­millj­óna bar­átta um topp­sæti Sjálf­stæð­is­fólks

Hild­ur Björns­dótt­ir varði 9,3 millj­ón­um í bar­áttu sína fyr­ir odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyr­ir síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Keppi­naut­ur henn­ar um sæt­ið, Ragn­hild­ur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, eyddi 8,8 millj­ón­um. Fram­boð odd­vit­ans skil­aði hagn­aði.
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
Flækjusagan#39

Hef­ur Taív­an alltaf ver­ið hluti Kína?

Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
FréttirHvalveiðar

Eft­ir­lits­mað­ur send­ur um borð í hval­veiði­skip­in

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra hef­ur sett reglu­gerð sem kveð­ur á um eft­ir­lit með hval­veið­um. Fiski­stofa mun senda starfs­mann um borð í hval­veiði­skip sem fylg­ist með og tek­ur upp mynd­bönd sem síð­an verða af­hent dýra­lækni Mat­væla­stofn­un­ar til skoð­un­ar.
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Fréttir

Tölvu­árás á Frétta­blað­ið sögð rúss­nesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Fram­tíð geim­ferða í upp­námi vegna Úkraínu­stríðs­ins

Rúss­ar til­kynntu á dög­un­um að þeir myndu draga sig út úr al­þjóð­legu sam­starfi um geim­ferð­ir inn­an tveggja ára. Stór hluti af Al­þjóð­legu geim­stöð­inni, ISS, er í eigu Rússa og fram­tíð henn­ar er því skyndi­lega í upp­námi. Önn­ur sam­starfs­ríki töldu rekst­ur stöðv­ar­inn­ar tryggð­an til árs­ins 2030 en meira en ára­tug­ur er í að ný geim­stöð verði til­bú­in til notk­un­ar.
ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.