Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Rannsóknir fíkniefnamála í lamasessi og miðlæga deildin sögð „gjörsamlega í molum“

Lít­ið er um frum­kvæð­is­rann­sókn­ir og lög­regl­an ræð­ur ekki leng­ur við um­fangs­mik­il fíkni­efna­mál. „Óstarf­hæft“ og „handónýtt batte­rí“ eru dæmi um ein­kunn­ir sem lög­reglu­menn gefa vinnu­staðn­um. Run­ólf­ur Þór­halls­son, yf­ir­mað­ur mið­lægu deild­ar­inn­ar, mun hætta og hverfa aft­ur til fyrri starfa hjá sér­sveit­inni í byrj­un októ­ber. Við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar ber sam­an um að sam­skipta­vand­inn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ágerst og gegn­sýri æ fleiri svið embætt­is­ins.

Lít­ið er um frum­kvæð­is­rann­sókn­ir og lög­regl­an ræð­ur ekki leng­ur við um­fangs­mik­il fíkni­efna­mál. „Óstarf­hæft“ og „handónýtt batte­rí“ eru dæmi um ein­kunn­ir sem lög­reglu­menn gefa vinnu­staðn­um. Run­ólf­ur Þór­halls­son, yf­ir­mað­ur mið­lægu deild­ar­inn­ar, mun hætta og hverfa aft­ur til fyrri starfa hjá sér­sveit­inni í byrj­un októ­ber. Við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar ber sam­an um að sam­skipta­vand­inn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ágerst og gegn­sýri æ fleiri svið embætt­is­ins.

Rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í lamasessi miðað við það sem áður var og starfsemi miðlægu rannsóknardeildarinnar hefur beðið verulegan hnekki. Lítið er um frumkvæðisrannsóknir og lögreglan ræður ekki lengur við flókin og umfangsmikil fíkniefnamál. Þetta staðfestir fjöldi lögreglumanna, meðal annars starfsmenn umræddrar deildar og fólk í yfirmannsstöðum hjá embættinu, í samtölum við Stundina.

Meira en helmingur þeirra sem áður störfuðu að fíkniefnarannsóknum hefur verið færður til, hætt eða tekið sér launalaust leyfi eftir að lögreglufulltrúi var ranglega sakaður um brot í starfi og óeðlileg samskipti við aðila úr undirheimum. Reyndum starfsmönnum hefur verið bolað úr deildinni og tveir þeirra kvartað undan einelti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra.

Í byrjun vikunnar tilkynnti Runólfur Þórhallsson, núverandi yfirmaður miðlægu deildarinnar, samstarfsmönnum sínum að hann hygðist hætta hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og snúa aftur til fyrri starfa hjá sérsveit ríkislögreglustjóra í byrjun október. 

 

Rannsóknir fíkniefnamála í lamasessiHeimildarmönnum Stundarinnar ber saman um að í dag séu síður eltar ólar við stórlaxana í fíkniefnaheiminum en fókusinn settur á „smákrimmana“ og „einföldu málin“.

Undanfarna mánuði hefur Stundin átt regluleg samtöl við 12 starfsmenn lögreglunnar en þar að auki rætt við fyrrverandi starfsmenn og fólk innan stjórnsýslunnar sem býr yfir upplýsingum um málefni embættisins.

Öllum viðmælendum ber saman um að samskiptavandinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi ágerst og gegnsýri nú flesta starfsemi embættisins. Miðlæga rannsóknardeildin á höfuðborgarsvæðinu hafi veikst umtalsvert og hafi ekki lengur bolmagn til að rannsaka flókin mál. Þá sé mannaflsfrekum rannsóknarúrræðum á borð við skyggingar síður beitt en áður, enda skorti mannskap, sérþekkingu og reynslu til að framkvæma slíkar aðgerðir.

„Óstarfhæf“, „handónýtt batterí“, „brunarústir einar“ og „gjörsamlega í molum“ eru dæmi um þær einkunnir sem heimildarmenn Stundarinnar gefa vinnustaðnum.

Áhersla lögð á „smákrimma“ og „einföldu málin“

Viðmælendum blaðsins ber saman um að í dag sé síður lögð áhersla á að ná stórlöxunum í fíkniefnaheiminum en fókusinn fremur settur á „smákrimma“ og „einföldu málin“.

„Sú kunnátta og þekking sem er nauðsynleg til að ráða niðurlögum þeirra sem stýra eiturlyfjabissnissinum er ekki lengur til staðar,“ segir einn af heimildarmönnum Stundarinnar og annar tekur í sama streng: „Þegar þú losar þig við fólkið sem hefur getuna og kunnáttuna til þess að fara í flóknari málin, þá segir það sig sjálft að lögreglan hefur bara bolmagn til að rannsaka þau litlu.“ Þriðji viðmælandinn tekur enn dýpra í árinni: „Kannski er óábyrgt af mér að segja það, en það er eflaust frábært að vera fíkniefnabarónn í dag. Miðað við það sem áður var, þá eru þeir nánast eftirlitslausir og þurfa varla að fela sig.“

 

Sigríður Björk GuðjónsdóttirLögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Ástandið innan lögreglunnar kom nýlega til tals á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins að frumkvæði Geirs Jóns Þórissonar, varaþingmanns og fyrrverandi yfirlögregluþjóns. Samkvæmt heimildum Stundarinnar spurði hann hvort það væri ekki orðið tímabært að taka á vandanum innan lögreglunnar með afgerandi hætti.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og vinkona Sigríðar Bjarkar, sem skipaði hana í embætti án auglýsingar á sínum tíma, brást harkalega við. Sagði hún að Sigríður hefði mátt þola óvægna umræðu vegna þess að hún væri kona að feta sig á vettvangi þar sem karlar hefðu ráðið lögum og lofum í gegnum tíðina. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun hafa sagt að með tilliti til laga væri það hægara sagt en gert fyrir ráðherra að hrófla við forstöðumanni stofnunar nema sérstakar ástæður lægju að baki.

Minni sérhæfing og meiri miðstýring

Skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið innan lögreglunnar fela í sér að brotaflokkar sem áður voru aðskildir eru komnir undir sama hatt. Samkvæmt nýju skipuriti sem kynnt var sumarið 2015 skiptist rannsóknardeild lögreglunnar nú í tvö svið. Annað sviðið rannsakar kynferðisbrot og hitt sviðið, sem kallað er miðlæga rannsóknardeildin, beinir sjónum að skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnamálum, fjármunabrotum, mansali, vændi, sérrefsilagabrotum, ofbeldisbrotum, erlendum réttarbeiðnum og ýmsu öðru. 

 

Um leið og reyndir rannsóknarlögreglumenn, sem störfuðu á tilteknum sviðum, hafa verið færðir um set er ætlast til þess að aðrir rannsakendur geti sinnt nánast hvaða brotaflokkum sem er. Viðmælendur Stundarinnar, bæði karlar og konur, sem starfað hafa innan lögreglunnar í fjölda ára, telja að með þessu sé unnið gegn sérhæfingu og fyrir vikið verði skilvirkni lögreglurannsókna miklu minni en áður. „Þetta á að heita einhvers konar rannsóknardeild hérna en við erum handónýtt batterí sem gerir lítið annað en að bregðast við og rannsaka málin sem koma upp hverju sinni,“ segir einn af viðmælendum blaðsins. 

Annað sem skipulagsbreytingarnar innan lögreglunnar fela í sér er aukin miðstýring af hálfu lögreglustjórans sjálfs. Þannig taka millistjórnendur færri ákvarðanir en áður tíðkaðist en fá nákvæmari skipanir að ofan. „Í rauninni eru þetta ekki millistjórnendur lengur heldur eins konar sendiboðar. Og menn veigra sér við að taka ákvarðanir sjálfir því þá fá þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki borið þær undir Sigríði,“ segir heimildarmaður Stundarinnar, sem starfað hefur sem yfirmaður hjá lögreglunni.

„Þetta á að heita einhvers konar rannsóknardeild hérna en við erum handónýtt batterí“

Að því er fram kemur í ávarpi Sigríðar Bjarkar í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2015 er eitt af markmiðum skipulagsbreytinganna að „stytta og einfalda boðleiðir“ innan lögreglunnar. „Það hefur reyndar alveg tekist. Boðleiðirnar eru mjög stuttar núna og þetta er einfalt: Sigríður Björk tekur ákvarðanir og aðrir fylgja þeim eftir,“ segir viðmælandi blaðsins.

Aðrir taka undir og segja þetta sérstaklega bagalegt í ljósi þess að oft hafi millistjórnendur betri yfirsýn yfir málefni sem eru til meðferðar á einstaka lögreglustöðvum heldur en lögreglustjórinn sjálfur. Auk þess hægi þetta mjög á ýmissi starfsemi lögreglunnar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
Fréttir

Stétt­ar­fé­lags­formað­ur stað­fest­ir mál­flutn­ing Helga Selj­an

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.
Félag fréttamanna lýsir undrun og vonbrigðum með gagnrýnislausa birtingu ásakana Samherja
Fréttir

Fé­lag frétta­manna lýs­ir undr­un og von­brigð­um með gagn­rýn­is­lausa birt­ingu ásak­ana Sam­herja

Fé­lag frétta­manna seg­ir Sam­herja grafa und­ir fjöl­miðl­um með ásök­un­um á hend­ur Helga Selj­an í mynd­bandi. Fjöl­miðl­ar hafi birt ásak­an­ir Sam­herja gagn­rýn­is­laust í morg­un.
Segja Fréttablaðið birta gagnrýnislausan atvinnuróg: „Varðar grundvallarreglur blaðamennsku“
Fréttir

Segja Frétta­blað­ið birta gagn­rýn­is­laus­an at­vinnuróg: „Varð­ar grund­vall­ar­regl­ur blaða­mennsku“

Helgi Selj­an frétta­mað­ur hafn­ar ásök­un­um Sam­herja. Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins var að­eins rætt við starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Bréf frá Verð­lags­stofu skipta­verðs virð­ist stað­festa til­vist gagna sem Sam­herji seg­ir hafa ver­ið föls­uð eða ekki til.
Fordæma aðför stórfyrirtækisins Samherja að mannorði Helga Seljan
Fréttir

For­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja að mann­orði Helga Selj­an

Út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Sam­herji sak­ar Helga Selj­an ým­ist um að hafa átt við eða fals­að skýrslu sem hann hafi byggt á um­fjöll­un sína um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. Út­varps­stjóri og frétta­stjóri RÚV hafna áburði Sam­herja og for­dæma að­för stór­fyr­ir­tæk­is­ins að mann­orði hans.
Ótrúlegur líkfundur í yfirgefinni franskri villu: Maður myrtur og lá svo ósnertur í 30 ár
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Ótrú­leg­ur lík­fund­ur í yf­ir­gef­inni franskri villu: Mað­ur myrt­ur og lá svo ósnert­ur í 30 ár

Í byrj­un árs keypti fransk­ur auðjöf­ur nið­ur­nídda höll í einu fín­asta hverfi Par­ís­ar á 5,6 millj­arða ís­lenskra króna. Í kjall­ar­an­um leynd­ist lík.
Eyða þrefalt meira í innlendar auglýsingar en Google Ads
Fréttir

Eyða þre­falt meira í inn­lend­ar aug­lýs­ing­ar en Google Ads

Aug­lýs­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar á störf­um í skól­um eru helst keypt­ar í inn­lend­um miðl­um. Ey­þór Arn­alds borg­ar­full­trúi hef­ur gagn­rýnt að störf­in séu aug­lýst og það á er­lend­um vef­síð­um.
Hraktist úr grotnandi húsi á Suðurlandi
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði

Hrakt­ist úr grotn­andi húsi á Suð­ur­landi

Ungt að­flutt par flúði óí­búð­ar­hæft hús­næði sem vinnu­veit­andi þeirra á Suð­ur­landi leigði þeim. Þar var mik­ið um vatns­skemmd­ir og sorp var á víð og dreif um hús­ið og lóð­ina. Yf­ir­mað­ur­inn sagði að aðr­ir út­lend­ing­ar hefðu aldrei kvart­að und­an ástandi hús­næð­is­ins.
107. spurningaþraut: „Undarlegt er að spyrja mennina,“ það má með sanni segja
Þrautir10 af öllu tagi

107. spurn­inga­þraut: „Und­ar­legt er að spyrja menn­ina,“ það má með sanni segja

Hér er þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Hvað er að ger­ast á efri mynd­inni? Og á neðri mynd­inni sá sjá teikni­mynda­per­sónu, sem er ein af að­al­per­són­um í vin­sæl­um teikni­mynda­flokki sem yngsta fólk­ið þekk­ir vel. Þetta er reynd­ar ekki ein af þeim per­són­um sem teikni­mynda­flokk­ur­inn dreg­ur nafn sitt, þær per­són­ur eru nefni­lega nokk­uð öðru­vísi. Hvaða teikni­mynda­flokk­ur er þetta? Og að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Pólitíkin ræður, fagmennirnir greinilega ekki
Blogg

Þorbergur Þórsson

Póli­tík­in ræð­ur, fag­menn­irn­ir greini­lega ekki

Upp­lýst­ur al­menn­ing­ur veit að far­sótt­ir eins og sú sem nú geis­ar hér í land­inu eru al­var­legt mál. Upp­lýst­ur al­menn­ing­ur veit líka að veir­ur spyrja ekki um landa­mæri og hlusta ekki á það sem stjórn­mála­menn segja, held­ur smit­ast bara á milli manna þeg­ar þeir hitt­ast. Og þær gera það án þess að nokk­ur viti. Og þær smit­ast helst ekki nema þeg­ar...
"Það er margt mikilvægara en að lifa"
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

"Það er margt mik­il­væg­ara en að lifa"

Þessi orð eru höfð eft­ir Dan Pat­rick, að­stoð­ar­fylk­is­stjóra Texas, í við­tali á Fox News fyrr á þessu ári. Sagði mað­ur­inn þetta í al­vör­unni? Já, og það ætti ekki að koma þér svo á óvart. Flest bend­ir nefni­lega til þess að hægr­inu sé sama um þig og líf þitt. Ís­lenska hægr­ið, með stuðn­ingi Vinstri-grænna, vill fórna lífi okk­ar fyr­ir tekj­ur af...
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ álits­gjafi í þætti út­gerð­ar­inn­ar um Helga Selj­an

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna

For­stjór­inn svar­ar ekki spurn­ing­um: Nærri 3/4 hlut­ar kaup­verðs Ís­lenskr­ar orkumiðl­un­ar er 600 millj­óna við­skipta­vild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.