Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Sautján rangfærslur og tilraunir Sigmundar til að afvegaleiða umræðuna

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að af­vega­leiða um­ræð­una um tengsl sín við af­l­ands­fé­lag­ið Wintris Inc. í skatta­skjól­inu á Tor­tóla.

For­sæt­is­ráð­herra hef­ur gert marg­ar til­raun­ir til að af­vega­leiða um­ræð­una um tengsl sín við af­l­ands­fé­lag­ið Wintris Inc. í skatta­skjól­inu á Tor­tóla.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór í viðtal hjá Stöð 2 í hádeginu til að útskýra mál sitt og endurbyggja traust eftir að hann hafði verið staðinn að ósannindum í viðtali við sænskan blaðamann. Hann byrjaði hins vegar viðtalið í dag á rangfærslum.

Stundin hefur tekið saman sautján rangfærslur og tilraunir Sigmundar Davíðs til þess að afvegaleiða umræðuna um félag hans og eiginkonu hans í skattaskjóli.

„Mikilvægt að endurheimta traust“

„Það er mikilvægt að endurheimta traust í íslensku þjóðfélagi, traust til stjórnvalda augljóslega en jafnframt til fjármálakerfisins og hvernig við högum málum okkar. Fólk missti trúna á marg­ar stofn­an­ir og aug­ljós­lega á stjórn­mál­un­um og bönk­un­um við hrunið. Og að treysta þýðing­ar­mikl­um stofn­un­um er afar mik­il­vægt og dýr­mætt fyr­ir sam­fé­lagið. Svo við vilj­um sýna að við lát­um einskis ófreistað.“

Þetta var svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við því af hverju íslenska ríkið hefði keypt gögn um tengsl Íslendinga við aflandsfélög í skattaskjólum. Sá sem spurði var Sven Bergman, sænskur rannsóknarblaðamaður hjá Uppdrag granskning. Með honum í viðtalinu, sem fram fór í ráðherrabústaðnum í Reykjavík, var Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður Reykjavík Media. Viðtalið var birt í sérstökum Kastljósþætti á sunnudag, sem unninn var í samstarfi við Reykjavík Media og samtök rannsóknarblaðamanna ICIJ upp úr gögnum sem lekið var frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama.

„​Það er fyr­ir­tæki, ef ég man það rétt, sem er tengt við eitt þeirra fyr­ir­tækja sem ég gegndi stjórn­ar­mennsku í og það hafði viðskipta­reikn­ing.“

„Ég? Nei“

Í viðtalinu hafnaði Sigmundur því að tengjast sjálfur aflandsfélagi í skattaskjóli. „​Ég? Nei,“ sagði hann en bætti því svo við að hann hefði starfað hjá íslenskum fyrirtækjum sem hefðu haft tengsl við aflandsfélög. Aðspurður um félagið Wintris Inc. sem er núna í eigu eiginkonu hans en var í eigu þeirra beggja fram til ársloka 2009, sagði Sigmundur Davíð: „​Umm, það er fyr­ir­tæki, ef ég man það rétt, sem er tengt við eitt þeirra fyr­ir­tækja sem ég gegndi stjórn­ar­mennsku í og það hafði viðskipta­reikn­ing, sem eins og ég minnt­ist á, hef­ur verið tal­inn fram á skatt­skýrslu frá því það var stofnað.“

Seinna sagði hann að konan hans hefði selt hlut í fjölskyldufyrirtækinu og félagið hefði verið stofnað í kringum það. „​Ég kann ekki einu sinni á þetta allt saman,“ sagði Sigmundur Davíð sem enn virðist vera prókúruhafi í félaginu, þar sem engin gögn hafa sýnt fram á breytingu þess.

Forsætisráðherra vekur heimsathygli

Í gær voru fyrstu fréttir af lekanum sagðar samtímis víða um heim, þótt Sigmundur hefði gagnrýnt tímasetninguna á sýningu á þættinum á RÚV, en víðs vegar beindu fjölmiðlar sjónum sínum að stöðunni hér á landi þar sem forsætisráðherrann og tveir aðrir ráðherrar tengjast aflandsfélögum í skattskjólum. 

Þá vöktu viðbrögð Sigmundar Davíðs í viðtalinu og í kjölfar þess, þar sem hann reyndi að ljúga sig frá málinu og hafa áhrif á fréttaflutning, hneysklan og furðu heimspressunnar. 

Sautján rangfærslur Sigmundar

1. Byrjaði viðtalið á rangfærslum

Sigmundur Davíð byrjaði sjónvarpsviðtal við Stöð 2 í dag á rangfærslum.

Fréttamaður spurði Sigmund: „Nú er hávær krafa um að þú segir af þér eftir tíðindi gærdagsins...“

Sigmundur svaraði með rangri leiðréttingu: „Tíðindi gærdagsins voru svo sem ekki ný ... Aðalatriðið með þennan þátt sem sýndur var í gær var að ég var búinn að gera grein fyrir öllum þeim atriðum sem þar komu fram.“

Sigmundur hafði hins vegar ekki gert grein fyrir ýmsum atriðum sem komu fram í þættinum. Til dæmis hafði hann ekki gert grein frá því að hann hefði verið skráður með prókúru fyrir félagið, að konan hans hefði ekki tekið við framkvæmdastjórn félagsins fyrr en seinni hluta árs 2010, að hann hefði selt félagið degi fyrir lagabreytingar sem tengjast félögum í skattaskjólum og að starfsmenn lögfræðistofu í Panama hefðu verið skráðir stjórnarmenn. Auk þess hafði ekki komið fram að Sigmundur hefði sagt ósatt í viðtali við sænskan rannsóknarblaðamann, að hann hafi gengið út úr viðtalinu og að hann hefði farið fram á að það yrði ekki birt.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

„Verulega óheppilegt og óæskilegt“ að styrkir til lögreglumanna hafi endað í einkafyrirtæki
Fréttir

„Veru­lega óheppi­legt og óæski­legt“ að styrk­ir til lög­reglu­manna hafi end­að í einka­fyr­ir­tæki

Í yf­ir­lýs­ingu frá Ís­lenska lög­reglu­for­laginu biðst fyr­ir­tæk­ið af­sök­un­ar á því að nokk­ur fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og sam­tök hafi ver­ið skráð í aug­lýs­ingu á veg­um FÍFL. Lög­reglu­stjóri sem styrkt hef­ur fjár­söfn­un í gegn­um for­lagið gagn­rýn­ir að stærst­ur hluti styrks­ins hafi end­að í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.
424. spurningaþraut: Ju Wenjun, Louise Glück og fleiri
Þrautir10 af öllu tagi

424. spurn­inga­þraut: Ju Wenj­un, Louise Glück og fleiri

Hér neðst er hlekk­ur á síð­ustu þraut, tak­ið eft­ir því. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað kall­ast hinir breyti­legu vind­ar á Indlandi og Suð­aust­ur-As­íu sem færa stund­um með sér mik­ið regn? 2.  Í hvaða heims­álfu er land­ið Bel­ize? 3.  Hvað er hnall­þóra? 4.  Í eina tíð deildu menn á Ís­landi um...
Stærstur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekstur lögregluforlags
Fréttir

Stærst­ur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekst­ur lög­reglu­for­lags

Að baki um­deildr­ar fíkni­efna­aug­lýs­ing­ar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku stend­ur Ís­lenska lög­reglu­for­lagið en fyr­ir­tæk­ið tek­ur að sér að safna og inn­heimta styrki fyr­ir hönd Fé­lags ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna. Af þeim styrkj­um sem for­lagið safn­aði fór að­eins minni­hluti af þeim í þann mál­stað sem safn­að var fyr­ir.
Rúmlega þúsund læknar skora á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Rúm­lega þús­und lækn­ar skora á stjórn­völd að axla ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu

Svandís Svavars­dótt­ir var „upp­tek­in í öðru“ þeg­ar nokkr­ir lækn­ar mættu með und­ir­skrift­ir þús­und og eins lækn­is sem skor­aði á stjórn­völd að taka ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu. Einn lækn­anna seg­ir að „mæl­ir­inn sé full­ur“ hjá öll­um vegna úr­ræða­leys­is.
Lögmaður Ballarin orðinn eigandi helmingshlutar nýja WOW
Fréttir

Lög­mað­ur Ball­ar­in orð­inn eig­andi helm­ings­hlut­ar nýja WOW

Páll Ág­úst Ólafs­son, lög­mað­ur og tals­mað­ur Michele Ball­ar­in, sem keypti eign­ir þrota­bús WOW air ár­ið 2019 er orð­inn eig­andi helm­ings hluta­fjár í fé­lag­inu sem stend­ur að baki hinu nýja WOW. Fé­lag­ið er sagt hafa sótt um flugrekstr­ar­leyfi hjá Sam­göngu­stofu.
Hver ertu?
Blogg

Léttara líf

Hver ertu?

Þeg­ar stórt er spurt er fátt um svör. Þeg­ar ég hef spurt fólk þess­ar­ar spurn­ing­ar þá fæ ég iðu­lega svar­ið við spurn­ing­unni „Við hvað vinn­irðu?“ Það finnst mér mjög áhuga­vert en jafn­framt ansi dap­urt. Flest­ir skil­greina hver þeir eru út frá því við hvað þeir starfa. Þetta sýn­ir hversu stórt hlut­verk vinn­an spil­ar í lífi okk­ar, og allt of stórt...
Hvað finnst vegagerðinni um Kötlu?
Blogg

Listflakkarinn

Hvað finnst vega­gerð­inni um Kötlu?

Ný­ver­ið birt­ist aug­lýs­ing í boði FÍFL (fé­lag ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna) í morg­un­blað­inu. Það mætti í sjálfu sér velta fyr­ir sér hvers vegna jafn lítt les­ið blað, með jafn­háu aug­lýs­inga­verði verð­ur ít­rek­að fyr­ir val­inu hjá rík­is­stofn­un­um þeg­ar þær aug­lýsa eða kaupa sér áskrift­ir, en við skul­um geyma þær pæl­ing­ar í bili. Aug­lýs­ing­in lít­ur í fyrstu út fyr­ir að vera for­varn­ar-aug­lýs­ing ætl­uð ung­menn­um...
423. spurningaþraut: Báðar aukaspurningar eru sprottnar frá Kötlu
Þrautir10 af öllu tagi

423. spurn­inga­þraut: Báð­ar auka­spurn­ing­ar eru sprottn­ar frá Kötlu

Hlekk­ur á síð­ustu (og næstu) þraut er hér neðst. * Auka­spurn­ing­ar eru báð­ar sprottn­ar úr sjón­varps­serí­unni Kötlu. Hér að of­an sjást drang­ar nokkr­ir sem ganga í sjó fram við Vík í Mýr­dal, þar sem Katla ger­ist. Hvað heita þeir? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Und­ir hvaða jökli er eld­stöð­in Katla? 2.  Hvaða ár lauk síð­ari heims­styrj­öld­inni? 3.  Barn­ung stúlka með fræga slöngu­lokka...
Eimskipsmenn enn til rannsóknar eftir sátt og milljarðasekt
Fréttir

Eim­skips­menn enn til rann­sókn­ar eft­ir sátt og millj­arða­sekt

Rann­sókn yf­ir­valda á lög­brot­um Eim­skips er enn í gangi jafn­vel þó að fyr­ir­tæk­ið hafi gert sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Mál starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið á borði hér­aðssak­sókn­ara og fyr­ir­renn­ara síð­an ár­ið 2014. Sam­skip svar­ar engu um sína hlið máls­ins.
Læknanemar krefjast aðgerða
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækna­nem­ar krefjast að­gerða

Tíu lækna­nem­ar sendu í gær fram­kvæmda­stjórn Land­spít­ala bréf þar sem þau biðla hana að gera strax ráð­staf­an­ir til að tryggja full­nægj­andi mönn­un á bráða­mót­töku.
Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn biðst af­sök­un­ar en seg­ir að­eins Jó­hann­es hafa brot­ið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.
Sjávarútvegurinn undanþeginn nýjum lögum um hringrásarhagkerfið
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn und­an­þeg­inn nýj­um lög­um um hringrás­ar­hag­kerf­ið

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings.