Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Pólitísk svik eru gjarnan tengd loforðum sem reynist erfitt að uppfylla“

Fyrsta verk­efni Ótt­ars Proppé, for­manns Bjartr­ar fram­tíð­ar, eft­ir kosn­ing­ar yrði að leggja nið­ur manna­nafna­nefnd. Hann seg­ist fá lík­am­legt of­næmi þeg­ar hann finn­ur sig í um­hverfi þar sem karl­ar sitja ein­ir að ráð­um.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, fór upphaflega óvart út í stjórnmál til að styðja við Jón Gnarr í Besta flokknum í borginni. „Ég hef haldið áfram í stjórnmálum af því að ég vil gera gagn og hef fundið að ég get haft jákvæð áhrif,“ segir hann. 

 

 

Björt framtíð var stofnuð árið 2012 og bauð í fyrsta skipti fram í alþingiskosningum árið 2013. Flokkurinn fékk 8,2 prósenta fylgi og sex þingmenn. Björt framtíð er „frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing“ og hefur vakið athygli fyrir áherslu á ábyrg stjórnmál, meiri sátt og jákvæðari umræðu á Alþingi. 

Óttarr tók við formennsku í flokknum á síðasta ári eftir að Guðmundur Steingrímsson hætti sem formaður. Á sama tíma hætti Róbert Marshall sem þinglokksformaður flokksins. 

Aðspurður hvernig standi á því að flokkur sem hafi „meiri sátt“ sem eina af fjórum meginstefnum endi með uppgjöri tveggja 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu