Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Lyfjastefna Óttars gagnrýnd: „Ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir“

Í lyfjastefnu heilbrigðisráðherra er lögð áhersla á að efla „kostnaðarvitund“ almennings.

Í lyfjastefnu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra eru engin fyrirheit gefin um að sett verði þak á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna allra lyfja. Hins vegar er lögð áhersla á að efla „kostnaðarvitund“ almennings og heilbrigðisstarfsfólks. 

Stefnan var lögð fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu í loks mars og gekk til velferðarnefndar 4. apríl. Hvergi er fjallað með beinum hætti um kostnaðarhlutdeild sjúklinga vegna lyfja í stefnunni sjálfri, en í greinargerð er hins vegar tekið fram að ekki sé nóg „að lyf séu ávallt fáanleg á markaði heldur þurfa þau að vera á viðráðanlegu verði og tryggt að Sjúkratryggingar Íslands taki virkan þátt í kostnaði notenda þeirra svo stuðlað sé að sem mestum jöfnuði“. 

Í umsögn MND-félagsins á Íslandi um lyfjastefnuna er bent á þetta. „Það er mikið rætt um kostnaðarvitund fagfólks og notanda í stefnunni. Við yfirlestur er ekki eitt orð um hámarks kostnaðarþátttöku þeirra sem eru veikir,“ skrifar Guðjón Sigurðsson, formaður félagsins. „Held að það hljóti að eiga heima í Lyfjastefnu svo ekki verði einvörðungu mögulegt fyrir fyrir fólk á þingmannalaunum að kaupa sér lífsnauðsynleg lyf.“ 

Árið 2013 var sett þak á kostnað sjúklinga vegna þeirra lyfja sem Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í að greiða. Byggir greiðsluþátttökukerfið á á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils, en þau lyf sem Sjúkratryggingar taka ekki þátt í að greiða falla utan greiðsluþrepanna.

„Held að það hljóti að eiga heima í Lyfjastefnu
svo ekki verði einvörðungu mögulegt fyrir
fyrir fólk á þingmannalaunum að kaupa
sér lífsnauðsynleg lyf“

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að ráðherra hyggist beita sér fyrir lækkun á kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði. Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lækniskostnaðar og þjálfunar tekur gildi í byrjun maí, en kerfið tekur ekki til lyfja. Þetta benti Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, á þegar rætt var um lyfjastefnuna á Alþingi í byrjun mánaðar.

„Það er að koma nýtt greiðsluþátttökukerfi 1. maí en þar er ekki tekið á lyfjakostnaði. Stór þáttur í kostnaðinum eru lyfin,“ sagði hún og bætti við: „Hvernig ætlum við að koma til móts við fólk þannig að við látum ekki veikt fólk vera í kvíðakasti vegna fjárhagsáhyggna þegar það þarf mest á því að halda að geta verið í ró og næði til að ná heilsu aftur?“

Halldóra og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Óttar fyrir að fjalla ekki með beinum hætti um kostnaðarþátttöku sjúklinga í stefnunni.

„Ástæðan fyrir því að ekki er sérstaklega farið inn í kostnaðarþátttökuna á annan hátt en með þessari almennu stefnu er vegna þess að það er ákveðið á endanum í fjárlögum og fjárheimildum ríkisins til málaflokksins. Þar erum við sammála, ég og þingmaðurinn, um að það eigi að gera betur,“ svaraði hann og bætti við: „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að lækka greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Lyf eru ekki undanskilin þar. Ástæðan fyrir því að það er ekki nákvæmar orðað í lyfjastefnunni er vegna þess að fjárheimildirnar eru ákveðnar af Alþingi í fjárlögum.“

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, gaf lítið fyrir þessa útskýringu Óttars. „Gott og vel, það verður auðvitað gert í fjárlögum,“ sagði hún. „En ég sakna þess engu að síður að þessa sjáist ekki stað í fjármálaáætluninni. Það hefði að mínu mati verið ákveðin undirbygging fyrir það sem kemur í fjárlagafrumvarpinu þegar það svo kemur fram.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Viðtal

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Viðtal

„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“