Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Öskrað í koddann: Lifað eftir skyndilegan barnsmissi

Kristó­fer Al­ex­and­er Kon­ráðs­son var fimm ára þeg­ar hann kvaddi þenn­an heim. Eft­ir sitja ung­ir for­eldr­ar með stóra spurn­ingu. Af hverju hann? Ásrún Harð­ar­dótt­ir og Kon­ráð Hall­dór Kon­ráðs­son hafa sótt hjálp í sorg­inni; fyrst var það áfalla­hjálp, síð­an sál­fræði­með­ferð, þá Ný dög­un og í nokk­ur ár hafa þau sótt hjálp í Birtu, sem er fé­lag for­eldra barna sem lát­ast skyndi­lega. Þau tala um Kristó­fer, sorg­ina, doð­ann sem henni fylg­ir og hvað þau ráð­leggja for­eldr­um sem missa barn.

Öskrað í koddann: Lifað eftir skyndilegan barnsmissi
Foreldrar Kristófers Ásrún Harðardóttir og Konráð Halldór Konráðsson upplifa líkamleg áhrif af sonarmissinum. Mynd: Kristinn Magnússon

Á leiðinu hans Kristófers litla teygja blómin sig í áttina til sólar á sumrin og ævintýraleg snjókorn virðast bera kveðju frá himnum þegar þau leggjast á steininn og jörðina á veturna. Mynd af Kristófer litla er líka greypt í steininn. Þar brosir hann eilífu brosi.

„Það var erfitt að velja legstein,“ segir faðir hans, Konráð Halldór Konráðsson. „Úrvalið er svo mikið og okkur fannst þurfa að vera ægilega stór minnisvarði á leiðinu. Við fórum alveg hringinn í þessu. Svo er þetta frekar látlaus steinn.“

Konráð vinnur hjá steinsmiðju og vann sjálfur við legsteininn. „Það var gott að gera þetta sjálfur fyrst maður hafði aðstöðu til.“ 

Duglegur drengur

6. júlí 2005.

Kristófer fæddist á fallegum degi á Akranesi. Fjölskyldan bjó á Vopnafirði þar til hann var sex mánaða, en þá fluttu þau til Reykjavíkur.

„Hann fæddist mjög stór og var alltaf frekar stór,“ segir móðir hans, Ásrún Harðardóttir. „Það var ótrúlega mikið veikindavesen á honum fyrstu árin. Hann var með mjög léleg lungu og fékk lungnabólgu fimm sinnum eitt árið. Ég var í vinnu á þessum tíma og það endaði með því að ég sagði upp vinnunni því ég kunni ekki við að hringja svona oft og segjast vera með veikt barn. Hann fékk síðan sprautur og hresstist. Hann var í íþróttaskóla þegar hann var fjögurra ára þar sem voru krakkar á öllum aldri og hann klifraði upp í köðlum og rúllaði upp þessum sjö og átta ára. 

Hann var annars ánægðastur ef hann fékk bara bandspotta og gat verið að binda í eitthvað, þræða og draga.“

„Hann var mikið í bílum og átti byggingakrana sem hann lék sér svolítið mikið með. Hann var mjög nægjusamur og duglegur að dunda sér,“ segir Konráð. „Hann lifði samt frekar hratt, bæði í hreyfingum og í tali. Hann var óðamála í öllu sem hann sagði og var klár að koma hlutunum frá sér og var algjör orkubolti.“

Fór ungurKristófer Alexander Konráðsson var fimm ára þegar hann kvaddi þetta líf. „Hann var mikið í bílum og átti byggingakrana sem hann lék sér svolítið mikið með. Hann var mjög nægjusamur og duglegur að dunda sér,“ segir Konráð, faðir hans.

Slysið í fjósinu

5. mars 2011.

Konráð fór til móður sinnar sem var bóndi fyrir vestan en fjölskyldan fór oft þangað í sveitasæluna. Kristófer var með í för og 16 ára dóttir Konráðs af fyrra sambandi, Ingibjörg, hitti feðgana fyrir vestan.

„Sambýlismaður mömmu var að fara í snjósleðaferð þá helgi þannig að við fórum vestur til að mjólka með henni. Ása og Sandra voru eftir heima.“

Það var tekið á móti þeim opnum örmum þegar í sveitina var komið en Kristófer þekkti ævintýraheiminn í sveitinni vel og var oft búið að segja honum hvað hann ætti að varast. 

Þau fóru út í fjós daginn eftir þar sem, fyrir utan kýrnar í básunum sínum, voru hundur og köttur sem hlupu um. Kristófer fannst vera gaman. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár