Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Forsetinn sem hætti aftur við að hætta

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son hef­ur ákveð­ið að bjóða sig fram til for­seta þrátt fyr­ir fyrri orð hans um ann­að.

Forsetinn sem hætti aftur við að hætta

Ólafur Ragnar Grímsson er hættur við að bjóða sig ekki fram til forseta í komandi forsetakosningum. Þetta er í annað skiptið sem hann hættir við að hætta sem forseti Íslands.

Hann segist vera hættur við að hætta sem forseti vegna fjölda áskorana upp á síðkastið. „Í kjölfar nýliðinna atburða hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu minnar, reynslu og ábyrgðar, og beðið mig að endurskoða ákvörðunina sem ég gaf út í nýársávarpinu, hvatt til þess að ég gefi á ný kost á mér til embættis forseta Íslands, standi áfram vaktina með fólkinu í landinu. Eftir atburði síðustu vikna og í ljósi óvissunnar framundan hefur sú alda þrýstings orðið æði þung,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi rétt í þessu.

„Mér hefur iðulega verið vísað til þess að eftir alþingiskosningar geti myndun nýrrar ríkisstjórnar reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar þrungin spennu,“ útskýrði hann. 

Atburðirnir að undanförnu hafi mótað afstöðu hans: „Hvernig þeir hafa varpað ljósi á ástandið í þjóðfélaginu, hugarfarið í þjóðfélaginu, stöðu þingsins, stöðu stjórnvalda hefur orðið til þess að menn segja einhvers staðar verður að vera kjölfesta og reynsla.“

Hann sagðist átta sig á því að ákvörðun hans yrði ekki óumdeild. „Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir á sömu skoðun.“ 

Sagðist ætla að hætta

Áður hefur Ólafur Ragnar skýrt kveðið á um að hann muni ekki bjóða sig aftur fram til forseta. Í nýársávarpi sínu sagði hann til að mynda að sú „margþætta óvissa sem hefði fyrir fjórum árum leitt til þess að skorað var á hann að gegna áfram embætti forseta mótaði ekki lengur stöðu Íslendinga. Aðstæður þjóðarinnar væru þess eðlis að hann gæti frekar orðið að liði ef val á verkefnum væri aðeins á hans forsendum, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur:

Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gengdi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga. Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi nú, að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum,” sagði Ólafur Ragnar þann 1. janúar 2016.

Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, með orðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríki óvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds á komandi árum. Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs,“ sagði Ólafur Ragnar.

Ætlaði að sinna samvinnu á Norðurslóðum

Þess í stað sagðist hann ætla að sinna samvinnu á Norðurslóum, treysta sess Íslands sem miðstöðvar þeirrar umræðu og styrkja Hringborð Norðurslóða sem árlegan vettvang þjóða heims. Kraftar mínir verða líka áfram helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum og samstarfi við þjóðir nær og fjær um aukna nýtingu hreinnar orku.

Frelsi frá daglegum önnum hér á staðnum mun einnig gefa mér meiri tíma til að sinna vaxandi ákalli um myndun alþjóðlegrar samstöðu um verndun hafanna og sjálfbæra nýtingu auðlinda sjávar, verkefni sem öðlast getur aukinn styrk í krafti reynslu og tækni sem við Íslendingar höfum að miðla.

Ólafur Ragnar er fimmti forseti lýðveldisins, en fimmta kjörtímabili hans lýkur þann 25. júní þegar kosið verður um nýjan forseta. 

Gerði það sama síðast

Í aðdraganda síðustu forsetakosninga fyrir fjórum árum lék hann svipaðan leik. Þá lét hann líka að því liggja í nýársávarpinu að hann ætlaði sér ekki aftur í framboð, þar sem hann aðstæður þjóðarinnar væru þess eðlis að hann gæti fremur orðið að liði ef val á verkefnum væru eingöngu háð hans vilja. Þegar skyldur þjóðhöfðingjans hvíla ei lengur á mínum herðum fæ ég meira frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum sem hafa lengi verið mér kær, get á annan veg tekið þátt í að efla framfarir og hagsæld, vísindi, rannsóknir og atvinnulíf, sagði Ólafur Ragnar þann 1. janúar 2012. Ákvörðun mín felur því ekki í sér kveðjustund heldur upphaf að annarri vegferð, nýrri þjónustu við hugsjónir sem hafa löngum verið mér leiðarljós; frjálsari til athafna en áður og ríkari af reynslunni sem forsetaembættið færir hverjum þeim sem þjóðin kýs.

Í mars snerist honum síðan hugur og hann tilkynnti framboð sitt til forseta. Hann var þá fyrsti sitjandi forsetinn sem hafði hætt við að hætta, en ástæðuna sagði hann vera þá að hann hefði tekið á móti undirskriftarlista með tæplega 31 þúsund áskorunum. Vegna óvissu með stjórnskipan lýðveldis, stöðu flokkakerfis og forsetans vegna fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni hafi hann ákveðið að gefa áfram kost á sér.

Útilokaði ekki að hætta á miðju kjörtímabili

Hann útilokaði þó ekki að hætta á miðju kjörtímabili og sagðist vonast til þess að þjóðin myndi sýna því skilning ef hann hyrfi til annarra starfa: Þegar óvissunni verður eytt, vonandi fljótlega, á næstu misserum eða innan örfárra ára, að þá muni þjóðin sýna því skilning ef að ég tel þá rétt, líka með tilliti til þessara röksemda sem beitt er nú, að ég hverfi þá til annarra starfa áður en að kjörtímabilinu er lokið, sagði hann í viðtali við Stöð 2 þann 4. mars 2012.

Þegar á leið á kosningabaráttuna þvertók hann hins vegar fyrir að hafa ætlað sér að hætta áður en kjörtímabilinu væri lokið. Í maí sagðist hann hafa boðið sig fram til fjögurra ára og allt tal um annað væri rangt. Hann gekk svo langt að tala um það sem áróður af hálfu Svavars Halldórssonar, þáverandi fréttamanns á RÚV og eiginmanns Þóru Arnórsdóttur sem var í mótframboði gegn Ólafi Ragnari. Það er rangt, sá tónn í þeim fréttum sem Svavar var að reyna að búa til í sjónvarpinu, að ég ætlaði bara að vera í tvö ár og eitthvað svoleíðis og það er áróður sem hefur náð töluverðum árangri, sagði Ólafur Ragnar í viðtali við Sprengisand. Við ábendingu þáttastjórnanda um að það væru hans eigin orð sagði Ólafur einfaldlega: „Nei, ég sagði það aldrei. Ég hef aldrei sagt það. Hann hélt því síðan fram að það eina sem hann hefði sagt væri að þegar þessi stóru mál væru komin í „heila höfn og þjóðin væri komin á trausta og örugga siglingu og vildi þá í samræmi við nýja stjórnarskrá velja sér nýjan forseta í samræmi við þær reglur og það umboð þá væri hann tilbúinn til að stíga til hliðar.

15 frambjóðendur komnir fram

Fimmtán manns hafa boðað framboð sitt í embætti forseta Íslands. Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi tilkynnti á Facebook rétt í þessu að hann væri hættur við framboð í ljósi þess að Ólafur Ragnar hyggðist halda áfram. 

„Í ljósi yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands hef ég ákveðið að draga frambođ mitt til embættis forseta Íslands til baka. Ég þakka öllum þeim sem sýnt hafa mér stuðning á undanförnum vikum. Ég lýsi yfir fullum stuđningi við framboð Ólafs Ragnars og vona að hann sitji áfram á Bessastöðum.“

 

 

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi hefur tjáð sig um málið á samskiptavefnum Twitter. Þar segir hún að nú standi valið á milli fortíðar og framtíðar. Hún kjósi framtíð. 

 

 

 

Listi yfirlýstra frambjóðenda

Ari Jósepsson, youtube-listamaður

Andri Snær Magnason rithöfundur

Ástþór Magnússon athafnamaður

Benedikt Kristján Mewes mjólkurfræðingur

Bæring Ólafsson forstjóri

Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur

Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur

Halla Tómasdóttir athafnakona

Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur

Hildur Þórðardóttir, heilari og þjóðfræðingur

Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi

Magnús Ingi Magnússon veitingamaður

Sturla Jónsson bílstjóri

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur

Yfirlýsing Ólafs

Yfirlýsingin sem Ólafur las upp á blaðamannafundinum á Bessastöðum í dag var svohljóðandi: 

„Undanfarin ár hafa verið eins og við vitum öll verið tími umróts og erfiðrar glímu, öldur mótmæla knúðu á um stjórnarskipti og nýjar kosningar árið 2009. Fjöldaaðgerðir lögðu svo grundvöll að tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum til höfuðs ákvörðunum ríkisstjórnar og Alþingis í Icesave-málinu og nýlega söfnuðust þúsundir við Alþingishúsið til að krefjast afsagnar forsætisráðherra og nýrra þingkosninga. Þótt okkur hafi að mörgu leiti miðað vel við lausnir á vandamálum sem sköpuðust í kjölfar bankahrunsins sýna öldur mótmæla og hvernig brugðist var við þeim með því að forsætisráðherra sagði af sér og ákveðið var að flýta Alþingskosningum um heilt löggjafarþing að ástandið er enn viðkvæmt. Stjórnvöld og kjörnir fulltrúar verða að vanda sig.

Í þessu umróti óvissu og mótmæla og í kjölfar nýliðinna atburða hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu minnar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að endurskoða ákvörðunina sem ég tilkynnti í nýársávarpinu og hvatt til þess að ég gefi á ný kost á mér til embættis forseta Íslands, standi áfram vaktina með fólkinu í landinu. Hefur þá iðullega verið vísað til þess að eftir Alþingiskosningar geti myndun nýrrar ríkisstjórnar reynst erfið og flókin og sambúð þings og þjóðar áfram þrungin spennu.

Ýmsir höfðu að vísu á undanförnum mánuðum borið upp slíkt erindi en eftir atburði síðustu vikna og í ljósi óvissunar framundan hefur sú alda þrýstings orðið æði þung. Þessi þróun hefur sett mig í vanda. Þar hefur  frelsið frá daglegum önnum togast á við skylduna sem óskir fólksins í landinu höfðar til. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir á þessari skoðun, telja að tími sé kominn til að annar skipi þetta embætti, en ég hef engu að síður orðið að horfast í augu við fjöldinn sem lagt hefur hart að mér og höfðað til ábyrgðarinnar sem forseti ber, reynslu minnar og traustsins sem fólk hefur sýnt mér. Ég hef því boðið ykkur hingað í dag til að tilkynna að eftir mikla umhugsun er niðurstaða mín að verða við þessum óskum og gefa kost á mér til endurkjörs í komandi forsetakosningum.

Ef niðurstaða þeirra kosninga yrði að þjóðin veldi annan, sem hún treysti betur, þá myndi ég taka því vel, óska honum eða henni allra heilla og ganga glaður til móts við frelsið. Ef þjóðin kýs hins vegar að fela mér að nýju ábyrgð og skyldur forsetans mun ég auðmjúkur áfram þjóna hagsmunum Íslands, standa vaktina með fólkinu í landinu.“

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

"Það er margt mikilvægara en að lifa"
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

"Það er margt mik­il­væg­ara en að lifa"

Þessi orð eru höfð eft­ir Dan Pat­rick, að­stoð­ar­fylk­is­stjóra Texas, í við­tali á Fox News fyrr á þessu ári. Sagði mað­ur­inn þetta í al­vör­unni? Já, og það ætti ekki að koma þér svo á óvart. Flest bend­ir nefni­lega til þess að hægr­inu sé sama um þig og líf þitt. Ís­lenska hægr­ið, með stuðn­ingi Vinstri-grænna, vill fórna lífi okk­ar fyr­ir tekj­ur af...
„Rannsóknarlögreglumaður Samherja“ álitsgjafi í þætti útgerðarinnar um Helga Seljan
FréttirSamherjaskjölin

„Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur Sam­herja“ álits­gjafi í þætti út­gerð­ar­inn­ar um Helga Selj­an

Sam­herji kynn­ir fyrsta þátt vefseríu með við­mæl­anda sem kom að Namib­íu­starf­semi fé­lags­ins þar sem ásak­an­ir á hend­ur RÚV og Seðla­bank­an­um virð­ast við­fangs­efn­ið. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur áð­ur keypt ein­hliða um­fjöll­un um mál­ið sem sjón­varps­stöð­in Hring­braut var sekt­uð fyr­ir.
Forstjórinn svarar ekki spurningum: Nærri 3/4 hlutar kaupverðs Íslenskrar orkumiðlunar er 600 milljóna viðskiptavild
FréttirFestismálið og fjárfestingar lífeyrissjóðanna

For­stjór­inn svar­ar ekki spurn­ing­um: Nærri 3/4 hlut­ar kaup­verðs Ís­lenskr­ar orkumiðl­un­ar er 600 millj­óna við­skipta­vild

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti þriggja ára gam­alt raf­orku­sölu­fyr­ir­tæki með tvo starfs­menn á 850 millj­ón­ir króna. Stofn­andi og stærsti hlut­hafi fyr­ir­tæk­is­ins er Bjarni Ár­manns­son sem teng­ist for­stjóra Fest­is, Eggerti Þór Kristó­fers­syni, og stjórn­ar­for­mann­in­um, Þórði Má Jó­hann­es­syni, nán­um bönd­um.
Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
Fréttir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni rann­saka söl­una á Afr­íkúút­gerð Sjó­la­skipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.
Fékk óhugnanleg skilaboð um að hún stundaði vændi
Fréttir

Fékk óhugn­an­leg skila­boð um að hún stund­aði vændi

Al­ex­andra Jur­kovičová seg­ir lög­reglu ekk­ert að­haf­ast eft­ir að hún til­kynnti um sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi. Kær­asti henn­ar fékk sent skjá­skot með per­sónu­upp­lýs­ing­um og verð­lista þar sem lát­ið var líta út fyr­ir að hún seldi vænd­is­þjón­ustu í Reykja­vík. Hún seg­ir aug­ljóst hver söku­dólg­ur­inn sé.
106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?
Þrautir10 af öllu tagi

106. spurn­inga­þraut: Hvar á Jörð­inni leyn­ist 3,5 kíló­metra hár foss?

Hér er 105. þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Á efri mynd­inni, hver er mað­ur­inn sem ávarp­ar þarna auð­an stól? Og á neðri mynd­inni: Hver er kon­an? En að­al­spurn­ing­ar koma hér: 1.   Í til­efni af mynd­inni af mann­in­um að ávarpa stól, þá ger­ist það í einu leik­riti Shakespeares að mað­ur ávarp­ar stól af því hann tel­ur sig sjá í stóln­um draug...
Bandaríska sovétið
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Banda­ríska sov­ét­ið

Þor­vald­ur Gylfa­son skrif­ar um hnign­un Banda­ríkj­anna og síð­ustu daga Sov­ét­ríkj­anna.
Sigur í þrístökki fyrir utan Óperukjallarann – og kannski eitthvað alvarlegra: Önnur mynd af Steingrími Joð
Nærmynd

Sig­ur í þrístökki fyr­ir ut­an Óperukjall­ar­ann – og kannski eitt­hvað al­var­legra: Önn­ur mynd af Stein­grími Joð

Í ann­arri grein um Stein­grím J. Sig­fús­son drep­ur Karl Th. Birg­is­son nið­ur fæti í tveim­ur bók­um sem hann hef­ur skrif­að. Og end­ar á fylle­ríi fyr­ir fram­an Óperukjall­ar­ann í Stokk­hólmi.
105. spurningaþraut: Hver réði tæplega helmingi af öllu gulli sögunnar á 14. öld?
Þrautir10 af öllu tagi

105. spurn­inga­þraut: Hver réði tæp­lega helm­ingi af öllu gulli sög­unn­ar á 14. öld?

Hér er þraut­in frá í gær. Auka­spurn­ing­ar: Í hvaða borg er mynd­in hér að of­an tek­in? En á neðri mynd­inni, hvert þess­ara ung­menna varð heims­frægt? En hér eru að­al­spurn­ing­arn­ar: 1.   Hvaða fót­boltalið hef­ur oft­ast unn­ið skoska meist­ara­titil­inn í karla­flokki? 2.   Man­sa Músa var kon­ung­ur í ríki einu í byrj­un 14. ald­ar. Hann er tal­inn hafa ver­ið einn rík­asti kóng­ur sög­unn­ar...
Generation Beta
Steindór Grétar Jónsson
Pistill

Steindór Grétar Jónsson

Generati­on Beta

Þús­ald­ar­barn­ið Stein­dór Grét­ar Jóns­son spá­ir í spil­in fyr­ir ár­ið 2375.
Þeirri þjóð er vorkunn
Greining

Þeirri þjóð er vorkunn

Líb­anska þjóð­in stend­ur á kross­göt­um en á litla von um að bjart­ari fram­tíð sé á næsta leyti að mati frétta­skýrenda. Hörm­ung­arn­ar í Beirút á dög­un­um und­ir­strika getu­leysi yf­ir­valda, sem hafa af veik­um mætti reynt að halda þjóð­inni sam­an eft­ir að borg­ara­styrj­öld­inni lauk. Mót­mæl­end­ur tak­ast nu á við óeirð­ar­lög­reglu í höf­uð­borg­inni eft­ir spreng­ing­una og krefjast rót­tækra breyt­inga á stjórn­kerf­inu.
Vantreystir lögreglu vegna framgöngu eftir slys við forgangsakstur
Fréttir

Vantreyst­ir lög­reglu vegna fram­göngu eft­ir slys við for­gangsakst­ur

Krist­ín Geirs­dótt­ir má þakka fyr­ir að sleppa lif­andi eft­ir al­var­legt um­ferð­ar­lsys ár­ið 2016. Lög­reglu­bif­hjól í for­gangsakstri keyrði þá inn í hlið­ina á bíl Krist­ín­ar á ofsa­hraða. Nið­ur­staða hér­aðssak­sókn­ara var að hún bæri ábyrgð á slys­inu, þótt ákveð­ið hafi ver­ið að kæra hana ekki fyr­ir vik­ið. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur hins veg­ar gert marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir við rann­sókn máls­ins og sett spurn­ing­ar­merki við hvort þörf hafi ver­ið á for­gangsakstr­in­um.