Hringdi látlaust í íslenska vinkonu á sama tíma og Birna var í bílnum
Annar skipverjanna af Polar Nanoq reyndi ítrekað að hringja í íslenska vinkonu sína eftir að Birna Brjánsdóttir hvarf upp í rauða Kia Rio bifreið.
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
3
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
4
Fólkið í borginni
1
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
5
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
6
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
7
Viðtal
1
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 19. ágúst.
Enski barinnTvímenningarnir af Polar Nanoq voru á bar við Austurvöll skömmu áður en þeir eru taldir hafa farið með Birnu Brjánsdóttur úr miðborg Reykjavíkur í Hafnarfjörð.
Starfsmaður á bar við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur fékk fjölda símhringinga frá öðrum hinna handteknu í máli Birnu Brjánsdóttur, um það leyti sem Birna hvarf.
Nikolaj Olsen, annar tveggja skipverja af grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, hefur komið oft hingað til lands og á hér kunningja og vinkonur.
Ein þeirra, María Káradóttir, starfar á Enska barnum, eða English pub, í miðborg Reykjavíkur. Þangað kom Nikolaj rétt fyrir miðnætti föstudagskvöldið 13. janúar. Það var rúmum fimm klukkustundum áður en Birna sást í síðasta skipti á öryggismyndavélum við Laugaveg. María var á vakt þetta kvöld.
„Hann kom hingað einn til þess að hitta mig. Ég hef þekkt hann í eitt og hálft ár, alveg frá því ég fór að vinna á barnum. Við spjölluðum oft saman og hann var alltaf almennilegur og kurteis. Mér þótti hann líka aldrei drekka eins mikið og hinir skipverjarnir og var bara alltaf mjög ljúfur og góður. Aldrei með læti eða neitt svoleiðis,“ segir María.
Ölvun eftir sigur í lukkuhjóli
María segist hafa séð á Snapchat á fimmtudeginum að Nikolaj væri kominn til Íslands.
„Ég skrifa til hans og spyr hvort hann sé á Íslandi og hann segist vera hér í nokkra daga. Ég segi honum að kíkja á mig einhvern tímann um helgina því ég sé að vinna á Enska barnum og hann segist ætla að reyna það. Hann mætir síðan rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldið og virðist vera edrú. Situr á móti mér á barnum og við spjöllum heillengi saman.“
María segir Nikolaj hafa verið í góðu skapi þetta kvöld, blandað geði við aðra gesti og tekið þátt í lukkuhjóli staðarins þar sem meðal annars er hægt að vinna átta bjóra.
„Nikolaj fór í lukkuhjólið og vann átta bjóra,“ segir María. „Hann var mjög hress með það og hélt áfram að sitja á barnum og drekka. Hann pantaði sér líka staup,“ bætir hún við.
María segir að Nikolaj hafi verið einn mest allt kvöldið en á einhverjum tímapunkti, kannski rétt fyrir þrjú, hafi Thomas Møller Olsen mætt á barinn.
„Ég vissi ekki að Thomas væri sá sem kom hingað á föstudagskvöldinu til þess að hitta Nikolaj fyrr en ég sá mynd af honum á samfélagsmiðlum. Þá vissi ég að þetta væri sami maðurinn. Hann virtist vera edrú. Fékk sér sæti hjá Nikolaj og fékk hjá honum bjór og drakk eitt staup. Thomas var fámáll. Á þessum tímapunkti var orðið svo mikið að gera að ég var ekki mikið að fylgjast með þeim. Ég heyrði á Nikolaj að hann var orðinn mjög ölvaður. Þeir fóru frá barnum og færðu sig upp á efri pallinn á staðnum. Ég sá þá kannski tvisvar standa þarna uppi á pallinum en síðan ekki meir,“ segir María sem í lok kvölds fékk skilaboð frá Nikolaj í gegnum dyravörð.
Nikolaj og Thomas MøllerNikolaj (til vinstri) mætti á English Pub í miðborg Reykjavíkur föstudagskvöldið 13. janúar og sat við barinn og drakk. Síðar um nóttina kemur Thomas Møller (til hægri] og hittir Nikolaj á barnum. Nikolaj var vísað út vegna ölvunar um klukkan hálf fjögur.
Mynd: Samsett / Facebook
Var vísað út vegna ölvunar
„Við lokum alltaf klukkan fjögur og svona tíu mínútur yfir fjögur, þegar við erum að ganga frá, kemur upp að mér dyravörður sem þekkti líka til Nikolaj og sagði mér að hann væri fyrir utan og hefði óskað eftir því að fá að tala við mig. Dyravörðurinn sagði mér líka að hann hefði þurft að vísa Nikolaj út því hann hefði sofnað á einu borðinu uppi á efri pallinum á staðnum. Þarna fyrir utan sat Nikolaj ásamt annarri konu sem ég veit engin deili á. Ég átti eftir að gera nóg og hann virtist frekar ölvaður þannig að ég lét það vera að ræða við hann. Ég sá aldrei þennan Thomas eftir lokun og veit ekkert hvað varð af honum,“ segir María, sem stuttu eftir þetta leit á símann sinn og sá að Nikolaj hefði reynt að hringja. Þetta var fyrsta af mörgum tilraunum hans til að hringja í Maríu sem teygðu sig fram á hádegi laugardagsins 14. janúar.
„Hann hringir fyrst í mig fimm mínútur í fjögur og þá situr hann fyrir utan skemmtistaðinn. Síðan er hann hringjandi í mig stanslaust alla nóttina og fram á næsta dag. Hann situr fyrir utan staðinn til tæplega hálf fimm og síðan veit ég ekki meir. Ég hafði aldrei séð þennan Thomas áður fyrr en þetta föstudagskvöld. Ég og önnur stelpa sem vinnur hér höfum hins vegar þekkt Nikolaj í langan tíma og þekkjum hann ekki af neinu nema góðu,“ segir María.
Hún segist vera í áfalli yfir hvarfi Birnu.
„Þetta er svo ólíkt honum. Við trúum þessu ekki upp á hann og það á það sama við aðra starfsmenn. Við trúum því ekki að hann hafi gert eitthvað.“
Hringir látlaustNikolaj reyndi ítrekað að ná í Maríu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar eins og sést á þessum gögnum.
Ræddi við hann eftir hvarfið
María ræddi við Nikolaj um miðjan laugardaginn 14. janúar, eftir hvarf Birnu. Samskiptin voru skriflega í gegnum Snapchat.
„Hann reyndi að hringja í mig níu sinnum þessa nótt og síðasta símtalið var klukkan 11:55 á laugardeginum. Þetta voru allt símtöl í gegnum Facebook. Ég vakna þarna rétt eftir hádegi á laugardeginum og segi honum að ég hafi verið með kærasta mínum og hafi ekki getað svarað honum. Ég talaði við hann í gegnum Snapchat. Hann sendi mér strax til baka og sagði að hann væri þunnur. Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi, þar sem hann hafi hringt svo oft. Hann sagði að allt væri í lagi og að þeir myndu væntanlega sigla frá höfn þarna síðar um kvöldið. Við spjölluðum aðeins lengur saman og það var ekkert í samskiptum okkar sem mér fannst eitthvað skrítið eða undarlegt.“
Ræddi við Nikolaj á þriðjudaginn
Samskipti á FacebookMaría ræddi við Nikolaj á Facebook þriðjudaginn 17. janúar.
Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur náði María ekki sambandi við Nikolaj. „Þegar málið kemur síðan í fjölmiðla og það er tengt við þennan togara þá fer ég að reyna að hafa samband við Nikolaj og ég næ því ekki. Ég og önnur vinkona hans förum að ræða þetta og þá sýnir hún mér mynd af Thomasi og þá næ ég að bera kennsl á hann. Að þetta sé sá sem kom og hitti Nikolaj þetta kvöld,“ segir María sem loksins náði sambandi við Nikolaj á þriðjudeginum 17. janúar.
„Það var síðan þriðjudagskvöldið sem að ég sendi honum skilaboð og nokkrum mínútum seinna fékk ég svar. Ég sendi Nikolaj á Facebook og spurði hann hvort hann væri búinn að jafna sig á þynnkunni. Hann sagðist vera góður, á veiðum en á leið til Íslands. Þá sagði hann að það væru vandræði með þráðlausa netið um borð. Ég spurði hann að því hvort hann hefði komist heilu og höldnu um borð í togarann þetta kvöld. Ég fékk ekkert svar. Meira veit ég ekki um málið.“
Stundin greindi lögreglu frá atburðarásinni sem um ræðir fyrir birtingu fréttarinnar. Þá hefur María haft samband við lögreglu og sent upplýsingar til hennar.
Fannst við SelvogsvitaLík Birnu fannst við Selvogsvita en ekki er vitað hvort henni hafi verið varpað í sjóinn þar eða á öðrum stað við sjávarsíðuna.
Mynd: Flickr / Kristján Kristinsson
Tímaröðin í máli Birnu Brjánsdóttur
05:25 - Rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sést við Laugaveg 31. Honum er síðan ekið niður Ingólfsstræti. Þar hverfur hann úr myndavélum norðan Hverfisgötu. Lögreglan telur að Birna hafið farið upp í bílinn örstuttu eftir að hann sést við Laugaveg 31.
05:50 - Mastur greinir síma Birnu við Flatahraun.
05:53 - Rauð bifreið sést á öryggismyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs- og Garðabæjar. Lögreglu grunar að það sé sami bíll. Nokkrum mínútum síðar er slökkt á síma Birnu. Lögreglan getur ekki staðfest að slökkt hafi verið á honum handvirkt.
06:10 - Rauður Kia Rio sést keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn. Skipverjarnir tveir sem eru í haldi lögreglu stíga út úr bílnum. Thomas Moller Olsen er undir stýri en Nikolaj er farþegi. Þeir ræða saman í örstutta stund, kannski eina til tvær mínútur, og síðan gengur Nikolaj um borð. Thomas Moller sest undir stýri og ekur á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar sést rauða Kia Rio-bifreiðin rápa um svæðið áður en honum er ekið burt. Talið er að bifreiðin sé á hafnarsvæðinu í rúmar tuttugu mínútur.
Skór Birnu fundust um það bil 300 metra frá þeim stað þar sem Polar Nanoq lá við höfn. Engar öryggismyndavélar sýna það svæði en lögreglan telur að annar mannanna hafi ekið þangað og verið þar í rúmar 25 mínútur.
Þá hefur lögregla biðlað til ökumanna sem eru með upptökuvélar í bifreiðum sínum að skoða hvort rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sjáist í mynd milli klukkan 07:00 og 11:30 laugardagsmorguninn 14. janúar.
Birna fannst við Selvogsvita en nú reynir lögreglan að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.
Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
3
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
4
Fólkið í borginni
1
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
5
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
6
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
7
Viðtal
1
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
Mest deilt
1
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
2
Fréttir
7
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Formaður Reiðhjólabænda segir öryggi hjólreiðafólks hætt komið, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Löglegt sé til dæmis að taka fram úr reiðhjóli á blindhæð og vanþekking sé meðal ökumanna um þær umferðarreglur sem gilda. Samstillt átak þurfi til að stöðva fjölgun slysa óvarinna vegfarenda.
3
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
4
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
5
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
6
Fréttir
1
Creditinfo setur strangari skilyrði um framúrskarandi fyrirtæki
Stærri fyrirtæki sem sæta opinberum rannsóknum munu verða fjarlægð af lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki. Auknar kröfur um umhverfis-, jafnréttis- og mannréttindastefnu auk samfélagsábyrgðar eru nú lagðar til grundvallar. Stórfyrirtæki sem gengist hafa við samkeppnisbrotum eða sætt opinberum rannsóknum hafa hingað til átt auðvelt með að fá fyrirmyndarstimpil og aðild að samtökum sem kenna sig við samfélagsábyrgð.
7
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
Mest lesið í vikunni
1
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Pistill
Gunnar Hersveinn
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
„Hvað er eðlilegt?“ skrifar Gunnar Hersveinn. „Hentar það stjórnendum valdakerfa best að flestallir séu venjulegir í háttum og hugsun? Hér er rýnt í völd og samfélagsgerð, meðal annars út frá skáldsögunni Kjörbúðarkonan eftir japanska höfundinn Sayaka Murata sem varpar ljósi á marglaga valdakerfi og kúgun þess. Hvaða leiðir eru færar andspænis yfirþyrmandi hópþrýstingi gagnvart þeim sem virðast vera á skjön?“
Úkraínsk yfirvöld eru sögð hafa kyrrsett eigur og fryst bankareikninga fyrirtækisins Santa Kholod í Kænugarði. Yfirvöld þar telja hvítrússnesk fyrirtæki fjármagna innrás Rússa með óbeinum hætti, vegna stuðnings einræðisstjórnar Lukashenko. Santa Kholod er hluti af fyrirtækjakeðju Aleksanders Moshensky, kjörræðismanns Íslands, fiskinnflytjanda og ólígarka í Hvíta-Rússlandi. Sagður hafa skráð fyrirtæki á dóttur sína til að verjast þvingunum ESB.
5
Fréttir
2
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Kaupverð lúxuseigna sem auðmennirnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Róbert Wessman hafa sýslað með endurspeglast ekki í fasteignamati á þeim. Fasteignaskattar geta verið hundruðum þúsunda króna lægri en ef miðað væri við kaupverð þeirra.
6
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
7
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
4
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
5
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Viðtal
1
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
1
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Karlmennskan#100
Páll Óskar Hjálmtýsson
Brautryðjandinn, poppgoðið, homminn og hin ögrandi þjóðargersemi Páll Óskar Hjálmtýsson er heiðursgestur 100. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar. Við kryfjum karlmennskuna og kvenleikann, leikritið sem kynhlutverkin og karlmennskan er, skápasöguna og kolröngu viðbrögð foreldra Palla, karlrembur, andspyrnuna og bakslag í baráttu hinsegin fólks.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Veganbúðin, Dominos og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóðar upp á þennan þátt.
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
Flækjusagan#39
Hefur Taívan alltaf verið hluti Kína?
FréttirHvalveiðar
3
Eftirlitsmaður sendur um borð í hvalveiðiskipin
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um eftirlit með hvalveiðum. Fiskistofa mun senda starfsmann um borð í hvalveiðiskip sem fylgist með og tekur upp myndbönd sem síðan verða afhent dýralækni Matvælastofnunar til skoðunar.
Fréttir
2
Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Vefur Fréttablaðsins verður tekinn niður í kvöld biðjist ritstjórn ekki afsökunar á því að hafa birt fréttamynd frá Úkraínu. Ónafngreindir rússneskir tölvuhakkarar hófu skyndiáhlaup á vef blaðsins í morgun. Rússneska sendiráðið krafðist á sama tíma afsökunarbeiðni og segir blaðið hafa brotið íslensk lög. Steinn Steinarr og Þórbergur Þórðarson hlutu dóma fyrir brot á sömu lagagrein þegar þeir þóttu hafa vegið að æru og heiðri Adolfs Hitler og Nasista.
FréttirÚkraínustríðið
Framtíð geimferða í uppnámi vegna Úkraínustríðsins
Rússar tilkynntu á dögunum að þeir myndu draga sig út úr alþjóðlegu samstarfi um geimferðir innan tveggja ára. Stór hluti af Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, er í eigu Rússa og framtíð hennar er því skyndilega í uppnámi. Önnur samstarfsríki töldu rekstur stöðvarinnar tryggðan til ársins 2030 en meira en áratugur er í að ný geimstöð verði tilbúin til notkunar.
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir