Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hringdi látlaust í íslenska vinkonu á sama tíma og Birna var í bílnum

Ann­ar skip­verj­anna af Pol­ar Nanoq reyndi ít­rek­að að hringja í ís­lenska vin­konu sína eft­ir að Birna Brjáns­dótt­ir hvarf upp í rauða Kia Rio bif­reið.

Hringdi látlaust í íslenska vinkonu á sama tíma og Birna var í bílnum
Enski barinn Tvímenningarnir af Polar Nanoq voru á bar við Austurvöll skömmu áður en þeir eru taldir hafa farið með Birnu Brjánsdóttur úr miðborg Reykjavíkur í Hafnarfjörð.

Starfsmaður á bar við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur fékk fjölda símhringinga frá öðrum hinna handteknu í máli Birnu Brjánsdóttur, um það leyti sem Birna hvarf.

Nikolaj Olsen, annar tveggja skipverja af grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaður um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, hefur komið oft hingað til lands og á hér kunningja og vinkonur.

Ein þeirra, María Káradóttir, starfar á Enska barnum, eða English pub, í miðborg Reykjavíkur. Þangað kom Nikolaj rétt fyrir miðnætti föstudagskvöldið 13. janúar. Það var rúmum fimm klukkustundum áður en Birna sást í síðasta skipti á öryggismyndavélum við Laugaveg. María var á vakt þetta kvöld.

„Hann kom hingað einn til þess að hitta mig. Ég hef þekkt hann í eitt og hálft ár, alveg frá því ég fór að vinna á barnum. Við spjölluðum oft saman og hann var alltaf almennilegur og kurteis. Mér þótti hann líka aldrei drekka eins mikið og hinir skipverjarnir og var bara alltaf mjög ljúfur og góður. Aldrei með læti eða neitt svoleiðis,“ segir María.

Ölvun eftir sigur í lukkuhjóli

María segist hafa séð á Snapchat á fimmtudeginum að Nikolaj væri kominn til Íslands.

„Ég skrifa til hans og spyr hvort hann sé á Íslandi og hann segist vera hér í nokkra daga. Ég segi honum að kíkja á mig einhvern tímann um helgina því ég sé að vinna á Enska barnum og hann segist ætla að reyna það. Hann mætir síðan rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldið og virðist vera edrú. Situr á móti mér á barnum og við spjöllum heillengi saman.“

María segir Nikolaj hafa verið í góðu skapi þetta kvöld, blandað geði við aðra gesti og tekið þátt í lukkuhjóli staðarins þar sem meðal annars er hægt að vinna átta bjóra.

„Nikolaj fór í lukkuhjólið og vann átta bjóra,“ segir María. „Hann var mjög hress með það og hélt áfram að sitja á barnum og drekka. Hann pantaði sér líka staup,“ bætir hún við.

María segir að Nikolaj hafi verið einn mest allt kvöldið en á einhverjum tímapunkti, kannski rétt fyrir þrjú, hafi Thomas Møller Olsen mætt á barinn.

„Ég vissi ekki að Thomas væri sá sem kom hingað á föstudagskvöldinu til þess að hitta Nikolaj fyrr en ég sá mynd af honum á samfélagsmiðlum. Þá vissi ég að þetta væri sami maðurinn. Hann virtist vera edrú. Fékk sér sæti hjá Nikolaj og fékk hjá honum bjór og drakk eitt staup. Thomas var fámáll. Á þessum tímapunkti var orðið svo mikið að gera að ég var ekki mikið að fylgjast með þeim. Ég heyrði á Nikolaj að hann var orðinn mjög ölvaður. Þeir fóru frá barnum og færðu sig upp á efri pallinn á staðnum. Ég sá þá kannski tvisvar standa þarna uppi á pallinum en síðan ekki meir,“ segir María sem í lok kvölds fékk skilaboð frá Nikolaj í gegnum dyravörð.

Nikolaj og Thomas Møller
Nikolaj og Thomas Møller Nikolaj (til vinstri) mætti á English Pub í miðborg Reykjavíkur föstudagskvöldið 13. janúar og sat við barinn og drakk. Síðar um nóttina kemur Thomas Møller (til hægri] og hittir Nikolaj á barnum. Nikolaj var vísað út vegna ölvunar um klukkan hálf fjögur.

Var vísað út vegna ölvunar

„Við lokum alltaf klukkan fjögur og svona tíu mínútur yfir fjögur, þegar við erum að ganga frá, kemur upp að mér dyravörður sem þekkti líka til Nikolaj og sagði mér að hann væri fyrir utan og hefði óskað eftir því að fá að tala við mig. Dyravörðurinn sagði mér líka að hann hefði þurft að vísa Nikolaj út því hann hefði sofnað á einu borðinu uppi á efri pallinum á staðnum. Þarna fyrir utan sat Nikolaj ásamt annarri konu sem ég veit engin deili á. Ég átti eftir að gera nóg og hann virtist frekar ölvaður þannig að ég lét það vera að ræða við hann. Ég sá aldrei þennan Thomas eftir lokun og veit ekkert hvað varð af honum,“ segir María, sem stuttu eftir þetta leit á símann sinn og sá að Nikolaj hefði reynt að hringja. Þetta var fyrsta af mörgum tilraunum hans til að hringja í Maríu sem teygðu sig fram á hádegi laugardagsins 14. janúar.

„Hann hringir fyrst í mig fimm mínútur í fjögur og þá situr hann fyrir utan skemmtistaðinn. Síðan er hann hringjandi í mig stanslaust alla nóttina og fram á næsta dag. Hann situr fyrir utan staðinn til tæplega hálf fimm og síðan veit ég ekki meir. Ég hafði aldrei séð þennan Thomas áður fyrr en þetta föstudagskvöld. Ég og önnur stelpa sem vinnur hér höfum hins vegar þekkt Nikolaj í langan tíma og þekkjum hann ekki af neinu nema góðu,“ segir María.

Hún segist vera í áfalli yfir hvarfi Birnu.

„Þetta er svo ólíkt honum. Við trúum þessu ekki upp á hann og það á það sama við aðra starfsmenn. Við trúum því ekki að hann hafi gert eitthvað.“

Hringir látlaust
Hringir látlaust Nikolaj reyndi ítrekað að ná í Maríu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar eins og sést á þessum gögnum.

Ræddi við hann eftir hvarfið

María ræddi við Nikolaj um miðjan laugardaginn 14. janúar, eftir hvarf Birnu. Samskiptin voru skriflega í gegnum Snapchat.

„Hann reyndi að hringja í mig níu sinnum þessa nótt og síðasta símtalið var klukkan 11:55 á laugardeginum. Þetta voru allt símtöl í gegnum Facebook. Ég vakna þarna rétt eftir hádegi á laugardeginum og segi honum að ég hafi verið með kærasta mínum og hafi ekki getað svarað honum. Ég talaði við hann í gegnum Snapchat. Hann sendi mér strax til baka og sagði að hann væri þunnur. Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi, þar sem hann hafi hringt svo oft. Hann sagði að allt væri í lagi og að þeir myndu væntanlega sigla frá höfn þarna síðar um kvöldið. Við spjölluðum aðeins lengur saman og það var ekkert í samskiptum okkar sem mér fannst eitthvað skrítið eða undarlegt.“

Ræddi við Nikolaj á þriðjudaginn

Samskipti á Facebook
Samskipti á Facebook María ræddi við Nikolaj á Facebook þriðjudaginn 17. janúar.

Eftir að Polar Nanoq var nefndur í fjölmiðlum í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur náði María ekki sambandi við Nikolaj. „Þegar málið kemur síðan í fjölmiðla og það er tengt við þennan togara þá fer ég að reyna að hafa samband við Nikolaj og ég næ því ekki. Ég og önnur vinkona hans förum að ræða þetta og þá sýnir hún mér mynd af Thomasi og þá næ ég að bera kennsl á hann. Að þetta sé sá sem kom og hitti Nikolaj þetta kvöld,“ segir María sem loksins náði sambandi við Nikolaj á þriðjudeginum 17. janúar.

„Það var síðan þriðjudagskvöldið sem að ég sendi honum skilaboð og nokkrum mínútum seinna fékk ég svar. Ég sendi Nikolaj á Facebook og spurði hann hvort hann væri búinn að jafna sig á þynnkunni. Hann sagðist vera góður, á veiðum en á leið til Íslands. Þá sagði hann að það væru vandræði með þráðlausa netið um borð. Ég spurði hann að því hvort hann hefði komist heilu og höldnu um borð í togarann þetta kvöld. Ég fékk ekkert svar. Meira veit ég ekki um málið.“

Stundin greindi lögreglu frá atburðarásinni sem um ræðir fyrir birtingu fréttarinnar. Þá hefur María haft samband við lögreglu og sent upplýsingar til hennar.

Fannst við Selvogsvita
Fannst við Selvogsvita Lík Birnu fannst við Selvogsvita en ekki er vitað hvort henni hafi verið varpað í sjóinn þar eða á öðrum stað við sjávarsíðuna.

Tímaröðin í máli Birnu Brjánsdóttur

05:25 - Rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sést við Laugaveg 31. Honum er síðan ekið niður Ingólfsstræti. Þar hverfur hann úr myndavélum norðan Hverfisgötu. Lögreglan telur að Birna hafið farið upp í bílinn örstuttu eftir að hann sést við Laugaveg 31.

05:50 - Mastur greinir síma Birnu við Flatahraun.

05:53 - Rauð bifreið sést á öryggismyndavél við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs- og Garðabæjar. Lögreglu grunar að það sé sami bíll. Nokkrum mínútum síðar er slökkt á síma Birnu. Lögreglan getur ekki staðfest að slökkt hafi verið á honum handvirkt.

06:10 -  Rauður Kia Rio sést keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn. Skipverjarnir tveir sem eru í haldi lögreglu stíga út úr bílnum. Thomas Moller Olsen er undir stýri en Nikolaj er farþegi. Þeir ræða saman í örstutta stund, kannski eina til tvær mínútur, og síðan gengur Nikolaj um borð. Thomas Moller sest undir stýri og ekur á brott, vestur eftir hafnarbakkanum. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar sést rauða Kia Rio-bifreiðin rápa um svæðið áður en honum er ekið burt. Talið er að bifreiðin sé á hafnarsvæðinu í rúmar tuttugu mínútur.

Skór Birnu fundust um það bil 300 metra frá þeim stað þar sem Polar Nanoq lá við höfn. Engar öryggismyndavélar sýna það svæði en lögreglan telur að annar mannanna hafi ekið þangað og verið þar í rúmar 25 mínútur.

Þá hefur lögregla biðlað til ökumanna sem eru með upptökuvélar í bifreiðum sínum að skoða hvort rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sjáist í mynd milli klukkan 07:00 og 11:30 laugardagsmorguninn 14. janúar.

Birna fannst við Selvogsvita en nú reynir lögreglan að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
6
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
6
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
7
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
8
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Heimilið er að koma aftur í tísku
10
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár