Mest lesið

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
4

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur
5

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·
Stundin #100
September 2019
#100 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. september.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum

„Þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okkur,“ segir nemandi í Listaháskóla Íslands, þar sem bæði starfsfólk og nemar finna fyrir margvíslegum einkennum veikinda sem þeir tengja við myglusvepp. Nemendur lýsa bættri heilsu eftir útskrift.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum
ritstjorn@stundin.is

Nemendur Listaháskóla Íslands hafa fundið fyrir veikindum í áraraðir  í húsnæði Listaháskólans á Sölvhólsgötu 13. Einkennin geta lýst sér sem þurkur í hálsi, sviði í augum, mígreni, krónískum höfuðverk og svefntruflunum. Nemendurnir fullyrða að um myglusvepp sé að ræða, en rektor hefur ekki staðfest það. Þeir segja ástandið óviðunandi og krefjast umbóta strax í herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #LHÍmygla.

Að sögn nemenda er myglan hluti af stærri húsnæðisvanda Listaháskólans þar sem húsnæðið henti ekki listnámi og þar sé ekki hjólastólaaðgengi fyrir hreyfihamlaða nemendur. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir nemandi á sviðshöfundabraut segir í samtali við Stundina, „furðulegt að árið 2017 viðgengst það að aðeins ófatlaðir einstaklingar sem eru ónæmir fyrir myglusvepp geta stundað þetta nám.“

 

„Kennarinn hætti að geta kennt okkur vegna sviða í augum“

„Sjálf finn ég fyrir miklum þurk í hálsi og sviða í augum. Fjölmargir nemendur finna fyrir einkennum og hafa talað um þau í um tíu ár en aldrei er tekið á málinu. Málið er víst núna til rannsóknar en engin niðurstaða er komin svo við vitum. Án þess að vera einhver vísindamaður finnst mér ólíklegt að 100 nemendur séu allir með ímyndunarveiki. Margir kennarara vilja ekki stíga inn fyrir húsið því þeir finna fyrir strax fyrir einkennunum. Við viljum auðvitað geta lært án þess að finna fyrir slappleika og verða sljó. Við viljum að gengið sé í málið í eitt skipti fyrir öll og viljum að niðurstöðurnar úr þessari rannsókn sem stendur yfir verði birtar sem fyrst,“ segir Salvör.

Í byrjun desember greindi Fréttablaðið frá því að Fasteignaumsýsla ríkissjóðs kannaði hvort myglusvepp væri að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna LHÍ, segir að von sé á niðurstöðum eftir hálfan mánuð. Í samtali við Stundina segir Ólafur að ef niðurstaðan verði að myglusvepppur sé í húsinu þurfi að grípa til aðgerða. Það væri alfarið á ábyrgð Ríkiseigna sem eiga húsið. Listaháskólinn leigir húsið af Ríkiseignum og þeir verða að sjá til þess að húsið sé í lagi.

Adolf Smári Unnarsson
Adolf Smári Unnarsson Segir nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum

 

Kennarinn hætti að geta kennt vegna sviða í augum 

Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut, segir mikla reiði hafa vaknað meðal nemenda í gær. „Við vorum í tíma í inni í rýminu sem er hvað verst sett og undir lokin var kennarinn hættur að geta kennt okkur vegna sviða í augum. Það er enginn vafi á að það sé myglusveppur. Núna finn ég ekki fyrir miklum einkennum. Margir bekkjarfélagar mínir og starfsfólk skólans finnur fyrir þessu. Ég ætla ekki bara að sitja og bíða á meðan einkennin hrannast upp,“ segir Snæfríður Sól í samtali við Stundina.

Adolf Smári Unnarsson segir myglusveppinn aðeins vera hluti af stærra vandamáli. „Nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum sem eiga rætur sínar að rekja til myglusveppsins. Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta fram hjá listnámi. Ég held að okkur verði bara úthýst hérna því þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okkur,“ segir Adolf Smári

„Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta framhjá listnámi.“

„Fyrir einhverjum árum var sett upp bráðabyrgðhúsnæði fyrir listdansbrautina sem átti að vera hérna til tveggja eða þriggja ára. Þeir sem voru þá nemendur eru byrjaðir að kenna okkur og nú 12 árum síðar er þetta húsnæði enn hérna,“ segir Adolf Smári. Hann segir að fyrrum nemendur hafi varað þau við þegar þau hófu nám í Listaháskólanum og jafnframt að þau lýsi undraverðum bata þegar þau útskrifast.

Skólpleki fór í sófa

Hallveg Kristin Eiríksdóttir er í starfsnámi í Stokkhólmi og segist hafa fundið gríðarlegan mun á heilsufari sínu eftir að hún fór út fyrir rúmum mánuði síðan. „Hérna er ég að vinna nákvæmlega sömu vinnu og á Íslandi undir nákvæmlega sama álagi en hef ekki fundið fyrir neinum af þessum einkennum. Þetta er mikið líkamleg vinna og stundum erum við að setja upp sýningar í marga daga, þetta húsnæði er viðbjóður. Það er ekki bara myglan, í fyrra sprakk eitthvað rör og myndaði skólpleka. Það lak niður í eina sófann sem sviðshöfundarbraut hefur. Við stóðum bara yfir sófanum sem var rennandi blautur með einhverju svörtu vatni í,“ segir Hallveig Kristín í samtali við Stundina.

Erfitt er fyrir nemendur að bregðast við vandamálinu.

„Það er alltaf einhver að mótmæla og vekja athygli á þessu og einhver plön sett í gang. Svo gerist aldrei neitt, nemendurnir útskrifast og nýjir nemendur koma og ferlið fer aftur á byrjunarreit. Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki,“ segir Hallveig Kristín.

Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hallveig Kristín Eiríksdóttir Andar að sér fersku lofti í starfsnámi í Svíþjóð

„Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki.“ 

Í samtali við Stundina segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að litið sé mjög alvarlegum augum á vandamálið. „Við höfum grun um að það sé húsasótt. Listaháskólinn fór fram á rannsókn en niðurstaðan liggur ekki fyrir. Rannsóknin snýst um að fá það staðfest hvort um myglusvepp sé að ræða eða ekki. Fyrir utan grun um myglusvepp vitum við að húsnæðið er algjörlega óviðunandi of hefur verið það í 20 ár. Við höfum lagt hart að ríkinu að eiga við okkur samtal um framtíðaruppbyggingu en það hefur verið árangurslaust. Listaháskólinn er núna á fjórum stöðum í borginni og í tveim þeirra er ekki hjólastólaaðgengi. Við beittum öllum ráðum sem við kunnum til að eiga samtal við seinustu ríkisstjórn en án árangurs. Við bindum vonir um að ná áheyrn núverandi mennta- og mennignarmálaráðherra. Hvort sem það er húsasótt eða ekki hæfir þetta húsnæði ekki til listnáms,“ segir Fríða Björk. 

Snæfríður Björnsdóttir
Snæfríður Björnsdóttir Hefur haft hálsbólgu og höfuðverk nánast frá því skólaárið hófst.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
4

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur
5

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð
4

Guðmundur Hörður

Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
6

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð
4

Guðmundur Hörður

Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
6

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Nýtt á Stundinni

Ekki treysta Alþingi

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Ástin í franskri lauksúpu

Ástin í franskri lauksúpu

·
Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

·
Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

·
Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

·