Viðtal

Nauðsynlegt og hollt að fara yfir mörkin

Skáldsaga Vals Grettissonar, Gott fólk, fjallar um það sem gerist þegar kona sakar mann sem hún hefur verið í sambandi við um ofbeldi í gegnum svonefnt ábyrgðarferli.

Sagan byggir greinilega að miklu leyti á ábyrgðarferlismáli sem komst í fjölmiðla árið 2012 og lá því beint við að kalla Val á teppið og spyrja hvort hann hefði verið í samstarfi við aðila þess máls við skrif bókarinnar. Önnur áleitin spurning sem alltaf skýtur upp kollinum annað slagið í bómenntaumræðunni er hvort rithöfundum sé frjálst að taka lífssögu annarra og meðhöndla hana að vild. Er listin hafin yfir persónuvernd?

Valur segist ekki hafa unnið bókina í samstarfi við aðila málsins, og þeir vildu ekki tjá sig um bókina. „Ég hugsaði um það hvort ég ætti að bera þetta undir þá þar sem ég vissi að ég væri að ganga nærri þeim, en Hallgrímur Helgason gerði þetta sama í Konunni við 1000°, Kristín Eiríksdóttir gerir þetta í leikritinu Hystory og margir fleiri höfundar hafa notað þessa aðferð. Ég tók því þá ákvörðun að ræða ekki við þá sem áttu aðild að raunverulega málinu. 

Enda er þessi bók alls ekkert um þau sem persónur. Það hafa fleiri gengið í gegnum þetta ferli hérna á Íslandi, átti ég þá að tala við alla sem höfðu upplifað þetta? Ég hugsaði bara fokk itt, ég skrifa bara um þetta út frá mínum sjónarhóli sem skáld.“

„Ég hef sjálfur farið yfir mörk annarra manneskja, þótt það hafi ekki haft eftirmála, og ég held við gerum það öll.“

Þú fylgir samt ferlinu í fyrrnefndu máli ansi náið, það var næstum óþægilegt að lesa þetta og sjá ákveðnar persónur fyrir sér. „Já, ég gerði það að vissu leyti. Ég tek samt fram að ég þekki manninn sem lenti í þessu máli ekki neitt, hef aldrei talað við hann og hef enga hugmynd um hvort hann er eitthvað líkur Sölva í raunveruleikanum. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Fréttir

Borgarfulltrúi stígur fram sem gerandi í kynferðisbrotamálum til að kenna ábyrgð

Pistill

Sagan af uppreist æru

Fréttir

Vísar ábyrgðinni á embættismenn: „Ég var erlendis á þessum vikum“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Karlmaður í kventíma

Pistill

Hvað gerði Bjarni rangt?

Fréttir

Yfirmaður hjá Kynnisferðum vildi að sem flestir tækju sér Hjalta til fyrirmyndar