Fréttir

Nær ómögulegt að staðfesta lyfjanauðganir

Um ellefu prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra sögðust hafa orðið fyrir lyfjanauðgun. Ekkert tilfelli lyfjanauðgunar er staðfest, sem er ástæða þess að umdeild lyf eru enn á markaði. Erfitt er hins vegar að greina lyfin í líkamanum þar sem þau brotna hratt niður.

Íhuguðu að taka lyfið af markaði Árið 2007 greindi Morgunblaðið frá því að Landlæknisembættið íhugaði að taka Flunitrazepam af markaði hér á landi. Hætt var við það vegna þess að lyfið hefur aldrei fundist í fórnarlömbum nauðgana hér á landi. Mynd: Shutterstock

Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta leituðu 27 einstaklingar til samtakanna á síðasta ári vegna lyfjanauðgunar, þrír karlar og 24 konur, eða 10,9 prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta. Lyfjanauðgun hefur aldrei verið staðfest hér á landi, en einkenni þessara lyfja eru að þau hverfa mjög hratt úr líkamanum og greinast sjaldan í þvagprufu. 

Lyfin sem um ræðir eru annars vegar gamma-Hydroxybutyric-sýra og hins vegar svefnlyf sem eru fljót að brotna niður og hverfa. „Þú vilt hafa svefnlyf þannig að þau virki fljótt og séu fljót að brotna niður því þú vilt ekki að þau hafi áhrif á næsta dag,“ útskýrir Elísabet Sólbergsdóttir, sviðsstjóri hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

Séu þessi lyf hins vegar sett út í áfenga drykki þá magnast upp áhrifin. Elísabet tekur dæmi af tveimur svefnlyfjum, Zolpidem og Zópiklón. Helmingunartími Zolpidem er ein til fjórar klukkustundir og þrjár til sex hjá Zópiklón. „Eftir nóttina áttu ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu