Máttlaus af blóðleysi og sorg

Samkvæmt lögum er konum aðeins heimilt að fara í fóstureyðingu að vissum skilyrðum uppfylltum. Engu að síður fara flestar fóstureyðingar fram heima, þar sem lyf framkalla fósturlát. Í flestum tilfellum gengur það vel, en þó eru dæmi um annað. Eins og einn viðmælandinn lýsti því gekk hann í gegnum helvíti þegar aðgerðin mistókst.

ritstjorn@stundin.is

Konur sem fara í fóstureyðingu geta upplifað mikla niðurlægingu og segja sumar að ýtt hafi verið undir þá tilfinningu í ferlinu sem líkist helst færibandavinnu. Þá skortir eftirfylgni með andlegri líðan. Þetta segja tvær konur sem báðar hafa reynslu af slíkum aðgerðum. Blaðamaður þekkir einnig þessa tilfinningu, en hann fór sjálfur í fóstureyðingu í haust og hélt dagbók í gengum þetta ferli sem birt er hér.

Margt kom á óvart, eins og það að fóstureyðingar eru samkvæmt lögum aðeins heimilaðar að fenginni sérstakri undanþágu, engin takmörk eru fyrir því hversu langt kona má ganga áður en fóstri er eytt séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Þrátt fyrir að aðgerðin sé í raun ólögleg er þrýst á að konur framkalli aðgerðina sjálfar, heima við.
Raddir kvenna sem hafa undirgengist fóstureyðingu heyrast sjaldan í opinberri umræðu en nú hafa þær Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifað bók um reynslu mismunandi kvenna.

Lögin sett sem málamiðlun 

Lög um fóstureyðingu voru sett árið 1975, eftir nærri þriggja ára deilur kvennahreyfingarinnar við stjórnvöld. Rauðsokkurnar þóttu ganga ansi hart fram í kröfum sínum um að fóstureyðingar yrðu frjálsar, en afstaða þeirra mótaðist meðal annars af sterkri áherslu á sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Töldu þær að með frelsinu yrði félagslegri byrði kvenna, sem fangar húsmóðurhlutverksins, aflétt, og raunverulegur réttur þeirra og vald yfir eigin líkama virt.

Löggjöfin varð þó aldrei gefin frjáls heldur voru núgildandi lög sett á sem málamiðlun.

Samkvæmt lögunum þarf kona, sem ætlar að fara í fóstureyðingu, fyrst að fara í viðtöl þar sem sýnt er fram á að félagslegar- og/eða læknisfræðilegar ástæður séu fyrir aðgerðinni. Í kjölfarið má hún færa rök fyrir ákvörðun sinni á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Áður en aðgerðin fer fram þarf síðan að liggja fyrir „skrifleg rökstudd greinargerð tveggja lækna, eða læknis og félagsráðgjafa sé eingöngu um félagslegar ástæður að ræða“, eins og það er orðað í 11. grein laga um fóstureyðingar.

Fóstureyðingar eru því bannaðar á Íslandi í raun og veru. Aðeins er hægt að komast í aðgerðina með undanþágu frá lögum vegna læknisfræðilegra ástæðna eða félagslegra aðstæðna. Konum er þannig gert að réttlæta fóstureyðinguna með aðstoð sérfræðinga á þar til gerðri umsókn, svo hún teljist fullgild og innan ramma laganna.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Krefjumst þá hins ómögulega

Sólveig Anna Jónsdóttir

Krefjumst þá hins ómögulega

·
Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

Héraðsdómur segir „ómálefnaleg rök“ falla utan verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar

·
Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

Yfirgnæfandi stuðningur við nafnabreytingu Akureyrar

·
Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

Af samfélagi

Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu

·
Glerborg blankheitanna

Ásgeir H. Ingólfsson

Glerborg blankheitanna

·
Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

·
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur

·
Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

Dætur Hjördísar Svan: „Af hverju var okkur ekki trúað eða tekið mark á gögnum um ofbeldi?“

·
Áhrifavaldar sögunnar

Áhrifavaldar sögunnar

·
Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

·
Upp á fjallsins brún

Upp á fjallsins brún

·
Floridana-fanginn

Floridana-fanginn

·