Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon

Starfs­menn United Silicon kvarta und­an bág­um vinnu­að­stæð­um en einn þeirra fékk rafst­uð í gær og þurfti að leita að­hlynn­ing­ar á sjúkra­hús. Stund­in hef­ur und­ir hönd­um mynd­skeið úr verk­smiðj­unni sem sýn­ir mis­tök og mikla meng­un.

Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon
United Silicon Mikil mengun berst frá verksmiðjunni en íbúar í Reykjanesbæ hafa meðal annars kvartað undan stækri brunalykt.

Starfsmaður í kísilmálmverksmiðju United Silicon fékk rafstuð í gær og þurfti að leita aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en samkvæmt upplýsingum frá bæði Brunavörnum Suðurnesja og lögreglunni á Suðurnesjum þá var atvikið ekki tilkynnt til þeirra. Samkvæmt svæðisskrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjanesbæ var vinnuslysið heldur ekki tilkynnt til þeirra. Möguleiki sé þó að það hafi verið tilkynnt til starfsmanna Vinnueftirlitsins í Reykjavík en beðið er eftir staðfestingu þess efnis.

Óskað var eftir upplýsingum frá United Silicon í tengslum við vinnuslysið og önnur vandræði sem upp hafa komið á undanförnum dögum en enginn svaraði á skrifstofu félagsins. Haft var samband við almannatengil United Silicon, þann sama og skrifaði síðustu yfirlýsingu verksmiðjunnar, en sá benti á framkvæmdastjóra hjá félaginu sem ekki gat svarað vegna fundahalda.

Meiri mengun framundan

Vinnuslysið er ekki það eina sem hefur komið upp á því spennir fór í verksmiðjunni í gærmorgun með þeim afleiðingum að slökkva þurfti á ofni United Silicon. Ofninn og útblásturinn frá honum hefur vakið miklar deilur í Reykjanesbæ. Stundin hefur greint ítarlega frá vandræðum United Silicon undanfarnar vikur og mánuði en talsmenn verksmiðjunnar segja að aðeins sé um að ræða tímabundið ástand; um leið og ofninn nær kjörhita hætti verksmiðjan að menga yfir íbúabyggð í Reykjanesbæ.

Þá hafa talsmenn þess einnig bent á loftgæðamæla en líkt og Stundin hefur greint frá voru staðsetningar þeirra ákveðnar út frá loftdreifilíkani sem enginn vill kannast við að hafa búið til. Íbúar í grennd við verksmiðjuna fóru aftur að finna fyrir brunalykt í gærkvöldi og í morgun vegna norðanáttar sem blæs menguninni yfir byggðina og hefur verið kvartað undan henni í hópi íbúa á samfélagsmiðlum. Undanfarið hefur vindátt verið að sunnan, sem dreifir menguninni yfir Faxaflóann fremur en yfir byggð.

Keimlík mál í Helguvík og Valby

Svo má ekki gleyma pólska verktakafyrirtækinu Metal Mont sem gerði tilboð í afmarkaða verkþætti í United Silicon en Halldór Grönvald, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að miðað við samning pólska fyrirtækisins við United Silicon og önnur fyrirliggjandi gögn stæðust kjör verkamannanna ekki lágmarkskröfur kjarasamninga og laga sem gilda á Íslandi. Enn fremur væri samningurinn til þess gerður að komast hjá því að greiða opinber gjöld á Íslandi.

Svo virðist sem að málið sé keimlíkt því sem Stundin greindi frá þann 20. júlí. Þar kom fram að aðaleigandi United Silicon, Magnús Garðarsson, hafi stundað vafasöm viðskipti í Danmörku sem kostuðu hann starf hans hjá dönsku verkfræðistofunni COWI. Þá var fyrirtæki í hans eigu einnig sektað um tæpar sjö milljónir króna vegna brota á réttindum pólskra verkamanna sem unnu við byggingu og framkvæmdir við íbúðir í Valby í Danmörku.

Lögreglan og Magnús
Lögreglan og Magnús Stéttarfélög í Danmörku sögðu Magnús brjóta kjarasamninga þar í landi vegna pólskrar starfsmannaleigu. Sama virðist uppi á teningnum í Helguvík.

Hundeltur af dönskum stéttarfélögum

Magnús var eltur af dönskum stéttarfélögum en lögreglan var kölluð á vinnusvæðið vegna þessara brota auk þess sem danska stéttarfélagssambandið skipulagði mótmæli fyrir utan heimili viðskiptafélaga Magnúsar. Var meðferð Magnúsar sögð jaðra við mansal. Upp komst, samhliða þessu máli, að Magnús hafði keypt efni fyrir framkvæmdirnar í nafni COWI, þar sem hann sinnti aðeins hlutastarfi.

COWI var skrifað fyrir loftdreifilíkani United Silicon. Verkfræðistofan krafðist þess að nafn fyrirtækisins yrði afmáð úr matsskýrslu United Silicon, sem skilað var inn til Umhverfisstofnunar, því þar kannaðist engin við að hafa búið til loftdreifilíkanið sem á skiljanlegra máli er kallað mengunarspá.

Vandræði ofan á vandræði

Það er því ekki hægt að segja að vandræði kísilmálmverksmiðju United Silicon séu að baki. Að minnsta kosti ekki ef marka má fréttir sem berast frá Helguvík. Það er þvert á yfirlýsingar fyrirtækisins sem hefur meðal annars sagt að einn af fjórum ofnum þess verði kominn í „fullt álag á allra næstu dögum“ en níu dagar eru frá því sú yfirlýsing var send á fjölmiðla. Þá taldi United Silicon einnig mikilvægt að það kæmi fram að starfsmenn þeirra hafi ekki „kvartað undan óþægindum vegna reyks eða lyktar.“

Ekki má svo gleyma þeim hálaunastörfum sem áttu að verða til við rekstur kísilmálmverksmiðjunnar þegar áform um starfrækslu hennar voru kynnt íbúum Reykjanesbæjar.

Með rykgrímur við hættuleg störf

Starfsmaður United Silicon sendi blaðamanni Stundarinnar meðfylgjandi myndskeið á dögunum en þar sést nokkurn veginn verkferillinn sem nú er viðhafður í Helguvík. Svo virðist sem að kísil sé hellt á gólf verksmiðjunnar og hann síðan brotinn upp og fluttur inn í gáma. Eitthvað hefur farið úrskeiðis í þessu ferli því starfsmaðurinn sagði einn af bræðslupottum verksmiðjunnar hafa bráðnað við gólf hennar.

„Hann er bara þarna á gólfinu, bráðnaður fastur og kísill allt í kring. Það er eins og menn hafi ekki vitað almennilega hvað þeir voru að gera þegar þetta fór af stað. Þá á ég erfitt með að trúa því að þetta sé eðlilegur verkferill. Að hella kísil á gólfið. Það er kannski eðilegt en maður fær það ekki á tilfinninguna,“ sagði starfsmaðurinn sem í ljósi stöðu sinnar vildi ekki láta nafns síns getið.

Hvað loftgæði varðar sagði starfsmaðurinn að mengun væri svo mikil að svo gott sem ólíft væri inni í verksmiðjuhúsinu. Þar gangi menn um með rykgrímur sem þó komi að takmörkuðu gagni. Menn séu því að ræskja sig og „hrækja hori“, eins og hann orðaði það, í kaffi- og matmálstímum. Lítil sem engin loftræsting sé á vinnusvæðinu sjálfu, hún sé aðallega tengd við ofninn sjálfan.

„Þetta virðist stefna í martröð sem engan enda tekur.“

Íbúafundur á næstu dögum

Íbúar í Reykjanesbæ hafa krafist þess að bæjaryfirvöld blási til íbúafundar þar sem staðan í Helguvík verði rædd. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, tilkynnti á samfélagsmiðlum í morgun að bæjarráð myndi á morgun, 8. desember, ganga að óskum íbúa og ákveða hvenær slíkur íbúafundur yrði haldinn. Fundurinn verður því að veruleika en sú tillaga sem liggur fyrir miðar að því að halda hann í Hljómahöllinni þann 14. desember klukkan 20:00.

Fréttin verður uppfærð þegar upplýsingar berast frá United Silicon og Vinnueftirliti Ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu