Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Mæðgurnar segja frá hinni hliðinni eftir dóm Hæstaréttar

Í ný­fölln­um dómi Hæsta­rétt­ar í máli fimm ára ís­lensks drengs eru birt­ar upp­lýs­ing­ar um heim­il­isof­beldi og áfeng­isneyslu sem hvorki móð­ir né amma drengs­ins hafa greint frá í fjöl­miðl­um. Þær segja að upp­lýs­ing­arn­ar séu að hluta rang­ar og að þær vísi til ástands sem er löngu yf­ir­stað­ið.

Mæðgurnar segja frá hinni hliðinni eftir dóm Hæstaréttar

Amma drengsins sem til stendur að senda til Noregs, þar sem norsk barnavernd hafði úrskurðað að hann skyldi settur í fóstur, var beitt heimilisofbeldi og stundaði áfengisneyslu, samkvæmt upplýsingum sem birtast í dómi Hæstaréttar með ákvörðun um að senda drenginn úr landi.

Í dómnum kemur fram að heimilisofbeldi og áfengisneysla séu ástæða þess að Helena Brynjólfsdóttir hafi ekki fengið forsjá yfir barnabarni sínu í Noregi. Upplýsingarnar eru byggðar á gögnum norsku barnaverndarinnar, sem virðist byggja á orðum dóttur Helenu, Elvu Christinu, móður drengsins.

Þessar upplýsingar hafa ekki komið fram áður þrátt fyrir að blaðamaður Stundarinnar hafi margsinnis rætt við bæði móður og ömmu barnsins. Helena og Elva segja í samtali við Stundina að ástandið sem lýst er í dómnum sé löngu yfirstaðið og hafi verið yfirstaðið þegar drengurinn fæddist, og að upplýsingar um ástandið hafi byggst á orðum Elvu þegar hún hafi verið í neyslu og verið reið í garð fjölskyldu sinnar.

Þær segja að sú staðreynd að Helena hafi átt erfitt tímabil eigi ekki að koma í veg fyrir að drengurinn verði hjá þeim, frekar en að vera sendur í fóstur í Noregi, eins og ákveðið hafði verið áður en Helena flúði með hann til Íslands.

Dæmd á samfélagsmiðlum

Í kjölfar birtingar Hæstaréttar á forsendum norsku barnaverndarinnar hefur vaknað umræða á samfélagsmiðlum um hvort réttmætt sé að Helena og Elva Christina haldi syni sínum.

„Að draga fram fjölskylduvandræði sem heyrðu sögunni til löngu áður en barnabarn mitt fæðist er bara svo svakalega ljótt“

Meðal þess sem kom fram var að norskum barnaverndaryfirvöldum hafi borist upplýsingar um ölvun Helenu, án tilgreiningar um heimildina, og að dóttir hennar, Elva Christina, móðir drengsins, hafi sagt að hún treysti ekki móður sinni til þess að annast drenginn. „Það er hrikalega sárt að horfa upp á umræðuna breytast. Eins og þetta sé hin hliðin sem allir voru að bíða eftir. Við fjölskyldan höfum átt alveg svakalega erfitt. Ég viðurkenni það alveg og ég myndi aldrei fara í grafgötur með það en að draga fram fjölskylduvandræði sem heyrðu sögunni til löngu áður en barnabarn mitt fæðist er bara svo svakalega ljótt að ég á engin orð yfir það,“ segir Helena.

Átti erfitt eftir að besta vinkonan var myrt 

Erfiðleikar Helenu hófust árið 1988 þegar besta vinkona hennar var myrt. Morðið átti sér stað í íbúð í Kópavogi en þangað hafði Helena farið ásamt vinkonu sinni, Öldu Rafnsdóttur og öðrum manni, Guðmundi Sveinbjörnssyni. Í íbúðinni bjó Alda ásamt ungu barni sínu.

„Ég brá mér frá í smástund og á meðan þá myrti þessi maður bestu vinkonu mína. Stakk hana þrisvar sinnum í kviðinn,“ segir Helena sem hefur frá þeim degi kennt sér um hvernig fór. „Hvað ef ég hefði ekki brugðið mér frá? Þá væri hún kannski á lífi. Morðið hafði víðtæk áhrif á fjölskylduna og hefur enn í dag.“

Helena vill þó ekki ræða morðið frekar. Hún hafi unnið úr áfallinu ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum undanfarin ár, en hann var bróðir Öldu, vinkonunnar sem var myrt. Í dómnum er minnst á fyrrverandi eiginmanninn og hann sagður ofbeldishneigður, andlega og líkamlega. Þá er einnig gefið í skyn að hann sé enn á heimilinu, sem sé fyrir vikið ekki „nægilega stöðugur og öruggur uppeldisstaður fyrir barnið.“

Helena segir að það sé rangt. „Hann býr ekki inni á heimilinu og það hefur aldrei komið neitt upp frá því Eyjólfur fæddist enda ákváðum við bæði tvö, ég og pabbi Elvu, að við skyldum vinna úr þessum áföllum saman en í sitt hvoru lagi og það höfum við gert. Norska barnaverndin lætur líta þannig út að inni á heimilinu búi ofbeldismaður sem haldi fjölskyldunni í gíslingu. Það er bara ekki rétt,“ segir Helena sem á þessum tíma, löngu fyrir fæðingu Eyjólfs, deyfði sig með áfengi.

„Ég sefaði sársaukann með áfengi og Elva Christina og hinar dætur mínar liðu fyrir það. Eyjólfur hefur hins vegar aldrei séð mig undir áhrifum og lífið hefur sem betur ferið farið batnandi síðan þá. Vandræði fjölskyldunnar voru erfið en staða mín var hins vegar allt önnur þegar Eyjólfur kom í heiminn. Að draga þetta fram með þessum hætti, eins og norska barnaverndin gerir, er salt í sár sem aldrei virðast fá að gróa.“

Óskaði sjálf eftir að skila þvagsýnum

Fram hefur komið í umfjöllunum Stundarinnar að Elva hafi verið svipt forræði í kjölfar þess að hún leiddist út í fíkniefnaneyslu. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að Elva hafi neytt vímuefna frá ellefu ára aldri, fyrst áfengis og síðan vímuefna. Á árinu 2015 hafi hún sprautað sig með amfetamíni. Eftir að hún kom úr meðferð mældist kannabis í þvagsýnum fram í apríl 2016. Elva Christina segir hins vegar að hún hafi óskað eftir því að skila þvagsýnum til barnaverndaryfirvalda eftir að hún kom til landsins. Það hafi hún gert reglulega og ávallt mælst hrein. 

Í dómnum segir einnig að Elva Christina hafi ýmist búið með foreldrum sínum eða ein með barninu, en foreldrar hennar hafi að miklu leyti annast barnið. Faðir hennar hafi árið 2014 sætt lögreglurannsókn vegna heimilisofbeldis en málið  hafi verið fellt niður. Þá segir að barnaverndaryfirvöldum hafi borist upplýsingar um ölvum móður hennar og óreglulega skólasókn drengsins á leikskóla. 

 „Samkvæmt úrskurðinum viðurkenndi sóknaraðilinn A fyrir fylkisnefndinni að hún væri ófær um að annast um son sinn eins og sakir stæðu og væru barnaverndaryfirvöld á sama máli. Komið hafi fram hjá sóknaraðilanum A að móðir hennar hafi misnotað áfengi um langan tíma, en þótt úr því hefði dregið gerðist það enn. Faðir hennar hafi verið mjög ofbeldishneigður, andlega og líkamlega, gagnvart móður hennar, en einnig gagnvart sóknaraðilanum, systrum hennar og börnum þeirra. Hún hafi ítrekað sagt að hún óskaði þess að sonur sinn fengi ekki sams konar uppeldi og hún sjálf og óttaðist hún um aðstæður hans hjá foreldrum sínum.“

Upplýsingar sóttar í viðtöl við sálfræðing

Elva Christina átti afmæli í gær. Hún varð 21 árs. Sjálf segist hún lítið hafa spáð í afmælinu því það hafi verið mikið áfall þegar þessar upplýsingar voru birtar í dómi Hæstaréttar. Þar séu dregnar saman upplýsingar úr fjölmörgum viðtölum sem tekin voru við hana af starfsmönnum barnaverndar. Í einu þeirra hafi hún til að mynda farið yfir fjölskyldusögu sína og þann erfiða uppvöxt sem hún segist hafa gengið í gegnum. Hún hafi þó aldrei trúað því að barnaverndin ætti eftir að nota það gegn henni eða fjölskyldu hennar – viðtölin hafi verið við sálfræðing og Elva hafi talið að þau ættu að nýta til góðs. Því hafi hún rætt uppvaxtarár sín opinskátt og vonast eftir því að líða betur í kjölfarið. 

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Elva hafi „ítrekað sagt að hún óskaði þess að sonur sinn fengi ekki samskonar uppeldi og hún sjálf og óttaðist hún um aðstæður hans hjá foreldrum sínum.“ 

Þarna segir Elva hlutina slitna úr samhengi að hún átti sig ekki almennilega á því. Það sé rétt að hún hafi óskað þess að sonur sinn myndi ekki fá sams konar uppeldi og hún sjálf, en að hún hafi aldrei sagt að hún treysti ekki mömmu sinni fyrir barninu.

„Ég var spurð að því hvort ég hefði viljað að Eyjólfur hefði alist upp við sömu aðstæður og ég. Auðvitað sagði ég nei. Þá virðast þeir bara nota samasemmerki þarna á milli og segja að ég hafi óttast um Eyjólf og aðstæður hans á heimili mömmu? Það er bara algjört rugl.

„Þetta er ekki staðan í dag.“

Já, ég ólst upp við erfiðar aðstæður og eins og margir unglingar gera þá talaði ég illa um mömmu og pabba. Þau eiga það samt ekki skilið. Þetta er ekki staðan í dag. Ég ólst upp við þessar aðstæður og sem betur fer hefur fjölskyldan reynt að vinna sig út úr þessum fortíðardraugum og það hefur gengið vel. Það var bara ótrúlega erfitt að þurfa að lesa þetta allt á netinu. Erfið fjölskyldusaga mín er notuð gegn mér og móður minni sem hefur ekkert nema gott gert í lífi Eyjólfs, alveg frá því að hann fæddist. Síðan er ég líka bara reið yfir því hvernig þetta er sett fram. Hvernig mamma mín er máluð af norsku barnaverndinni. Það kemur kannski ekkert á óvart enda er margt sem kemur fram þarna bara beinlínis rangt,“ segir Elva.

Svara fyrir óreglulega skólasókn 

Um það sem kemur fram í dómi Hæstaréttar að barnavernd „hafi borist upplýsingar um ölvun móður sóknaraðilans og mjög óreglulega skólasókn barnsins á leikskóla,“ segja mæðgurnar að þar hafi barnavernd farið með rangt mál. 

Helena segist hafa farið í meðferð árið 2011, sama ár og Eyjólfur fæddist. Hún hafi ekki verið í óreglu á þeim tíma sem hún sinnti drengnum og bendir á að þarna sé barnaverndin aðeins að vísa í upplýsingar sem hafi aldrei verið staðfestar. Skömmu eftir að hún hætti að drekka hafi hún skilið við fyrrverandi eiginmann sinn. 

Þegar talað er um „óreglulega skólasókn“ sé vísað til þess að drengurinn gisti í níu daga hjá frænku sinni í Noregi, eldri dóttur Helenu, og mætti þá ekki í leikskólann, enda ekki skólaskylda á leikskólastigi. Leikskólinn hafi staðfest þetta en norska barnaverndin hafi aldrei sætt sig við þá útskýringu þrátt fyrir staðfestingar frá bæði leikskólanum og eldri dóttir Helenu. Þá séu upplýsingar um „ölvun móður sóknaraðilans“ sögusagnir sem enginn fótur er fyrir og engin gögn hafi verið lögð fram til þess að styðja þá „kjaftasögu“ eins og Helena orðar það.

„Ég var erlendis í níu daga og Eyjólfur var í pössun hjá eldri dóttur minni. Þetta eru einu dagarnir sem hann missti úr leikskóla. Ég var ein að annast hann og þurfti að fara erlendis. Á meðan var hann í góðu yfirlæti hjá dóttur minni. Hefur enginn lent í þeim aðstæðum? Að þurfa að fá pössun fyrir barnið sitt í nokkra daga? Norska barnaverndin lætur þetta líta út eins og hann hafi bara verið eirðarlaus og einn og ekki gengið í leikskóla. Eins og ég segi. Það er erfitt að eiga við svona stofnun sem setur allt á hvolf og reynir að láta mann líta illa út. Það er erfitt.“

Það eina sem skipti máli og hafi skipt máli undanfarna mánuði sé velferð Eyjólfs og að hann fái lausn sinna mála hér á Íslandi.

Hér má lesa dóm Hæstaréttar um að fjarlægja beri drenginn frá Elvu og Helenu og senda hann aftur til Noregs.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
1
FréttirLaun Björns Zoega

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoega, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
Orkustofnun vill koma í veg fyrir að N1 ofrukki neytendur fyrir rafmagnið
2
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Orku­stofn­un vill koma í veg fyr­ir að N1 of­rukki neyt­end­ur fyr­ir raf­magn­ið

Orku­stofn­un ætl­ar að beita sér gegn því að N1 raf­magn of­rukki við­skipta­vini sína sem koma í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Sam­keppn­is­að­il­ar N1 raf­magns hafa ver­ið harð­orð­ir í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
3
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.
Framkvæmdastjórn SÁÁ slegin vegna lögreglukæru
4
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ sleg­in vegna lög­reglukæru

„Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ harm­ar þann far­veg sem mál­ið er kom­ið í,“ seg­ir í til­kynn­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ sem Ein­ar Her­manns­son, formað­ur sam­tak­anna, sendi fjöl­miðl­um. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands kærðu sam­tök­in til embætt­is hér­aðssak­sókn­ara fyr­ir „gríð­ar­legt magn“ til­hæfu­lausra reikn­inga.
Illugi Jökulsson
5
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

80 ár í dag frá Wann­see-fund­in­um — hverj­ir sátu þenn­an skelfi­lega fund?

Það gerð­ist fyr­ir slétt­um 80 ár­um. Fimmtán karl­ar á miðj­um aldri komu sam­an á ráð­stefnu í svo­lít­illi höll við Wann­see-vatn spöl­korn suð­vest­ur af Berlín. Við vatn­ið voru og eru Berlín­ar­bú­ar van­ir að hafa það huggu­legt og njóta úti­lífs en þá var há­vet­ur og ekki marg­ir á ferli sem fylgd­ust með hverri svartri límús­ín­unni af ann­arri renna að höll­inni aft­an­verðri og...
Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
6
Fréttir

Sauð­fjár­bóndi seg­ir ekk­ert upp úr bú­skapn­um að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“
Illugi Jökulsson
7
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Hæg­an nú, svik­ari Önnu Frank er EKKI fund­inn!

Fyr­ir fá­ein­um dægr­um fóru um heims­byggð­ina frétt­ir af því að rann­sókn­ar­menn með full­komn­ustu tæki, tól og öll gögn hefðu nú af­hjúp­að sann­leik­ann um það hver sveik Önnu Frank og fjöl­skyldu henn­ar í hend­ur þýsku her­náms­yf­ir­vald­anna í Hol­land 1944. Það var hol­lensk­ur fjöl­miðla­mað­ur, Pieter van Twisk, sem setti sam­an rann­sókn­ar­hóp­inn og voru í hon­um meira en tutt­ugu manns, bún­ir nýj­ustu græj­um...

Mest deilt

Helgi Seljan hefur störf á Stundinni
1
Fréttir

Helgi Selj­an hef­ur störf á Stund­inni

Rann­sókn­ar­frétta­mað­ur­inn Helgi Selj­an, sem er marg­verð­laun­að­ur fyr­ir störf sín, með­al ann­ars að um­fjöll­un um Sam­herja­mál­ið, Pana­maskjöl­in og að­gerða­leysi eft­ir­lits­stofn­ana, geng­ur til liðs við Stund­ina.
Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
2
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
3
Viðtal

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
4
Fréttir

KS hætt­ir að selja Teyg og slít­ur öllu sam­starfi við Arn­ar Grant

Frá­sagn­ir af of­beldi af hálfu Arn­ars Grant ollu því að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga ákvað að hætta fram­leiðslu á jurta­pró­tíndrykkn­um Teyg og taka hann strax úr sölu. Arn­ar þró­aði og mark­aðs­setti drykk­inn í sam­starfi við Kaup­fé­lag­ið.
Jón Trausti Reynisson
5
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Ekk­ert að þakka

Ef við fylgj­um slóð fólks­ins, eign­ar­inn­ar og pen­ing­anna sjá­um við sögu­þráð Ver­búð­ar­inn­ar. Á sama tíma fara út­gerð­ar­menn í aug­lýs­inga­her­ferð.
Kæruferlið hjá lögreglu gerði ofbeldisupplifunina verri
6
Viðtal

Kæru­ferl­ið hjá lög­reglu gerði of­beld­is­upp­lif­un­ina verri

Kona sem kærði fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann sinn fyr­ir að beita sig al­var­legu of­beldi á heim­ili þeirra seg­ir að kæru­ferl­ið hjá lög­regl­unni hafi gert of­beld­is­upp­lif­un­ina erf­ið­ari. Hún seg­ir vinnu­brögð lög­reglu hing­að til hafa ver­ið eitt alls­herj­ar klúð­ur; gögn hafi týnst, neyð­ar­hnapp­ar ekki virk­að og þeg­ar hún kærði hafi henni ver­ið sagt að rann­sókn lyki eft­ir þrjá mán­uði, síð­an sé lið­ið rúmt ár og mál­ið sé enn á borði lög­reglu.
Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald
7
Fréttir

Mik­il reiði með­al kvenna í stétt kúa­bænda vegna Ara Edwald

Reiði og þrýst­ing­ur kúa­bænda, einkum kvenna, vóg þungt í þeirri ákvörð­un Ís­eyj­ar út­flutn­ings að segja Ara Edwald upp störf­um vegna frá­sagna um meint kyn­ferð­is­brot hans.

Mest lesið í vikunni

Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
1
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
2
Viðtal

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Stefán Ingvar Vigfússon
3
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an klef­ans: Um vináttu og vina­leysi karl­manna

Þeg­ar Stefán Ingvar Vig­fús­son var að al­ast upp sagð­ist fað­ir hans ekki eiga neina vini. Sjálf­ur hef­ur hann minni þörf fyr­ir fé­lags­skap held­ur en kon­an hans. Hann leit­ar hér til föð­ur síns og ým­issa sér­fræð­inga í leit á skýr­ing­um hvað veld­ur, hvers vegna þeir séu ut­an klef­ans.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Ekk­ert að þakka

Ef við fylgj­um slóð fólks­ins, eign­ar­inn­ar og pen­ing­anna sjá­um við sögu­þráð Ver­búð­ar­inn­ar. Á sama tíma fara út­gerð­ar­menn í aug­lýs­inga­her­ferð.
Samherjafélög rekin frá DNB í faðm Arion banka
5
Úttekt

Sam­herja­fé­lög rek­in frá DNB í faðm Ari­on banka

Ari­on banki sótti um kenni­tölu fyr­ir eitt af Kýp­ur­fé­lög­um Sam­herja ár­ið 2020 til að hægt væri að opna banka­reikn­inga fyr­ir það. Það var nokkr­um mán­uð­um eft­ir að sama fé­lag hafði ver­ið rek­ið úr við­skipt­um við norska bank­ann DNB eft­ir rann­sókn á að­gerð­um bank­ans varð­andi pen­inga­þvætti. Ari­on banki virð­ist ekki hafa upp­fyllt skil­yrði laga um pen­inga­þvættis­varn­ir þeg­ar hann kom fram fyr­ir hönd fé­lags­ins gagn­vart Skatt­in­um.
Þorvaldur Gylfason
6
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Sann­ar sög­ur

Það er óþarfi að ýkja ef efn­ið er nógu safa­ríkt.
Illugi Jökulsson
7
Pistill

Illugi Jökulsson

Hvað á að segja um svona trú?

Af hverju trúði fólk því sem gekk svo aug­ljós­lega gegn hags­mun­um þess sjálfs? spyr Ill­ugi Jök­uls­son

Mest lesið í mánuðinum

Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
1
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
2
Viðtal

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Ari Edwald í leyfi frá Ísey vegna ásakana á samfélagsmiðlum
3
Fréttir

Ari Edwald í leyfi frá Ís­ey vegna ásak­ana á sam­fé­lags­miðl­um

Ari Edwald, fram­kvæmda­stjóri Ís­ey út­flutn­ings, syst­ur­fé­lags Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, er kom­inn í leyfi frá störf­um. Þetta stað­fest­ir stjórn­ar­formað­ur fyr­ir­tækj­anna, sem seg­ir Ara hafa sjálf­an ósk­að eft­ir leyf­inu. Er það vegna ásak­ana ungr­ar konu um að hann hafi ásamt hópi annarra far­ið yf­ir mörk í sum­ar­bú­staða­ferð.
Bogi óskaði eftir að viðtal Sölva við sig yrði ekki birt
4
Fréttir

Bogi ósk­aði eft­ir að við­tal Sölva við sig yrði ekki birt

Sölvi Tryggva­son hef­ur sett nýja hlað­varps­s­íðu í loft­ið eft­ir að hafa tek­ið nið­ur alla hlað­varps­þætti sína í kjöl­far ásak­ana um kyn­ferð­is­brot. Sölvi hafði tek­ið við­tal við Boga Ág­ústs­son áð­ur en ásak­an­irn­ar komu í fram í dags­ljós­ið. Bogi fór fram á að við­tal­ið yrði ekki birt.
Stefán Ingvar Vigfússon
5
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an klef­ans: Um vináttu og vina­leysi karl­manna

Þeg­ar Stefán Ingvar Vig­fús­son var að al­ast upp sagð­ist fað­ir hans ekki eiga neina vini. Sjálf­ur hef­ur hann minni þörf fyr­ir fé­lags­skap held­ur en kon­an hans. Hann leit­ar hér til föð­ur síns og ým­issa sér­fræð­inga í leit á skýr­ing­um hvað veld­ur, hvers vegna þeir séu ut­an klef­ans.
Mikil reiði meðal kvenna í stétt kúabænda vegna Ara Edwald
6
Fréttir

Mik­il reiði með­al kvenna í stétt kúa­bænda vegna Ara Edwald

Reiði og þrýst­ing­ur kúa­bænda, einkum kvenna, vóg þungt í þeirri ákvörð­un Ís­eyj­ar út­flutn­ings að segja Ara Edwald upp störf­um vegna frá­sagna um meint kyn­ferð­is­brot hans.
Logi á leið í frí: „Ég hef verið betri“
7
Fréttir

Logi á leið í frí: „Ég hef ver­ið betri“

Út­varps­mað­ur­inn Logi Berg­mann Eiðs­son til­kynnti síð­deg­is að hann væri á leið í frí. Hann er einn þeirra sem hef­ur ver­ið ásak­að­ur op­in­ber­lega um að hafa brot­ið á ungri konu. Þrír menn hafa í dag hætt tíma­bund­ið eða var­an­lega í störf­um sín­um vegna máls­ins.

Nýtt á Stundinni

N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Sauðfjárbóndi segir ekkert upp úr búskapnum að hafa
Fréttir

Sauð­fjár­bóndi seg­ir ekk­ert upp úr bú­skapn­um að hafa

Verð á áburði hef­ur því sem næst tvö­fald­ast milli ára. Kostn­að­ar­auki fyr­ir bænd­ur vegna þess nem­ur 2,5 millj­örð­um króna. Gróa Jó­hanns­dótt­ir, sauð­fjár­bóndi í Breið­dal, seg­ir áburð­ar­kaup éta upp 60 pró­sent þess sem hún fær fyr­ir inn­legg sitt í slát­ur­hús. „Það er í raun bil­un í manni að vera að standa í þessu.“
635. spurningaþraut: Ríki með landamæri að aðeins einu ríki öðru
Þrautir10 af öllu tagi

635. spurn­inga­þraut: Ríki með landa­mæri að að­eins einu ríki öðru

Hér er fyrri auka­spurn­ing, hún er svona: Út­lín­ur hvaða eyj­ar má sjá hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða ís­lensk­um firði er Hergils­ey? 2.  Hvað er Maríu­tása?  3.  Hvaða þétt­býl­is­stað­ur er næst­ur í vestri þeg­ar far­ið er frá Hvols­velli? 4.  Í hvaða landi hef­ur Pedro Sánchez ver­ið for­sæt­is­ráð­herra frá 2018? 5.  Gunn­ar Helga­son skrif­aði eina vin­sæl­ustu barna­bók síð­asta árs....
Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í yf­ir­lýs­ingu sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
0,03 prósent covid-smitaðra eru á gjörgæslu
Fréttir

0,03 pró­sent covid-smit­aðra eru á gjör­gæslu

Alls eru 23 þús­und Ís­lend­inga í ein­angr­un eða sótt­kví í dag, á með­an þrír liggja inni á gjör­gæslu með Covid 19. Minni­hluti covid-smit­aðra á Land­spít­al­an­um er þar vegna covid-sýk­ing­ar­inn­ar. 6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar er í aflok­un vegna smits eða um­gengni við smit­aða.
Platar Pútín Biden?
Greining

Plat­ar Pútín Biden?

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur viðr­að mögu­leika á að Rúss­ar ráð­ist inn í Úkraínu án af­ger­andi við­bragða frá Nató-ríkj­um, en síð­ar dreg­ið orð sín til baka. „Það eru ekki til nein­ar smá­vægi­leg­ar inn­rás­ir,“ seg­ir for­seti Úkraínu í andsvari. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Al­ex­ei Navalny seg­ir að Pútín sé að plata.
Þingmaður Samfylkingarinnar vill fá svör frá ráðherra um ofrukkanir á sölu rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill fá svör frá ráð­herra um of­rukk­an­ir á sölu raf­magns

Einn af þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, hef­ur sent fyr­ir­spurn í 16. lið­um til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, ráð­herra orku­mála. Við­skipta­hætt­ir N1 Raf­magns hafa vak­ið mikla at­hygli síð­ustu vik­urn­ar.
Sænskt stórblað fjallar um launamál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé ofurmaður
FréttirLaun Björns Zoega

Sænskt stór­blað fjall­ar um launa­mál Björns Zoëga og spyr hvort hann sé of­ur­mað­ur

Í öðr­um leið­ara Dagens Nyheter í dag er fjall­að um laun Björns Zoega, for­stjóra Karol­inska-sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð, og er launa­hækk­un hans sett í sam­hengi við hækk­an­ir hjá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um. Blað­ið skil­ur ekki hvernig Björn get­ur ver­ið í tveim­ur störf­um í Sví­þjóð og Ís­landi.
80 ár í dag frá Wannsee-fundinum — hverjir sátu þennan skelfilega fund?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

80 ár í dag frá Wann­see-fund­in­um — hverj­ir sátu þenn­an skelfi­lega fund?

Það gerð­ist fyr­ir slétt­um 80 ár­um. Fimmtán karl­ar á miðj­um aldri komu sam­an á ráð­stefnu í svo­lít­illi höll við Wann­see-vatn spöl­korn suð­vest­ur af Berlín. Við vatn­ið voru og eru Berlín­ar­bú­ar van­ir að hafa það huggu­legt og njóta úti­lífs en þá var há­vet­ur og ekki marg­ir á ferli sem fylgd­ust með hverri svartri límús­ín­unni af ann­arri renna að höll­inni aft­an­verðri og...
634. spurningaþraut: Hvað gerir Valdimar þegar hann nennir ekki að horfa á klukkuna?
Þrautir10 af öllu tagi

634. spurn­inga­þraut: Hvað ger­ir Valdi­mar þeg­ar hann nenn­ir ekki að horfa á klukk­una?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  „Sæl­ir eru hóg­vær­ir, því þeir munu erfa land­ið.“ Hver mælti svo? 2.  En hvernig er fram­hald­ið á orð­um sem við­komndi sagði líka: „Sæl­ir eru sorg­bitn­ir því þeir munu ...“ 3.  Þeg­ar söngv­ar­inn Valdi­mar er orð­inn leið­ur á að horfa á klukk­una, þótt vís­arn­ir fær­ist varla úr stað, og líka að...
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
FréttirSjúkratryggingar kæra SÁÁ

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.