Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Líf á flótta með augum barna

Danski leik­stjór­inn Andreas Koefoed fékk ein­staka inn­sýn í hug­ar­heim barna á flótta. Hann seg­ir öll börn vilja það sama - að leika sér og fá að vera börn. Lög­fræð­ing­ur Rauða kross­ins á Ís­landi seg­ir börn hæl­is­leit­enda hér á landi oft þurfa að bíða í nokkra mán­uði eft­ir skóla­vist.

Í litlu þorpi í Danmörku er að finna fjölmennan grunnskóla, rekinn af Rauða krossinum, fyrir börn á flótta. Þar koma saman börn úr öllum heimshlutum, úr ólíkum menningarheimum, en eiga það öll sameiginlegt að bíða í óvissu eftir svari um hvort þau séu nú loksins komin í öruggt skjól. Á einu ári er áttatíu prósenta velta á börnum í hverjum skólabekk. Fáum er veitt hæli í Danmörku og fá fæstir því nokkurn tímann tækifæri til verða hluti af samfélaginu. Flóttinn heldur áfram. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár