Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Líf án rafmagns

Við­var­andi raf­orku­skort­ur er í þró­un­ar­ríkj­um þar sem fólk treyst­ir á eldi­við eða dýra­úr­gang til að hita hí­býli sín. Meira en helm­ing­ur Afr­íku­ríkja stend­ur frammi fyr­ir raf­magnskreppu, þrátt fyr­ir mögu­leika á að nýta sól­ar­orku, vatns­afl og vindorku. Stríðs­átök og spill­ing standa í vegi fram­þró­un­ar. Ís­land gegn­ir lyk­il­hlut­verki í nýt­ingu jarð­varma í Aust­ur Afr­íku.

Veltu fyrir þér hvernig líf þitt væri án rafmagns. Engin ljós á dimmum vetrarkvöldum, engin rafmagnseldavél og ekkert rennandi vatn. Veltu fyrir þér lífsskilyrðum stúlkna og kvenna sem þurfa alla daga, allan ársins hring, að leggja á sig nokkurra kílómetra göngu til að sækja vatn í fötu og eldivið. Víða í Afríku og Asíu er þetta raunveruleiki meirihluta barnungra stúlkna og það sem meira er þá er þetta ekki hættulaus leiðangur þegar fáir eru á faraldsfæti snemma í morgunsárið.

Heima við elda konur síðan í kolaofnum eða við varðeld sem veldur mörgum dauðsföllum vegna lunga- og hjartasjúkdóma. Stór hluti barnshafandi kvenna deyr við barnsburð á spítölum og heilsugæslustöðvum sem skortir allan eðlilegan búnað sem og rafmagn. Án bólusetninga, sem krefjast rafmagns því mótefni sem og flest lyf þurfa að vera geymd í kæli, eru börn mun líklegri til að deyja úr mörgum skæðum og auðlæknanlegum sjúkdómum.

Nemendur læra við steinolíulampa sem reglulega valda slæmum brunum þegar olían lekur. Rafmagnsleysi þýðir líka engar saumavélar eða tækninýjungar, sem auðvelda vinnu í landbúnaði, sem og vatnsdælur sem bæta uppskeruna til muna. Enn ein afleiðing skorts á rafmagni er síðan fjarvera stórfyrirtækja sem sjá ekki hag sinn í því að vera á svæðum sem erfitt er að stóla á og einmitt af þeim ástæðum eru atvinnutækifæri landsmanna færri en ella. Þetta er þó raunveruleiki sem stór hluti mannkyns býr við.

Reiða sig á eldivið eða dýraúrgang

Rúmlega tveir milljarðar mannkyns búa við skort á rafmagni og tæplega þrír milljarðar manna reiða sig á eldivið eða dýraúrgang við að hita híbýli sín eða við eldamennsku. 90% þeirra sem býr við stöðugt rafmangsleysi býr í Suður-Asíu eða sunnan Sahara eyðimerkunnar í Afríku. Eitt öfgakennda dæmið um rafmagnsleysi er Líbería en þar hafa einungis tvö prósent landsmanna aðgang að rafmagni dagsdaglega.

Í Tansaníu telja stjórnendur stórfyrirtækja rafmangsleysi vera helstu fyrirstöðu viðskipta í landinu. Rafmagnsleysi veldur því að viðskipti við þessi svæði eru margfalt minni en þau gætu verið og framleiðsla, þar sem vinnustundir eru mun færri en við eðlileg raforkuskilyrði, er mun minni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár