Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Leynibrúðkaup á gamlársdag

Pálmi Gests­son end­aði óvænt í leik­list þar sem auka­vinn­an varð að ævi­starfi. Hann seg­ir frá ævi sinni og starfi, átök­um við for­sæt­is­ráð­herra, brottrekstri af RÚV og Spaug­stof­unni sem er ódrep­andi.

Leikarinn Pálmi Gestsson hefur verið einn af mest áberandi leikurum samtímans. Um áratugaskeið hefur hann verið fyrirferðarmikill í Spaugstofunni þar sem hann hefur tekist á við hlutverk forseta Íslands og annarra ráðamanna svo þjóðin hefur setið í hláturskrampa. Pálmi er Bolvíkingur að ætt og uppruna. Framan af ævi hans var fátt sem benti til annars en að hann myndi eyða ævinni í vestfirska bænum. 

Pálmi segir að það hafi í raun verið óvart að hann tók að sér að herma eftir mönnum. Það hafi einfaldlega gerst af illri nauðsyn þegar Spaugstofumenn skiptu með sér verkum. En hvernig nær hann einkennum þeirra sem hann hermir eftir?

„Ég hafði lítið fengist við þetta áður. Þó hafði ég nokkurn áhuga á þessu sem unglingur þegar ég hlustaði á upptökur með snjöllum eftirhermum á borð við Karl Einarsson og Jörund Guðmundsson. Svo hef ég lært mikið af því að fylgjast með Jóhannesi Kristjánssyni frá Brekku á Ingjaldssandi. Ég hafði gaman af að fylgjast með einkennum í fari fólks en ekki hvarflaði að mér að þetta ætti eftir að liggja fyrir mér. Þó man ég eftir því að hafa staðið fyrir framan spegil og reynt að ná munnstöðu Nóbelsskáldsins, Halldórs Laxness. Það átti eftir að nýtast mér löngu seinna. Og þó ég segi sjálfur frá fannst mér Halldór vera harla góður hjá mér og kannski það besta sem ég hef gert á þessu sviði. Ég lék hann í áramótaskaupi þegar gæsalappamál Hannesar Hólmsteins reis sem hæst. Þá lék ég hann í heimildarþáttum eftir Þorvald Gylfason. Vandinn við að herma eftir einstaklingum er sá að koma auga á lyklana. En þegar þeir eru komnir þá er eftirleikurinn auðveldur,“ segir Pálmi.  

Karvel frændi

Á æskuslóðum Pálma í Bolungarvík snérist lífið að miklu leyti um sjómennsku og fiskvinnslu. Foreldrar Pálma eru Gestur Pálmason, sem er látinn, og Sigurborg Sigurgeirsdóttir. Báðum fylgir stór ættbogi sem tengjast bæði útgerðarmönnum og alþýðu. Móðuramma Pálma var systir eins umsvifamesta útgerðarmanns Íslands, Einars Guðfinnssonar, sem var um áratugaskeið stærsti atvinnurekandinn í Bolungarvík. Og föðurbróðir hans var verkalýðsforinginn og þingmaðurinn Karvel Pálmason. Karvel skaust inn 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár