Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Leyndardómar þjóðarréttar Íslendinga

SS-pyls­an er sögð vera „þjóð­ar­rétt­ur Ís­lend­inga“. En hvað felst í pyls­unni? Kjöt­ið væri grátt ef ekki væri fyr­ir litar­efni. Hún er bú­in til úr af­urð­um þriggja dýra­teg­unda og SS vill ekki sýna ná­kvæmt inni­hald.

SS-pyls­an er sögð vera „þjóð­ar­rétt­ur Ís­lend­inga“. En hvað felst í pyls­unni? Kjöt­ið væri grátt ef ekki væri fyr­ir litar­efni. Hún er bú­in til úr af­urð­um þriggja dýra­teg­unda og SS vill ekki sýna ná­kvæmt inni­hald.

Í byrjun árs spruttu upp deilur í kjölfar greinar sem næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon skrifaði á vef Náttúrulækningafélags Íslands. Greinin bar yfirskriftina Fimm algengar gervimatvörur sem við gefum börnunum okkar. Í henni sagði Geir Gunnar meðal annars sorglegt að sjá foreldra fæða börnin sín á matmálstímum á pylsuvögnum bæjarins.

Í kjölfar greinarinnar svaraði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, þeim ásökunum sem á pylsuna voru bornar. Sagði hann mjög alvarlegt að næringarfræðingur væri að nota rit NLFÍ til þess að dreifa rangfærslum og rógi um þekktar matarvörur, og benti einnig á að pylsan væri í rauninni næringarlega góður kostur miðað við sambærilega flokk matvæla.

Á heimasíðu SS er langur texti þar sem saga pylsunnar er reifuð og menningarlegt verðmæti hennar dásamað. Þar er einnig að finna innihaldslýsingu á pylsunni, en þeirri lýsingu var bætt við síðuna um pylsuna, eftir að Geir Gunnar skrifaði grein sína á vef NLFI, því sé vefur SS skoðaður eins og hann leit út í desember 2015 er textinn eins, en þar vantar þó innihaldslýsingu. 

(Myndband úr bandaríksri pylsuverksmiðju sem býr til vínarpylsur, áþekkar þeim íslensku.)

Það sem bættist við textann eru til að mynda tölurnar sem Steinþór taldi upp í gagnrýni sinni á grein Geirs; að pylsa innihaldi aðeins 17% fitu, sem sé minna en í sumum hamborgurum, hún innihaldi 13% prótein, sem sé meira en skyr, og að rúmlega 99% innihalds hennar sé náttúrulegt efni.

Kjöthlutfallið í pylsunni er sagt vera um 65%, en þar er ekki sundurliðað hvað felist í því kjöthlutfalli. Í íslensku pylsuna eru notaðar afurðir úr þremur dýrategundum, nautgripum, kindum og svínum. Stundin sóttist eftir því frá SS að fá myndir af hráefninu sem notað er við gerð á SS-pylsum, fá nákvæma innihaldslýsingu á pylsunum, með tilliti til þess hversu mikið af hverri dýrategund sé notað við framleiðsluna og nákvæma lýsingu á þeim verkferlum sem notaðar eru við gerð pylsunnar.

Afklippum sturtað
Afklippum sturtað Hér má sjá afklippur af svínum sturtað. Myndin er úr bandarískri pylsuverksmiðju.

Fyrirspurnin var send á verkstjóra í pylsugerð hjá SS, en svar barst frá Steinþóri Skúlasyni, forstjóra SS. Steinþór segist ekki vilja veita upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. Hann vísar til þess að hann sé ósáttur við fyrri umfjöllun Stundarinnar. Í grein Stundarinnar um matvælaframleiðslu í síðasta mánuði var greint frá því að Steinþór hefði hafnað beiðni Stundarinnar um að fá að sjá framleiðsluferil fyrirtækisins. Hann útskýrði höfnun sína með þeim orðum að slíkt væri „ekki lystaukandi“ fyrir neytendur. Vegna umfjöllunarinnar hafnar Steinþór því að veita Stundinni nokkrar upplýsingar um starfsemi SS. „Lögbundnar upplýsingar um innihald eru veittar á umbúðum,“ sagði Steinþór og vísar á vefsíðu fyrirtækisins með aðrar upplýsingar.

„Íslendingar borða SS pylsur“

Á vefsíðu SS er fjallað sérstaklega um SS-pylsuna í sérstökum neytendahluta. „SS vínarpylsan er einn vinsælasti skyndibiti landsmanna. Með öflugu gæðaeftirliti, fyrsta flokks hráefni og áherslu á að viðhalda gömlum hefðum í pylsugerð er framleidd góð vara sem stenst kröfur neytenda um gæði og hollustu ár eftir ár.“

Þar segir einnig: „Gæði er einkunnarorð SS pylsunnar og allt frá upphafi hafa stjórnendur fyrirtækisins haft það að leiðarljósi að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna. Þessi mikli metnaður þeirra, ásamt frábæru starfsfólki, hefur átt sinn þátt í því að SS pylsan er enn í dag þjóðarréttur Íslendinga enda „Borða Íslendingar SS pylsur“. Æðsti stjórnandi fyrirtækisins vill hins vegar ekki gefa upp nákvæmlega hvert hráefnið er.

PylsurVínarpylsan náði vinsældum á Íslandi eftir að settur var upp pylsuvagn í Kolasundinu í Reykjavík í kringum 1937-38.

 Pylsur sagðar krabbameinsvaldandi

Þann 26. október í fyrra birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Alþjóðastofnun rannsókna á krabbameini (IARC) niðurstöður rannsókna á neyslu á unnum kjötvörum og rauðu kjöti og áhættu á krabbameini. „Það þýðir þó ekki að það sé jafnhættulegt að borða unnar kjötvörur og að reykja,“ segir í umfjöllun Landlæknis um málið.

Í niðurstöðunum flokkar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin unnar kjötvörur sem krabbameinsvaldandi og setur þær í sama flokk og til dæmis reykingar, áfengi og asbest. Meta þau svo að fyrir hver 50 grömm af unnum kjötvörum sem neytt er daglega aukist til dæmis hættan á ristilkrabbameini um 18%.

 

Embætti Landlæknis Íslands birti þessar niðurstöður og hvatti til þess að Íslendingar reyndu að takmarka neyslu sína á kjöti, og þá sérstaklega unnum kjötvörum.

 

SS pylsan telst einmitt til unna kjötvara, og er ein pylsa, óelduð og beint úr pakkanum að meðaltali 58 grömm, samkvæmt óformlegri rannsókn blaðamanns Stundarinnar.

Úr hverju er íslenska pylsan?

Eins og áður segir þá eru þau 65% pylsunnar sem sögð eru vera unnin með kjötafurðum þó talsvert á huldu. Bæði vildi SS ekki gefa upp nákvæmlega hvert hlutfall þeirra þriggja dýrategunda sem notaðar eru í pylsurnar er, og einnig hafa þeir ekki viljað gefa upp hvaða hlutar dýranna eru notaðir í framleiðsluna.

Á leiðinni í hakkarann
Á leiðinni í hakkarann Svínaafgangarnir þokast hér niður í risavaxna hakkavél sem brytjar í sundur bein, fætur, sinar og annað.

Íslenska SS pylsan er svonefnd vínarpylsa (Úr þýsku: Wiener Würstchen), afbrigði af frankfurterpylsum (Úr þýsku: Frankfurter Würstchen). Framleiðsla á þessari pylsutegund virðist vera keimlík á milli landa, og til þess að geta málað upp sem besta mynd af því hvernig íslenska pylsan er sett saman byggir Stundin að hluta til umfjöllun sína á sambærilegt vinnsluferli erlendis, vegna afstöðu SS að veita ekki nánari upplýsingar.

Innihald:

Kjöt: Þær kjötafurðir sem notaðar eru í pylsugerð eru almennt afgangar og afskurðir sem falla til við aðra framleiðslu og ekki er hægt að selja eina og sér. Samkvæmt matar- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eru þeir hlutar dýra sem notaðir eru í framleiðsluna „afklippur í lágum gæðum, fituafgangar, kjöt af höfði, fætur dýra, húð dýra, blóð, lifur og aðrir ætir afgangar slátrunarinnar“. Þessar afurðir eru svo settar í hakkavél þar sem bein, sinar, vöðvar, fita, fætur og aðrir líkamshlutar eru muldir niður í eins konar kjötbúðing.

Kjötbúðingurinn grái
Kjötbúðingurinn grái sem verður til þegar búið er að blanda öllum hráefnum saman.

Vatn: Saman við búðinginn er svo blandað vatni. Reglugerðir í Bandaríkjunum heimila ekki að hlutfall vatns í pylsum sé hærra en 10%. Engar sambærilegar reglur eru hér á landi, en samkvæmt SS er 25% af íslensku pylsunni vatn.

Litar og bindiefni: Viðbætt aukaefni í íslensku pylsunni eru fosfat, sem er 0,54% af þyngd hennar og er notað sem bindiefni, C vítamín sem er um 0,07% til þess að minnka hættu á gerjun og nítrít sem er 0,03% og er bætt í pylsuna til þess að gefa henni rauðan lit, því án þess væri pylsan grá á litinn, svipuð og kjötfarsið, sem er annar kjötbúðingur mulinn saman úr afskorningum og afgöngum. 

Salt: Í pylsunni er svo bætt við salti, sem telur um 2,1% af heildarþyngd hennar, en það gerir rúmlega 1 gramm á hverja pylsu. Ráðlagður dagsskammtur við neyslu á salti er um 7 grömm fyrir karlmann og 6 grömm fyrir konur. Í gagnagrunni síðunnar doktor.is má finna umfjöllun um samspil saltneyslu og blóþrýstings. Þar kemur fram að ef saltmagn er meira en 1,5 grömm í 100 grömmum af matvælum telst það vera hátt. Einnig hefur verið varað við því að gefa börnum of mikið salt og varað við því að gefa börnum mat sem ekki er sérstaklega ætlaður þeim, þar sem hann getur innihaldið of mikið salt fyrir þau. Vinsælt er að gefa börnum pylsur að borða, en ráðlagður dagsskamtur salts fyrir börn á aldrinum 1 til 3 ára er 2 grömm á dag, fer upp í 3 grömm fyrir 4 til 6 ára. 

Görnin: Til þess að halda pylsunni saman þarf að hafa utan um hana görn. Utan um íslensku pylsuna er görn sem unnin er úr kollagen. Kollagen er prótein sem er í húðum flestra spendýra. Til þess að búa til kollagen garnir eru húðir slátraðra nautgripa hreinsaðar af öllum hárum og svo brytjaðar niður. Bútunum er svo blandað saman við vatn, mjólkursýru og sellulósa fjölsykrur og hrært þar til húðin leysist upp og úr verður eins konar húð-búðingur. Hann er svo mótaður í húð-rörin sem kjötbúðingnum er sprautað inn í, og þannig er pylsan fullkomnuð.

Önnur efni: Auk ofangreinds innihalds er í pylsunni 3,5% undanrennuduft, 2,7% kartöflumjöl, 1% sojaprótein og 0,8% krydd og kjötkraftur.

Bæjarins bestuÞekktasti skyndibiti Íslands er pylsan.

Hvetur til minni pylsuneyslu

Hólmfríður Þorgeirsdóttir næringarfræðingur er annar verkefnastjóra næringar hjá Embætti landlæknis. Hún segist ekki ráðleggja fólki að borða margar pylsur í viku, „bara reyna að takmarka þetta eins og kostur er“. Segir hún hættuna á því að þróa ristilkrabbamein vegna neyslu á unnum kjötvörum vera litla, en eftir því sem fólk borði meira magn aukist líkurnar.

„Pylsur vissulega flokkast sem unnin kjötvara. Þar sem mikill fjöldi fólks borðar talsvert magn af unninni kjötvöru getur þetta skipt talsverðu máli fyrir lýðheilsu. Það þýðir ekki að fólk þurfi að hætta að borða allt rautt kjöt og unnar kjötvörur, en ef borðað er mikið af þeim á að minnka magnið.“

Landlæknir ráðleggur að neysla á rauðu kjöti og unnu kjöti við 500 grömm á viku. „Sérstaklega skal takmarka neyslu á unnum kjötvörum,“ segir þar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.
Afleiðingar kynferðisofbeldis og veikindi orsökuðu alvarlegt fæðingarþunglyndi
Reynsla

Af­leið­ing­ar kyn­ferð­isof­beld­is og veik­indi or­sök­uðu al­var­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi

Með­ganga Lís­bet­ar Dagg­ar Guðnýj­ar­dótt­ur ein­kennd­ist af gríð­ar­legri van­líð­an bæði and­lega og lík­am­lega. Af­leið­ing­ar þess­ar­ar miklu van­líð­an­ar urðu til þess, að mati Lís­bet­ar, að hún átti í mikl­um vand­ræð­um með að tengj­ast ný­fæddri dótt­ur sinni og glímdi í kjöl­far­ið við heift­ar­legt fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Lísbet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eftir þetta“
Eigin Konur#107

Lís­bet Dögg - „Ég mun ekki eiga neitt líf eft­ir þetta“

Lís­bet varð ólétt 19 ára og eign­að­ist barn­ið fjór­um dög­um fyr­ir út­skrift en hún út­skrif­að­ist úr FSu. Hún varð fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi sumar­ið fyr­ir frama­halds­skóla og var með ger­and­an­um í skóla hálfa skóla­göng­una “Ég þurfti að setja fé­lags­líf­ið mitt á pásu af því að hann var þarna” seg­ir Lís­bet í þætt­in­um og seg­ir FSu ekki hafa tek­ið á mál­inu og hún hafi þurft að mæta ger­anda sín­um á göng­un­um. Lís­bet var greind með þung­lyndi, kvíða og áfall­a­streiturösk­un og í kjöl­far­ið varð hún ólétt 19 ára. „Ég grét alla daga útaf van­líð­an og ég náði ekki að tengj­ast stelp­unni minn […] Mér fannst hún eig­in­lega bara fyr­ir,“ Seg­ir hún í þætt­in­um og bæt­ir við að henni hafi lið­ið eins og hún væri öm­ur­leg móð­ir. „Þeg­ar ég var bú­in að fæða að þá fékk ég ekki þessa til­finn­ingu að ég væri glöð að sjá barn­ið mitt, hún var lögð á bring­una á mér og ég hugs­aði bara: hvað nú?“
Eru Íslendingar Herúlar?
Flækjusagan#50

Eru Ís­lend­ing­ar Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son var spurð­ur í Bón­us einu sinni, og síð­an á Face­book, hvenær hann ætl­aði að skrifa um Herúla­kenn­ing­una. Ekki seinna en núna!
Brim kaupir veiðiheimildir og frystitogara af forstjóranum
Fréttir

Brim kaup­ir veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara af for­stjór­an­um

Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra Brims, hef­ur selt Brimi veiði­heim­ild­ir og frysti­tog­ara í 12,7 millj­arða króna við­skipt­um. Fé­lög­in, sem ekki eru tengd­ir að­il­ar sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­lög­um, hafa áð­ur átt í millj­arða við­skipt­um til að koma Brimi und­ir há­marks­þak veiði­heim­ilda.
Allt hefur merkingu, ekkert hefur þýðingu
MenningHús & Hillbilly

Allt hef­ur merk­ingu, ekk­ert hef­ur þýð­ingu

Á sýn­ingu sinni bein­ir mynd­list­ar­kon­an Jóna Hlíf at­hygl­inni að áferð orð­anna, þeim hluta tungu­máls­ins og mót­un­ar þess, sem fer fram á óræðu svæði milli skynj­un­ar og hugs­un­ar.
Björk útskýrir hvers vegna hún sakar Katrínu um óheiðarleika
Fréttir

Björk út­skýr­ir hvers vegna hún sak­ar Katrínu um óheið­ar­leika

Björk Guð­munds­dótt­ir lagði til við nátt­úru­vernd­arsinn­ann Grétu Thun­berg að ræða við Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra áð­ur en þær héldu blaða­manna­fund með áskor­un um að lýsa yf­ir neyð­ar­ástandi í um­hverf­is­mál­um. Orð Katrín­ar sann­færðu þær um að það væri óþarft, en Björk seg­ir hana hafa sýnt óheið­ar­leika.
Hvað eru hryðjuverk?
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Hvað eru hryðju­verk?

Aldrei áð­ur hef­ur lög­regla ráð­ist í að­gerð­ir vegna gruns um hryðju­verka­ógn á Ís­landi. Lífs­tíð­ar­fang­elsi get­ur leg­ið við hryðju­verk­um, sam­kvæmt ís­lensk­um lög­um.
Grunur um tengsl við norræna hægri öfgahópa
FréttirHryðjuverkaógn á Íslandi

Grun­ur um tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa

Ís­lend­ing­arn­ir fjór­ir sem hand­tekn­ir voru í gær grun­að­ir um að skipu­leggja hryðju­verka­árás hér á landi eru tald­ir hafa tengsl við nor­ræna hægri öfga­hópa. Fjöldi hálf­sjálf­virkra skot­vopna voru gerð upp­tæk í að­gerð­um gær­dags­ins.