Fréttir

Leynd yfir samskiptunum við skattrannsóknarstjóra

Ummæli Bjarna Benediktssonar um að ráðuneytið hafi „aldrei gert ágreining um verðið“ á skattaskjólsgögnum eru ekki í samræmi við frásögn skattrannsóknarstjóra af skilyrðum sem sett voru embættinu. Fjármálaráðuneytið hefur hvorki svarað upplýsingabeiðni Stundarinnar um skrifleg samskipti við skattrannsóknarstjóra né fyrirspurn frá Alþingi um aðkomu Bjarna.

Átti aðkomu að málinu Bjarni Benediktsson fundaði með skattrannsóknarstjóra um kaup á gögnum sem snertu hann sjálfan. Mynd: Pressphotos.biz / Geiri

Leynd hvílir yfir skriflegum samskiptum sem fjármálaráðuneytið átti við embætti skattrannsóknarstjóra á árunum 2014 og 2015 eftir að embættinu bauðst að kaupa gögn um aflandsfélög Íslendinga. Gögnin höfðu að geyma upplýsingar um félagið Falson & Co, sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, átti sjálfur hlut í. Auk þess liggur fyrir að Benedikt Sveinsson, faðir ráðherrans, átti félag á Tortólu og notfærði sér þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca. Þrátt fyrir þetta fundaði ráðherrann með skattrannsóknarstjóra um gögnin og setti kaupum á þeim skilyrði sem reyndist erfitt að uppfylla. Fyrir vikið leið meira en ár þar til gögnin um aflandsfélög Íslendinga voru keypt.

Bryndís Kristjánsdóttir
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri.

Í munnlegri skýrslu sem Bjarni flutti um málefni aflandsfélaga á Alþingi þann 4. maí síðastliðinn fullyrti hann að þegar skattrannsóknarstjóra bauðst að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum hefði fjármálaráðuneytið „eingöngu spurt að því hvort skattrannsóknarstjóri teldi eitthvert gagn af því fyrir meginstarfsemi embættisins að fá gögnin keypt“ og „aldrei gert ágreining um verðið“. Ummælin stangast á við frásögn skattrannsóknarstjóra, en í bréfi embættisins til fjármálaráðuneytisins frá 10. febrúar 2015 kemur fram að fjármálaráðuneytið hafi, með bréfi frá 3. desember 2014, sett tvö skilyrði fyrir fjárheimild til kaupa á gögnum um aflandsfélög Íslendinga. Annað skilyrðið laut að því hvernig og hve mikið yrði greitt fyrir gögnin. 

Kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál

Í skýrslunni sem Bjarni gaf Alþingi um aðgerðir stjórnvalda vegna aflandsfélaga þann 4. maí síðastliðinn sagðist hann sjálfur vilja „flýta fyrir úrvinnslu gagnanna“ eins og kostur væri. „Við höfum þegar átt skrifleg samskipti við embættin og boðið fram hvers kyns aðstoð í þessum tilgangi,“ sagði hann. Daginn eftir óskaði Stundin eftir aðgangi að bréfi ráðuneytisins frá 3. desember 2014 auk þeirra skriflegu samskipta sem ráðherra vísaði til í ræðu sinni á Alþingi. Hefur upplýsingabeiðnin verið ítrekuð tvisvar sinnum en ráðuneytið enn ekki afgreitt hana. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Fréttir

Frásagnir kvenna í læknastétt: „Það þarf nú bara að þvinga lykkjuna upp á ykkur “

Pistill

Með bakið upp við vegginn

Fréttir

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Pistill

Hvernig er hægt að losna við Trump?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn

„Skelfilegar sögur“ úr Kvikmyndaskóla Íslands

Fréttir

Áralangar deilur innan fjölskyldu Ásmundar Einars hafa ratað til lögreglunnar

Fréttir

Björn Ingi keypti hús með auglýsingasamningi og kúlulánum frá GAMMA

Fréttir

Jón Steinar þrýsti á að Robert Downey fengi uppreist æru „eftir þá hrakninga sem hann lenti í“

Fréttir

Guðni mátti ekki sjá minnisblöð um Downey og Hjalta: „Ber að eyða því í pappírstætara“

Pistill

Okkar eigin Weinstein