Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Leiðir okkar mömmu skildi

Mika­el Torfa­son, rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi rit­stjóri, tekst þessa mán­uð­ina á við for­tíð sína með skrif­um á sjálfsævi­sögu­legri bók þar sem hann skoð­ar sam­band for­eldra sinna, áhrif­in sem vera í Vott­um Jehóva hafði á líf þeirra og hvernig trú þeirra var nærri orð­in til þess að hann fengi ekki lækn­ingu við fæð­ing­argalla.

Þegar ég var að vinna á ritstjórnum blaðanna og verið var að leita að viðmælendum í helgarviðtöl var ég vanur að segja þann brandara að ég ætti sögur í forsíðuviðtöl fyrir hverja einustu helgi ársins,“ segir Mikael hlæjandi þegar hann er spurður hvað hann, fertugur maðurinn, hafi upplifað sem hafi fengið hann til að byrja að skrifa sjálfsævisögulega bók. „Ég hef stundum sagt í gríni að ég hafi upplifað meira fyrstu tvær vikur lífs míns en margir upplifa alla ævina.“

Þar vísar hann til þess að þegar hann fæddist voru þarmar hans að hluta óvirkir og ekki leið á löngu þar til hann var kominn með stómapoka. „Það gekk hins vegar ekki þrautalaust fyrir sig þar sem pabbi og mamma voru Vottar Jehóva og þar af leiðandi á móti hvers konar inngripi í líkamann. Læknirinn minn þurfti að berjast gegn skoðunum þeirra til að fá að bjarga lífi mínu.“

Ólst upp hjá föður sínum 

Mikael segir bókina vera uppgjör sitt við foreldra sína, frekar en sjálfsævisögu, enda ljúki henni þegar hann sé fimm ára. „Bókin snýst mest um ástarsögu mömmu og pabba sem hófst þegar þau voru átján og nítján ára og lauk þegar ég var á fimmta aldursári. Þetta tímabil finnst mér mjög áhugavert og auðvitað hafði það mótandi áhrif á líf mitt. Trú þeirra gerði það að verkum að ég fékk takmarkaða heilbrigðisþjónustu, þau vildu frekar fórna mínu jarðneska lífi til að ég gæti öðlast eilíft líf en að ganga á móti kreddum trúfélagsins. Þetta verður mikið drama sem gengur í raun frá þeirra sambandi auk þess sem pabbi var orðinn vaklandi í trúnni og farinn að drekka of mikið, sem passaði auðvitað ekki inn í lífsreglur Vottanna. Það er svo sem hægt að vera fyllibytta í hvaða trúfélagi sem er ef þú iðrast og auðmýkir þig eftir hvert fyllerí, en það heldur ekki til lengdar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár