Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Langvarandi skortur á yfirsýn í heilbrigðismálum

Ís­land er und­ir með­al­tali OECD ríkja þeg­ar kem­ur að fjár­veit­ing­um til heil­brigð­is­mála og í frjálsu falli á lista yf­ir bestu heil­brigðis­kerfi Evr­ópu. Heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir skorta yf­ir­sýn í mála­flokkn­um og land­lækn­ir hef­ur áhyggj­ur af slæmu að­gengi sjúk­linga að heil­brigð­is­þjón­ustu. Erfitt er að fá tíma hjá heim­il­is­lækni, að­gengi að nýj­um lyfj­um er ábóta­vant og bið­list­ar í skurð­að­gerð­ir alltof lang­ir.

Þessa dagana fer fram undirskriftasöfnun meðal þjóðarinnar þar sem þess er krafist að ríkisstjórnin verji árlega ellefu prósent af vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins í stað 8,7 prósent eins og nú er gert. Rúmlega 55 þúsund manns hafa nú skrifað undir. Forsprakki söfnunarinnar, Kári Stefánsson, fullyrðir að íslenskt heilbrigðiskerfi hangi á bláþræði og geti ekki lengur sinnt hlutverki sínu sem skyldi. 

Um leið og Kári hóf þessa herferð upphófust hins vegar miklar rökræður um tölur og tölfræði, persónur og leikendur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði Kára, fyrst á Facebook en síðan á blogginu sínu, og sagði vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu aðeins út frá ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu. Þá benti Pawel Bartoszek á að Kári væri að horfa til heildarútgjalda til heilbrigðismála en réttara væri að horfa til útgjalda opinberra aðila. 

Sumir vilja meina að umræðan sé komin á villigötur og að öllum megi vera ljóst að íslenskt heilbrigðiskerfi megi muna fífil sinn fegurri. „Það er ekki hægt að reikna sig að þeirri niðurstöðu að við höfum hlúð að heilbrigðiskerfinu,“ segir Kári í samtali við Stundina.

0,1 prósent í innviði

OECD setur sjálft þann fyrirvara með gögnunum að breytingar á því hversu mikið ríki ver í heilbrigðisþjónustu í hlutfalli við landsframleiðslu geti bæði merkt breytingar í útgjöldum til heilbrigðismála eða vöxt í landsframleiðslu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu