Þessi grein er meira en 5 ára gömul.

Lagði til að aðgerðir á konum með krabbamein yrðu einkavæddar

Einka­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in ehf. reyndi að ná til sín að­gerð­um á krabba­meins­sjúk­um kon­um af Land­spít­al­an­um og stofna „sér­hæfða brjóstamið­stöð“. Um 1.200 ís­lensk­ar kon­ur eru arf­ber­ar fyr­ir stökk­breyt­ingu sem get­ur vald­ið brjóstakrabba­meini og ætl­aði Klíník­in að reyna að þjón­usta þess­ar kon­ur sér­stak­lega.

Lagði til að aðgerðir á  konum með krabbamein yrðu einkavæddar
Aukin einkavæðing stöðvuð Klíníkin, sem er meðal annars í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfélagið EVU Consortium, reyndi að fá leyfi til að gera umfangsmiklar aðgerðir á konum með brjóstakrabbamein en heilbrigðisráðuneytið hafnaði því.

Hér er því lagt til að heimilað verði að þær sérhæfðu brjóstaskurðaðgerðir sem undirritaður hefur sinnt innan LSH verði framkvæmdar í Brjóstamiðstöðinni,“ segir í bréfi frá Kristjáni Skúla Ásgeirssyni, brjóstaskurðlækni og eins af stofnendum lækningafyrirtækisins Klíníkurinnar, til Kristján Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra þann 22. október í fyrra.

Klíníkin er lækningafyrirtæki sem nýverið opnaði í Ármúla 9 sem er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur, nokkurra lækna og lífeyrissjóða. Lækningafyrirtækið hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu vikurnar vegna opnunar fyrirtækisins en heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf. er einnig í eigu þeirra Ásdísar Höllu, Ástu og tólf lífeyrissjóða í gegnum fjárfestingarfyrirtækið EVU Consortium.

Í bréfinu ræddi Kristján Skúli um stofnun „sérhæfðrar brjóstamiðstöðvar“ á Íslandi sem reka átti utan Landspítalans og sem þjónusta átti konur með brjóstakrabbamein og konur sem líklegar eru til að fá þann sjúkdóm. Kristján Skúli lagði til tvær mögulegar leiðir til að gera þetta en báðar miðuðu þær að því að Brjóstamistöðin, fyrirtæki hans, fengi fjármuni frá ríkinu til að gera aðgerðirnar. „Tvær leiðir eru helst færar til þess. Annað hvort að samið verði sérstaklega við Brjóstamiðstöðina um tiltekna fyrirfram ákveðna fjárhæð og fjölda aðgerða sem eyrnamerktar eru miðstöðinni eða þá að ofangreindar aðgerðir verði settar á lista yfir þær aðgerðir sem greiddar eru af SÍ í samræmi við rammasamning sérfræðilækna.“

Þrenns konar krabbameinsaðgerðir

Í bréfinu reyndi Kristján Skúli því að sannfæra heilbrigðisráðuneytið um að heimila Brjóstamiðstöðinni, einkafyrirtæki Kristjáns Skúla sem starfa á innan Klíníkurinnar, að flytja brjóstaskurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein frá Landspítalanum og yfir til hins nýja einkafyrirtækis. 

Um er að ræða þrenns konar aðgerðir á sviði brjóstakrabbameins hjá konum: Aðgerðir á konum sem komnar eru með krabbamein í brjóst sín, skurðaðgerðir þar sem brjóst kvenna eru enduruppbyggð eftir krabbameinsmeðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem ekki eru komnar með krabbameinið en sem gætu fengið í ljósi þess að þær eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar, BRCAI og BRCAII, sem valdið geta brjóstakrabbameini. 

Kristján Skúli hefur hingað til verið eini skurðlæknirinn á Íslandi sem hefur framkvæmt skurðaðgerðir á konum með brjóstakrabbamein og svo enduruppbyggt brjóstin í sömu aðgerðinni. Öllum heimildum ber saman um Kristján Skúli sé einstaklega fær skurðlæknir.

Erfitt að „manna þjónustuna“ eftir að Kristján hætti

Landspítalinn hafði framkvæmt þessar þrjár gerðir af skurðaðgerðum á grundvelli samnings við Krabbameinsfélag Íslands en sá samningur  rann út árið 2014 og ekki var hægt að endurnýja hann vegna erfiðleika við að „manna þjónustuna“ eins og segir í svarbréfi ráðuneytisins til Kristjáns Skúla frá 29. apríl síðastliðinn. Í því svarbréfi frá heilbrigðisráðuneytinu er beiðni Kristjáns Skúla um að fá að gera aðgerðirnar og njóta fjármögnunar frá Sjúktrayggingum Íslands hafnað.

Ein ástæða fyrir því að erfitt var að „manna þjónustuna“ var sú að Kristján Skúli hætti á Landspítalanum til að stofna áðurnefnt einkafyrirtæki en hann hafði verið sá skurðlæknir innan Landspítalans sem hafði framkvæmt flestar fyrirbyggjandi brjóstakrabbameinsaðgerðir og eins þær aðgerðir þar sem krabbamein var skorið úr brjóstum kvenna og þau endurbyggð, á spítalanum á árunum 2010 til 2014. Í svari frá Landspítalanum segir um þetta að 21 fyrirbyggjandi aðgerð hafi verið framkvæmd á Landspítalanum á árunum 2010 til 2014 og á sama tíma voru framkvæmdar 115 brjóstnáms- og brjóstauppbyggingaraðgerðir en Kristján Skúli var þá eini skurðlækirinn sem gat gert síðastnefndu aðgerðina. Í svarinu segir um fyrirbyggjandi aðgerðirnar að Kristján Skúli hafi komið að „flest öllum þessum aðgerðum ásamt öðrum sérfræðingum eins og brjóstaskurðlækni og kvensjúkdómalækni“. Þá var framkvæmd alls 1121 skurðaðgerð á Landspítalanum þar sem krabbamein var fjarlægt úr brjóstum kvenna og hefur Kristján Skúli einnig framkvæmt margar þeirra ásamt öðrum sérfræðingum á spítalanum. 

Kristján Skúli var því augljóslega afar mikilvægur starfsmaður innan Landspítalans þar sem sérhæfing hans er mikil. Á þetta benti Kristján Skúli líka sjálfur í bréfi sínu til Kristjáns Þórs í fyrra: „Á undanförnum árum hafa kröfur kvenna til betri útlitslegrar útkomu vaxið og því hefur sérhæfðum aðgerðum fjölgað mikið, en þær fela í sér að skera burt brjóstakrabbamein og byggja upp brjóst (að hluta eða öllu leyti) í sömu aðgerð. Þessar aðgerðir, líkt og aðrar brjóstaskurðaðgerðir, eru nú framkvæmdar innan almennrar skurðlækningadeildar á LSH þar sem undirritaður hefur starfað frá 2007 en á undanförnum 4-5 árum hefur meirihluti þessara sérhæfðu aðgerða á Íslandi verið framkvæmdar af undirrituðum.“

Kristján Skúli var því í góðri stöðu til að taka sína sérþekkingu með sér út af Landspítalanum og bjóða upp á sömu þjónustu í einkareknu lækningafyrirtæki. Eftir að Kristján Skúli hætti á spítalanum hefur Landspítalinn hins vegar þjálfað aðra skurðlækna upp í þessum aðgerðum en að mati sumra brjóstaskurðlækna er jafnvel talið betra að gera tvær aðgerðir í stað einnar þegar krabbamein er fjarlægt úr brjóstum og þau uppbyggð í kjölfarið. Þessi háttur er hafður á nú innan Landspítalans. 

Horft til kvenna með BRCA stökkbreytingar

Í bréfi Kristjáns Skúla ræðir hann umtalsvert um fyrirbyggjandi aðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir BRCAI og BRCAII stökkbreytingarnar sem valdið geta brjóstakrabbameini. Þetta er umræðuefni sem Kristján hefur verið tíðrætt um enda er hægt að koma í veg fyrir krabbamein hjá þessum konum með fyrirbyggjandi skurðaðgerðum. Þekktasta dæmið um konu sem farið hefur í slíka fyrirbyggjandi brottnámsaðgerð er bandaríska leikkonan Angelina Jolie. Í viðtali við Kristján Skúla í Morgunblaðinu fyrir skömmu kom fram að frá árinu 2008 hefðu um fimmtíu konur á Íslandi farið í slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir og tólf síðastliðið ár. 

Í fyrirlestri um brjóstakrabbamein hjá Íslenskri erfðagreiningu síðla árs í fyrra undirstrikaði Kristján Skúli umfang vandamálsins varðandi BRCA-stökkbreytingarnar. „Ef við skoðum allar konur hérna í þjóðfélaginu þá er það ein af hverjum níu sem munu fá brjóstakrabbamein einhvern tímann á ævinni, 11 prósent af þessum konum. Æviáhætta þeirra kvenna, sem eru með þessa íslensku stökkbreytingu, BRCAII langoftast, á að fá sjúkdóminn er þá 60 til 80 prósent. Þetta er sjö til áttföld áhætta miðað við venjulega konu.“

Í bréfinu til Kristjáns Þórs sagði Kristján Skúli að hann byggist við að á milli 300 til 400 konur myndu vilja fara í fyrirbyggjandi aðgerð vegna brjóstakrabbameins á næstu árum. „Innan Brjóstamiðstöðvarinnar verður hins vegar lögð áhersla á að sinna forvörnum fyrir konur sem eru í aukinni hættu vegna ættgengis. […] T.d. er ljóst að íslenskar konur vilja vita og munu sækjast eftir því að fá að vita hvort þær séu arfberar stökkbreytinga í BRCAI/BRCA”. Mikilvægt er að skapa faglegan vettvang til að veita þessar upplýsingar auk þess að veita sérhæfða fræðslu, stuðning og ráðgjöf en áætlað er að þetta séu nú um 1.200 konur á Íslandi og þar af eru um 600 heilbrigðar konur á skimunaraldri. Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum (brjóstnám og eggjastokkanám) og er ætlunin að þessar aðgerðir verði framkvæmdar af sérhæfðum skurðlæknum Brjóstamiðstöðvarinnar. Ekki liggur nú fyrir með hvaða hætti konum verður veittur aðgangur að þessum upplýsingum en þegar það skýrist mun Brjóstamiðstöðin bjóðast til að starfrækja umrædda móttöku fyrir upplýsingagjöfina og ráðgjöf í framhaldinu.“

Þannig vildi Brjóstamiðstöðin einnig halda utan um viðkvæma upplýsingagjöf um arfgengi brjóstakrabbameins á Íslandi og eftir atvikum miðla þeim til þeirra kvenna sem um ræðir og þá væntanlega einnig ráðleggja þeim varðandi meðferðarúrræði.

„Gert er ráð fyrir að um 300 til 400 þessara kvenna muni vilja fyrirbyggjandi aðgerð á næstu árum.“

Rannsóknir Decode 

Í viðtali í nýjasta hefti Læknablaðsins ræðir Kristján Skúli um þann hóp íslenskra kvenna sem eru arfberar fyrir stökkbreytingarnar BRCAI og BRACAII sem valda brjóstakrabbameini. Íslenska erfðatæknifyrirtækið Decode hefur rannsakað þessar stökkbreytingar og býr því yfir mikilli 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
1
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Þakklát fyrir tækifæri til að búa á Íslandi
2
Fólkið í borginni

Þakk­lát fyr­ir tæki­færi til að búa á Ís­landi

Noemi Ehrat flutti frá Zürich í Sviss til Reykja­vík­ur til að stunda ís­lensku­nám við Há­skóla Ís­lands. Hún seg­ir líf­ið hér vera ró­legra en í heima­land­inu, en borg­in iði af menn­ing­ar­lífi og bjóði upp á ým­iss tæki­færi til að vera skap­andi.
Öskrað gegn óréttlæti
3
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Stórveldaátök í stað hryðjuverkastríðs
4
Úttekt

Stór­velda­átök í stað hryðju­verka­stríðs

Hvort sín­um meg­in við víg­lín­una standa her­ir grá­ir fyr­ir járn­um. Rúss­ar öðr­um meg­in, Úkraínu­menn studd­ir af Vest­ur­veld­un­um hinum meg­in. Hvernig mun þetta enda?
Þegar Freud fékk bréf um Lísu prinsessu
5
Flækjusagan

Þeg­ar Fr­eud fékk bréf um Lísu prins­essu

Laust fyr­ir 1930 fékk sál­grein­and­inn frægi Sig­mund Fr­eud bréf þar sem hann var beð­inn að gefa ráð til að með­höndla Lísu prins­essu af Batten­berg eða Mount­batten því hún liti svo á að hún væri orð­in skila­boða­skjóða fyr­ir Guð al­mátt­ug­an. Hvað hafði gerst?!
382. spurningaþraut: „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar“
6
Þrautir10 af öllu tagi

382. spurn­inga­þraut: „Jaffa app­el­sín­ur eru sæt­ar og safa­rík­ar“

Hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing. Hver mál­aði mál­verk­ið sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét mað­ur­inn sem varð for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands 10. maí 1940? 2.  Wil­helm Steinitz hét Aust­ur­rík­is­mað­ur einn sem varð ár­ið 1886 fyrsti op­in­beri heims­meist­ar­inn á til­teknu sviði og hélt titl­in­um þar til 1894 þeg­ar hann glat­aði hon­um til Þjóð­verj­ans Em­anu­els Laskers....
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
7
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...

Mest deilt

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
1
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Öskrað gegn óréttlæti
2
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Símon Vestarr
3
Blogg

Símon Vestarr

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...
„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
4
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Auk­in um­svif einka­geir­ans er eina leið­in út úr krepp­unni“

Hall­dór Benjam­in Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að eina leið­in út úr efna­hags­lægð­inni sem fylg­ir heims­far­aldr­in­um sé einkafram­tak­ið. Nú þurfi að sporna gegn auknu at­vinnu­leysi.
382. spurningaþraut: „Jaffa appelsínur eru sætar og safaríkar“
5
Þrautir10 af öllu tagi

382. spurn­inga­þraut: „Jaffa app­el­sín­ur eru sæt­ar og safa­rík­ar“

Hlekk­ur á þraut gær­dags­ins. * Fyrri auka­spurn­ing. Hver mál­aði mál­verk­ið sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét mað­ur­inn sem varð for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands 10. maí 1940? 2.  Wil­helm Steinitz hét Aust­ur­rík­is­mað­ur einn sem varð ár­ið 1886 fyrsti op­in­beri heims­meist­ar­inn á til­teknu sviði og hélt titl­in­um þar til 1894 þeg­ar hann glat­aði hon­um til Þjóð­verj­ans Em­anu­els Laskers....
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
6
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...
„Okkur vantar atvinnustefnu“
7
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Okk­ur vant­ar at­vinnu­stefnu“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hend­urn­ar á okk­ur, hvort sem það sé síld­in, loðn­an eða túrist­inn. Nú þurfi að ein­blína á fjöl­breytt­ari tæki­færi, bæði í ný­sköp­un, land­bún­aði, græn­um störf­um og fleira.

Mest lesið í vikunni

Hættur að borða í mótmælaskyni við grímuskyldu
1
Fréttir

Hætt­ur að borða í mót­mæla­skyni við grímu­skyldu

Þrátt fyr­ir að Zor­an Kokatovic hafi lækn­is­vott­orð um að hann geti ekki bor­ið and­lits­grímu var hon­um mein­að að sinna vinnu sinni grímu­laus. Þá fær hann ekki af­greiðslu í mat­vöru­versl­un­um án þess að bera grímu. Hef­ur hann því hætt að borða í mót­mæla­skyni.
Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
2
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
Lögmaður Sölva biðst „einlæglega“ afsökunar á viðtali og segir sig frá vörn
3
Fréttir

Lög­mað­ur Sölva biðst „ein­læg­lega“ af­sök­un­ar á við­tali og seg­ir sig frá vörn

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lög­mað­ur hef­ur sagt sig frá málsvörn Sölva Tryggva­son­ar. „Orð mín hafa sært ein­stak­linga,“ seg­ir hún.
Þingmaður Vinstri grænna játar að hafa „komið illa fram við konur“ og dregur framboð til baka
4
Fréttir

Þing­mað­ur Vinstri grænna ját­ar að hafa „kom­ið illa fram við kon­ur“ og dreg­ur fram­boð til baka

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, dreg­ur fram­boð sitt til baka eft­ir að leit­að var til fagráðs flokks­ins með kvart­an­ir und­an hegð­un hans. Hann við­ur­kenn­ir að kom­ið illa fram við kon­ur.
Skýrslu Kristjáns Þórs var ekki lekið úr forsætisráðuneytinu
5
Fréttir

Skýrslu Kristjáns Þórs var ekki lek­ið úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu

Fjall­að er um skýrslu um ís­lenska kvóta­kerf­ið sem Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra lét vinna í Morg­un­blað­inu í dag. Í henni er ís­lenska kvóta­kerf­ið sagt betra en önn­ur. Rit­stjóri Kjarn­ans furð­ar sig á því af hverju Morg­un­blað­ið fékk skýrsl­una en ekki aðr­ir fjöl­miðl­ar.
Forsætisráðherra sammála utanríkisráðherra Noregs: „Orðspor  Samherja er laskað“
6
FréttirSamherjaskjölin

For­sæt­is­ráð­herra sam­mála ut­an­rík­is­ráð­herra Nor­egs: „Orð­spor Sam­herja er lask­að“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að það sé sann­ar­lega rétt að orð­spor Sam­herja sé lask­að út af Namib­íu­mál­inu. Hún seg­ir að rann­sókn máls­ins sé í form­leg­um far­vegi og að bíða þurfi nið­ur­stöðu.
Sýnin breyttist eftir slysið
7
ViðtalHamingjan

Sýn­in breytt­ist eft­ir slys­ið

Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands, seg­ir mik­il­vægt að líða vel í eig­in skinni, líða vel inni í sér og vera sátt við það hver hún og hvernig hún er.

Mest lesið í mánuðinum

Tilkynnt til barnaverndar eftir að hún byrjaði á OnlyFans
1
ViðtalKynlífsvinna á Íslandi

Til­kynnt til barna­vernd­ar eft­ir að hún byrj­aði á On­lyF­ans

Birta Blanco, tveggja barna móð­ir, seg­ist ekki mæla með vændi eft­ir að hafa stund­að það sjálf, en seg­ir að sér líði vel á On­lyF­ans. Hún seg­ir sig og fleiri mæð­ur á síð­unni hafa ver­ið til­kynnt­ar til barn­an­vernd­ar­nefnd­ar.
Lýsir reynslu sinni af vændi: „Þegar búið er að borga kemur þessi sadisti upp í þeim“
2
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Lýs­ir reynslu sinni af vændi: „Þeg­ar bú­ið er að borga kem­ur þessi sa­disti upp í þeim“

Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir tel­ur að síð­ur eins og On­lyF­ans þrýsti á mörk kvenna um hvað þær eru til­bún­ar að gera í kyn­lífi. Hún starf­aði sjálf við vændi í Dan­mörku, en veit­ir nú kon­um sem stunda vændi á Ís­landi ráð­gjöf.
„Ég á kærasta, en ég vinn samt með öðrum“
3
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

„Ég á kær­asta, en ég vinn samt með öðr­um“

„Þau hafa sýnt mér mik­inn stuðn­ing og mamma og pabbi eru bæði mikl­ir femín­ist­ar og finnst þetta flott sem ég er að gera,“ seg­ir Edda Lovísa Björg­vins­dótt­ir sem fram­leið­ir efni á On­lyF­ans. Marg­ir nálg­ist klám án end­ur­gjalds á öðr­um síð­um á net­inu og á þeim verstu sé mynd­um af ís­lensk­um stúlk­um á barns­aldri dreift.
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
4
Pistill

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Með fullri virð­ingu fyr­ir Freyju Har­alds­dótt­ur

Það eru ekki skerð­ing­arn­ar sem slík­ar sem hamla þátt­töku fólks með slík­ar held­ur um­hverf­ið.
Strandveiðipar kærir barnaverndartilkynningu
5
Fréttir

Strand­veiðip­ar kær­ir barna­vernd­ar­til­kynn­ingu

Par sem var til­kynnt fyr­ir brot á barna­vernd­ar­lög­um, án þess að mál­ið næði lengra, hef­ur kært kenn­ara og sál­fræð­ing fyr­ir að til­kynna þau til barna­vernd­ar án þess að hafa at­hug­að mál­ið.
Eva Joly um rannsóknina á Samherja: „Það er skortur á vilja til að rannsaka þá sem skapa velsæld í landinu“
6
FréttirSamherjaskjölin

Eva Joly um rann­sókn­ina á Sam­herja: „Það er skort­ur á vilja til að rann­saka þá sem skapa vel­sæld í land­inu“

Fransk norski lög­fræð­ing­ur­inn Eva Joly seg­ir að Sam­herji sé það valda­mik­ill á Ís­landi að lít­ill áhugi sé á því að rann­saka Namib­íu­mál­ið. Tek­ið er við­tal við Evu í þýska blað­inu Süddeutsche Zeit­ung í dag þar sem fjall­að er um Namib­íu­mál­ið og upp­ljóstr­ar­ann Jó­hann­es Stef­áns­son.
Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“
7
Fréttir

Formað­ur Efl­ing­ar seg­ir for­seta­hjón­in þátt­tak­end­ur í „tryll­ings­legu gróða­braski“

Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­seta­hjón leigja út nýkeypta íbúð sína á 265 þús­und krón­ur á mán­uði. Með­al­leigu­verð sam­bæri­legra íbúða er 217 þús­und krón­ur. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, spyr hvort for­seta­hjón­in séu föst inni í for­rétt­inda­búbblu. For­seta­hjón­in fengu ut­an­að­kom­andi ráð­gjöf um mark­aðs­verð.

Nýtt á Stundinni

„Aukin umsvif einkageirans er eina leiðin út úr kreppunni“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Auk­in um­svif einka­geir­ans er eina leið­in út úr krepp­unni“

Hall­dór Benjam­in Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að eina leið­in út úr efna­hags­lægð­inni sem fylg­ir heims­far­aldr­in­um sé einkafram­tak­ið. Nú þurfi að sporna gegn auknu at­vinnu­leysi.
„Stærra bótakerfi tekur ekki á vandanum“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Stærra bóta­kerfi tek­ur ekki á vand­an­um“

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, seg­ir stærra bóta­kerfi ekki leysa neinn vanda held­ur þurfi að fjölga störf­um til að stoppa í fjár­lagagat­ið.
Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
Fréttir

Nor­ræn sam­tök heim­il­is­lækna for­dæma skrif heim­il­is­lækn­is

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.
„Okkur vantar atvinnustefnu“
ViðtalFramtíðin sem þau vilja

„Okk­ur vant­ar at­vinnu­stefnu“

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir ekki nóg að treysta á að allt komi upp í hend­urn­ar á okk­ur, hvort sem það sé síld­in, loðn­an eða túrist­inn. Nú þurfi að ein­blína á fjöl­breytt­ari tæki­færi, bæði í ný­sköp­un, land­bún­aði, græn­um störf­um og fleira.
384. spurningaþraut: Hér reynir verulega á þekkingu fólks á utanríkisráðherrum!
Þrautir10 af öllu tagi

384. spurn­inga­þraut: Hér reyn­ir veru­lega á þekk­ingu fólks á ut­an­rík­is­ráð­herr­um!

Gær frá þraut­in í. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni að of­an má sjá eina fræga film­stjörnu fyrri tíma. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Fjár­hættu­spil­ið póker hef­ur stund­um ver­ið rak­ið langt aft­ur í tím­ann, en raun­in mun þó vera sú að það hafi í raun­inni þró­ast í nú­tíma­mynd sinni í einu til­teknu ríki á 19. öld. Hvaða ríki er það?...
Ölli Krókur, Skvetta og einn á hjóli
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ölli Krók­ur, Skvetta og einn á hjóli

Öskrað gegn óréttlæti
FréttirMetoo

Öskr­að gegn órétt­læti

Hóp­ur kvenna safn­að­ist sam­an fyr­ir ut­an Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur um há­deg­is­bil í dag til að öskra gegn órétt­læti og með sam­stöðu fyr­ir þo­lend­um kyn­ferð­isof­beld­is
Siðprúðasti her í heimi slátrar börnum
Símon Vestarr
Blogg

Símon Vestarr

Sið­prúð­asti her í heimi slátr­ar börn­um

Jæja, hvað á að segja um „eina lýð­ræð­is­rík­ið“ í Mið-Aust­ur­lönd­um? Er eitt­hvað hægt að segja sem ekki hef­ur ver­ið tí­und­að millj­ón sinn­um? 119 Palestínu­menn í valn­um, þar af 31 barn. Átta Ísra­els­menn. Og að­drag­and­inn var ekk­ert sér­stak­lega frum­leg­ur held­ur. Ísra­els­menn halda upp­tekn­um hætti og vísa fjór­um tug­um Palestínu­manna (þar af tíu börn­um) út af heim­il­um sín­um til að rýma...
383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla
Þrautir10 af öllu tagi

383. spurn­inga­þraut: Lít­il Evr­ópu­ríki, Hamlet og veiði­bjalla

Þraut, sú í gær. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an má sjá skip eitt á sigl­ingu ekki all­fjarri Ís­landi fyr­ir all­nokkru síð­an. Hvað hét þetta skip? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver skrif­aði leik­rit­ið um Hamlet Danaprins? 2.  Ég hef ör­ugg­lega spurt að því áð­ur, en hvað er smæsta sjálf­stæða rík­ið í Evr­ópu? 3.  En hvað er næst minnst? 4. ...
Þegar Freud fékk bréf um Lísu prinsessu
Flækjusagan

Þeg­ar Fr­eud fékk bréf um Lísu prins­essu

Laust fyr­ir 1930 fékk sál­grein­and­inn frægi Sig­mund Fr­eud bréf þar sem hann var beð­inn að gefa ráð til að með­höndla Lísu prins­essu af Batten­berg eða Mount­batten því hún liti svo á að hún væri orð­in skila­boða­skjóða fyr­ir Guð al­mátt­ug­an. Hvað hafði gerst?!
Þakklát fyrir tækifæri til að búa á Íslandi
Fólkið í borginni

Þakk­lát fyr­ir tæki­færi til að búa á Ís­landi

Noemi Ehrat flutti frá Zürich í Sviss til Reykja­vík­ur til að stunda ís­lensku­nám við Há­skóla Ís­lands. Hún seg­ir líf­ið hér vera ró­legra en í heima­land­inu, en borg­in iði af menn­ing­ar­lífi og bjóði upp á ým­iss tæki­færi til að vera skap­andi.
Stórveldaátök í stað hryðjuverkastríðs
Úttekt

Stór­velda­átök í stað hryðju­verka­stríðs

Hvort sín­um meg­in við víg­lín­una standa her­ir grá­ir fyr­ir járn­um. Rúss­ar öðr­um meg­in, Úkraínu­menn studd­ir af Vest­ur­veld­un­um hinum meg­in. Hvernig mun þetta enda?